Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2009-2014)

37. fundur 13. desember 2010 kl. 16:00 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Þorvaldur Vestmann framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Breiðargata 5, umsókn um heimild til að klæða dreifistöð

1011131

Umsókn Önnu Nielsen f.h. Orkuveitu Reykjavíkur um heimild til að klæða dreifistöð OR að utan með sléttum hvítum steniplötum á undirgrind úr gagnvörðu timbri samkvæmt meðfylgjandi verklýsingu Gísla Tryggvasonar tæknifræðings.
Gjöld kr. 12.252,-
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 01.12.2010
Framkvæmdaleyfi fæst þegar:
1. Byggingarstjóri og byggingarmeistarar hafa áritað yfirlýsingu um ábyrgð sína.
2. Ofangreind gjöld eru greidd.

Lagt fram

2.Garðabraut 12, umsókn um heimild til að klæða dreifistöð.

1011132

Umsókn Önnu Nielsen f.h. Orkuveitu Reykjavíkur um heimild til að klæða dreifistöð OR að utan með sléttum hvítum steniplötum á undirgrind úr gagnvörðu timbri samkvæmt meðfylgjandi verklýsingu Gísla Tryggvasonar tæknifræðings.
Gjöld kr. 12.252,-
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 01.12.2010
Framkvæmdaleyfi fæst þegar:
1. Byggingarstjóri og byggingarmeistarar hafa áritað yfirlýsingu um ábyrgð sína.
2. Ofangreind gjöld eru greidd.

Lagt fram

3.Garðalundur, Umsókn um byggingu grillhúss

1012013

Umsókn Ragnars M. Ragnarssonar kt. 200373-5109 f.h. Akraneskaupstaðar um heimild til að byggja opið grillhús samkvæmt aðaluppdráttum Ragnars M. Ragnarssonar byggingafræðings.
Gjöld kr. 12.252,-
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 01.12.2010

Lagt fram

4.Vogabraut 48, umsókn um viðbyggingu

1009124

Umsókn Halldórs Stefánssonar kt. 291261-5909 f.h. Helgu Gunnarsdóttur um heimild til að byggja viðbyggingu við húsið samkvæmt aðaluppdráttum Halldórs Stefánssonar tæknifræðings.
Stærð viðbyggingar er 13,8m2
Farið hefur fram grenndarkynning á framkvæmdinni sem síðan var tekin fyrir og samþykkt í skipulags- og umhverfisnefnd 15.11.2010 og staðfest af bæjarstjórn þann 23.11.2010.
Gjöld kr. 160.627,--
Erindið hefur verið afgreitt af byggingarfulltrúa samkvæmt samþykkt um embættisafgreiðslur byggingarfulltrúans á Akranesi nr. 842/2000.
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 02.12.2010
Framkvæmdaleyfi verður gefið út þegar:
1. Ofangreind gjöld eru greidd
2. Byggingarstjóri og byggingarmeistarar hafa áritað yfirlýsingu um ábyrgð sína

Lagt fram

5.Kirkjubraut 17, umsókn um að breyta eigninni úr verslunar- og þjónusturými í íbúð

1012072

Umsókn Gylfa Arasonar kt. 250862-2099 f.h. Propagator ehf um heimild til að breyta húseigninni að Kirkjubraut 17 úr verslunar- og þjónusturými í íbúð samkvæmt aðaluppdráttum Ómars Péturssonar byggingarfræðings.

Gjöld kr. 12.252,--
Bókun byggingarfulltrúa:
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 09. 12. 2010
Setja skal byggingarstjóra og iðnmeistara á verkið áður en verk hefst.
Skriflegt framkvæmdaleyfi verður gefið út þegar:
1. Byggingarstjóri og byggingarmeistarar hafa áritað yfirlýsingu um ábyrgð sína
2. Ofangreind gjöld eru greidd

Lagt fram

6.Samkeppniseftirlitið - umhverfismál og samkeppni

1011061

Til kynningar

7.Umferðaröryggi - samstarfssamningur við umferðarstofu.

910042

Tillaga um skipan samráðshóps

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarráð að eftirtaldir aðilar skipi samráðshóp um gerð umferðaröryggisáæltunar fyrir Akranes.

