Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2009-2014)

30. fundur 06. september 2010 kl. 16:00 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Þorvaldur Vestmann framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Tímabundin uppsetning á skiltum við innkeyrslur í bæinn

1008072

Umsókn Magnúsar Salbergs Óskarssonar f.h. Gagnaveitunnar um heimild til tímabundinnar uppsetningar á skiltum við innkeyrslur í bæinn. Áætlaður tími er 2-3 mánuðir. Skilti þessi eru kynning og tímamótaviðburður Gagnaveitu Reykjavíkur vegna loka á uppsetningu ljósleiðarakerfis á Akranesi.
Bókun byggingarfulltrúa:
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 17.08.2010
Skiltunum er heimilt að standa frá 20. ágúst til 20. nóvember n.k. Skiltin skulu vera tryggilega fest niður og snyrtileg. Meðfylgjandi er loftmynd sem sýnir leyfilega staðsetningu skiltanna.

Lagt fram.

2.Tjaldsvæðið í Kalmansvík

810044

Bréf íbúa við Esjubraut dags. 24. ágúst 2010.

Skipulags- og umhverfisnefnd finnst það miður að umfjöllun um tillögu að breyttu deiliskipulagi tjaldsvæðisins við Kalmansvík hafi farið fram hjá íbúum við Esjubraut en öll málsmeðferð tillögurnar var með hefðbundnu sniði og í samræmi við lög og reglur. Nefndin telur hins vegar sjálfsagt mál að bjóða eigendum þeirra húsa sem liggja að umræddu svæði til fundar þar sem farið verður yfir tillöguna. Ákveðið var að boða til kynningarfundar með íbúum, miðvikudaginn 15. sept. n.k. kl. 20.00.

Í framhaldi af framansögðu ræddi nefndin verklag við kynningu á nýju skipulagi eða skipulagsbreytingum til að tryggja enn betur að upplýsingar berist til íbúa og hagsmunaaðila. Ákveðið var að taka málið til umfjöllunar á næsta fundi.

3.Frístundagarðar - skipulag

1008117

Bréf bæjarráðs dags. 27. ágúst 2010 þar sem óskað er eftir að nefndin taki til skoðunar skipulagningu svæðis undir frístundagarða.

Skipulags- og umhverfisnefnd felur framkvæmdastjóra og formanni nefndarinnar að afla frekari upplýsinga um málið.

4.Háteigur 1 - bygging bílskúrs

1009008

Bréf Guðmundar Árnasonar og Sigrúnar Traustadóttur dags. 3. september þar sem óskað er álits nefndarinnar á að fá að byggja bílskúr á lóð númer 1 við Háteig skv. meðfylgjandi rissi.

Nefndin tekur jákvætt í erindið en bendir á að leggja þarf fram uppdrætti sem sýna fyrirhugaða framkvæmd svo grenndarkynning geti farið fram þar sem ekki er til deiliskipulag af svæðinu.

5.Umhverfisverðlaun Akraneskaupstaðar

1007061

Skipulags- og umhverfisnefnd Akraneskaupstaðar hefur ákveðið að veita hjónunum Katrínu Snjólaugsdóttur og Jóni Guðmundssyni, Vesturgötu 73 viðurkenningu nefndarinnar fyrir árið 2010.

Viðurkenningin er veitt fyrir eftirtektarvert framtak, elju og árangur við ræktun óhefðbundinna og framandi ávaxtategunda við aðstæður sem hafa verið taldar óblíðar og erfiðar til ræktunar. Fáir garðar á Íslandi geta sýnt fram á jafn fjölbreytilega uppskeru og garðurinn að Vesturgötu 73 en þar vaxa m.a. ávextir svo sem kirsuber, hindber, plómur, perur, epli og að auki fjölmargar grænmetistegundir.

Árangur þeirra hjóna hefur verið ótrúlegur og er íbúum Akraness hvatning til aukinnar ræktunar og fegrunar umhverfis síns.

6.Smiðjuvellir 32 - tenging við Þjóðbraut

1008040

Uppdráttur framkvæmdastjóra Skipulags- og umhverfisstofu af nýrri útkeyrslu af lóð nr. 32 við Smiðjuvelli inná Þjóðbraut.
Bréf Gísla Breiðfjörð Árnasonar dags. 31. ágúst 2010.

Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar Gísla fyrir ábendingarnar.

Varðandi umferð frá bílastæðum á lóðinni við Smiðjuvelli 32 (lóð Bónus) þá hefur verið unnið að því máli á alllangan tíma en ekki hefur náðst samkomulag við Vegagerðina um málið fyrr en nú nýverið, samanber bókun bæjarráðs frá 2. sept. s.l. Framkvæmdir við umrædda breytingu munu vera um það bil að hefjast skv. upplýsingum frá Framkvæmdastofu.

Varðandi síðari ábendingu Gísla er það að segja að gildandi deiliskipulagi gerir ráð fyrir því að Smiðjuvellir séu lokaðir við Þjóðbraut. Hugmyndir hafa áður komið upp um opnun Smiðjuvalla inn á Þjóðbraut og nefndin hefur lagst gegn slíkum hugmyndum sbr. bókun á fundi nefndarinnar 5. júlí s.l. Telur nefndin að slík breyting muni hafa aukna slysahættu í för með sér.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00