Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2009-2014)

35. fundur 15. nóvember 2010 kl. 16:00 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Þorvaldur Vestmann framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Lerkigrund 5-7 færsla á sorpi úr kjallar á lóðina

1011023

Umsókn Huldu Sigurðardóttur kt: 220831-3489 fyrir hönd húsfélagsins Lerkigrund 5-7 um heimild til að færa sorpgeymslu úr kjallara hússins og út á blettinn fyrir framan húsið samkvæmt meðfylgjandi afstöðumynd.
Gjöld kr. 12.262,--
Bókun byggingarfulltrúa:
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 5.11.2010
Framkvæmdaleyfi verður veitt þegar:
1. Ofangreind gjöld eru greidd

Lagt fram

2.Höfðabraut 5, umsókn um uppsetningu á móttökudisk

1011042

Umsókn Þórdísar Bj. Guðmundsóttur f.h. Höfðabraut 5 húsfélag kt. 581185-7239 um heimild til að setja upp móttökudisk við þak hússins
Gjöld kr. 12.262,--
Bókun byggingarfulltrúa:
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 09.11.2010
Skriflegt framkvæmdaleyfi verður gefið út þegar:
1. Ofangreind gjöld eru greidd

Lagt fram

3.Vogabraut 48, umsókn um viðbyggingu

1009124

Umsagnafrestur vegna grenndarkynningar var 3. nóvember.

Vísað er í fund nr. 32 frá 4. okt. 2010, dagskr.lið 6.

Athugasemdafrestur vegna grenndarkynningar rann út 3. nóv. s.l. en engar athugasemdir bárust.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt.

4.Æðaroddi - nýtt deiliskipulag

1004078

Endurbættur uppdráttur hönnuðar lagður fram til umfjöllunar.

Fyrir liggur lagfærður uppdráttur hönnuðar í samræmi við ábendingar sem fram hafa komið á fundum nefndarinnar og eftir samráð við hagsmunaaðila á svæðinu.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarráð að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr., 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

5.Umferðaröryggi - samstarfssamningur við umferðarstofu.

910042

Umfjöllun um drög að verkáætlun.

Framkvæmdastjóri lagði fram drög að verkáætlun sem gerir m.a. ráð fyrir skipan samráðshóps sem skal hafa reglulega aðkomu að undirbúningi og framkvæmd verkefnisins. Á næsta fundi verður lögð fram tillaga um skipan samráðshópsins í samráði við bæjarstjóra.

6.Fundartími skipulags- og umhverfisnefndar.

1010201

Nefndin samþykkir að fundardagur verði áfram annanhvern mánudag, og fundir hefjist kl 16.00 og ljúki eigi síðar en kl. 18.00

7.Norrænt orkusveitarfélag 2011 - Samkeppni

1010173

Erindi frá bæjarráði

Lagt fram.

8.Staðardagskrá 21

805157

Endurskoðun og uppfærsla áætlunar.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipaður verði fimm manna vinnuhópur sem fái það hlutverk að leggja mat á stöðu Staðardagskrár 21 (Umhverfisstefna Akraneskaupstaðar) og gera tillögur um endurskoðun stefnunnar.

Nefndin leggur til að formaður vinnuhópsins sé jafnframt fulltrúi í umhverfisnefnd.

9.Gámar - Stöðuleyfi.

1010200

Áframhald umfjöllunar frá síðasta fundi.

Byggingarfulltrúi lagði fram og kynnti hugmynd að spurningalista sem fyrirhugað er að senda til rétthafa þeirra lóða þar sem geymslugámum hefur verið komið fyrir.

10.Akurgerði 9 - deiliskipulagsbreyting

1011063

BM Vallá ehf. sækir f.h. lóðareiganda um breytingu á deiliskipulagi lóðar númer 9 við Akurgerði.
Uppdráttur verður lagður fram á fundinum.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarráð að breytingartillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 26 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, fyrir eftirtöldum aðilum: Akurgerði 11, Laugarbraut 20, Heiðargerði 15 og 17.

11.Bílastæði við Akrafjall

1011062

Fjallað verður um hugmyndir um gerð nýs bílastæðis.

Vegna tjóns sem bíleigendur hafa orðið fyrir af völdum búfjár og vegna vatnsverndarsjónarmiða leggur skipulags- og umhverfisnefnd til við bæjarráð að teknar verði upp viðræður við landeigendur um afgirt bílastæði í grennd við vatnsveitumannvirki við Akrafjall.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00