Guðmundur Þ. Valsson, form. skipulags- og umhv.nefndar

Jón S. Ólason, yfirlögregluþjónn

Hörður Helgason, skólameistari ? tilnefndur af FVA

Magnea Guðlaugsdóttir, verkefnisstjóri í umferðarfræðslu í Grundaskóla

Sigurður Þorsteinsson, tilnefndur af Framkvæmdastofu.

Þorvaldur Vestmann, framkvæmdastjóri Skipulags- og umhverfisstofu (verkefnistjóri)

Fulltrúi leikskólanna á Akranesi (tilnefning hefur ekki borist).

8.Staðardagskrá 21

805157

Bréf bæjarstjóra dags. 25.11.2010 um að á fundi bæjarstjórnar 23.11. s.l. var skipulags- og umhverfisnefnd falið að gera tillögu að erindisbréfi fyrir starfshóp um endurskoðun Staðardagskrár 21 (umhverfisstefnu Akraneskaupstaðar) og gera jafnframt tillögu að skipan hans.

Málin rædd og afgreiðslu frestað.

9.Upplýsinga- og fræðsluskilti á Akranesi

1012071

Tómas Guðmundsson mætir á fundinn og kynnir fyrirliggjandi hugmyndir um upplýsingaskilti.

Skipulags- og umhverfisnefnd lýsir ánægju með þær tillögur sem kynntar voru á fundinum og hvetur til þess að áfram verði unnið að málinu.

10.Gamli miðbærinn - ábending um úrbætur

1012043

Ályktun frá "bæjarstjórnarfundi unga fólksins"

Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar fyrir framkomnar ábendingar og vill taka fram að í tillögum nefndarinnar til bæjarstjórnar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2011 er gert ráð fyrir áframhaldandi vinnu við gerð deiliskipulags fyrir Akratorg og nánasta umhverfi sem byggir á verðlaunatillögu úr samkeppni sem efnt var til á vegum kaupstaðarins.

Umræddur skrúðgarður er innan þess svæðis. Ekki liggur þó fyrir á þessari stundu hvaða verkefni verða tekin til úrvinnslu á næsta ári en fyrri umræða um fjárhagsáætlun næsta árs mun fara fram í bæjarstjórn 14. desember n.k.

11.Bílastæði við Akrafjall

1011062

Kynning á niðurstöðu viðræðna við landeigendur.

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir viðræðum við landeigendurna, Anton Ottesen og Brynjólf Ottesen og kynnti niðurstöður úr viðræðunum.

12.Akrafjall - umgengni

1012031

Kynning á niðurstöðu fundar með landeigendum

Bæjarstjórn ályktaði á fundi sínum þ. 23.11.2010 að fela skipulags- og umhverfisnefnd að taka upp viðræður við landeigendur vegna þess álags sem umferð gangandi fólks veldur á fjallinu.

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir viðræðum við Benóny Halldórsson, Eystra-Reyni og Harald Benediktsson, Vestra-Reyni sem eiga það land í Akrafjalli sem málið snertir.

13.Kirkjubraut 11, umsókn um viðbyggingu

1009166

Samkvæmt fyrirliggjandi umsókn um viðbyggingu er sótt um leyfi fyrir rúmlega 130 m2 húsi en gildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir hámarksnýtingarhlutfalli lóðar = 0,97 sem þýðir að heimilt er að reisa samtals um 100 m2 viðbótarhúsnæði á lóðinni.

Ljóst er að núverandi hugmyndir umsækjanda ættu að vera til verulegra bóta hvað varðar hljóðvist og vandamál er snúa að sorpgeymslu verða betur leyst samkvæmt fyrirliggjandi tillögu en fyrri tillaga gerði ráð fyrir.

Samkvæmt núverandi tillögu fækkar bílastæðum á lóð um 1 stæði.

Skipulags- og umhverfisnefnd ákveður að tillagan skuli grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum við Kirkjubraut 13, Akurgerði 11,12,13,15A,15B,17 og Heiðargerði 11,12,13,14.

Jafnframt leggur nefndin til að beitt verði ákvæðum reglna um bílastæðagjöld á Akranesi vegna þeirrar fækkunar sem breytingin mun leiða af sér varðandi bílastæði á lóðinni.

14.Verkefnalisti skipulagsnefndar

1012077

Til kynningar

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00