Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2009-2014)

11. fundur 29. júní 2009 kl. 16:00 í fundarherbergi, Dalbraut 8
Fundargerð ritaði: Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Dagskrá

1.Jaðarsbraut 25, umsókn um stiga niður á lóð af bílastæði.

906046

Umsókn Eiríks Hervarssonar kt. 140938-2979 um heimild til að setja tröppur út af bílastæði fjöleignarhússins til vesturs. Tröppur þessar eru úr heitgalvanhúðuðu stáli og með ristarefni í botn svo snjór standi ekki í þeim. Handrið er úr heit galvanhúðuðum stálrörum. Framkvæmt er samkvæmt meðfylgjandi aðaluppdráttum Magnúsar H. Ólafssonar arkitekts.

Gjöld kr. 11.514,-
Bókun byggingarfulltrúa:
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 05.06.2009


Lagt fram.

2.Ægisbraut 13B. stöðuleyfi fyrir geymslugám

906163

Umsókn Valdimars Geirssonar kt. 070455-0059 f.h. Geirs Valdimarssonar um heimild til að setja niður geymslugám á lóðinni samkvæmt meðfylgjandi rissi um staðsetningu gáms á lóðinni.
Gjöld kr. 23.028,-
Bókun byggingarfulltrúa:
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 26.06.2009
Stöðuleyfi gildir í eitt ár og skal þá endurnýjað.
Gámurinn skal vera snyrtilegur og málaður.
Heimilt er að setja gáminn niður þegar ofangreind gjöld eru greidd.


Lagt fram.

3.Húsverndarsjóður 2009

904107

Áður kynntar umsóknir um styrki úr Húsverndunarsjóði 2009 frá eftirtöldum aðilum lagðar fram ásamt umsögn forstöðumanns Byggðasafns Akraness og nærsveita ásamt umsögn Guðmundar Lúthers Hafsteinssonar sem hefur verið að vinna húsakönnun á Akranesi. Suðurgata 20, eigandi Oli Volden Deildartún 3, eigendurHörður Hallgrímsson og Geirlaug Jóna Rafnsdóttir. Bakkatún 22, eigandi Sigríður Hjartardóttir.



Á grundvelli umsagna forstöðumanns Byggðasafns Akraness og nærsveita og Guðmundar Lúthers Hafsteinssonar arkitekts, leggur Skipulags- og umhverfisnefnd til við bæjarstjórn að styrkur að upphæð kr. 500.000,- verði veittur eigendum að Deildartúni 3. Nefndin setur það skilyrði fyrir úthlutuninni að haft verði samráð við byggingarfulltrúa um allar breytingar og tæknilegar lausnir sem notaðar verða við endurbæturnar.

4.Krókatún - Deildartún, deiliskipulag

810182

Athugasemdafrestur vegna auglýstrar tillögu er útrunninn.
Ein athugasemd barst frá eigendum Deildartúns nr. 10 um byggingarreit fyrir bílgeymslu á lóðinni.



Skipulags- og umhverfisnefnd tekur jákvætt í óskina og felur framkvæmdastjóra að kynna eigendum Deildartúns 8 og Krókatúns 11 málið.

5.Heiðarbraut 40 - fyrirspurn um stækkunarmöguleika

902230

Endurskoðuð tillaga frá Skarðseyri ehf




Framkvæmdastjóra falið að ræða við aðila varðandi byggingarmagn, hæð bygginga og bílastæði.

6.Gangbrautarljós á Ketilsflöt

906167

Erindi frá íbúum í Skógahverfi um aðgerðir í umferðarmálum


Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að sett verði upp tvenn gönguljós á Ketilsflöt ásamt nauðsynlegum hraðahindrunum. Byggt er m.a. á umferða- og hraðamælingu sem fram fór dagana 25. og 26. júní 2009 þar sem yfir 70% ökutæja óku yfir 50km hámarkshraða. Unnið er að kostnaðarmati vegna framangreindrar tillögu hjá Framkvæmdastofu og verður hún lögð fyrir bæjarráð um leið og hún liggur fyrir.

7.Samkeppni um nafn á hringtorgum.

905071

Umfjöllun um tillögur sem bárust um nöfn á hringtorgum.




Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að verðlaun fyrir nafn á hverju hringtorgi verði kr. 20.000,-. Verði fleiri en ein tillaga með sama nafni fyrir valinu skal dregið úr innsendum tillögum.



Hringtorg nr. 1 - fyrir valinu varð Hausthúsatorg. Höfundur tillögu var Jón Trausti Hervarsson Vallarbraut 10.


Hringtorg nr. 2 - fyrir valinu var Esjutorg. Höfundur tillögu var Ásta G Ásgeirsdóttir, Skarðsbraut 19. (Dregið var úr 7 tillögum)


Hringtorg nr. 3 - fyrir valinu var Bresatorg. Höfundur tillögu var Tómas Guðmundsson Jörundarholti 6. (Dregið var úr 8 tillögum)


Hringtorg nr. 4 - fyrir valinu var Kalmanstorg. Höfundur tillögu var Halldóra Jónsdóttir Reynigrund 26. (Dregið var úr 10 tillögum).


Hringtorg nr. 5 - fyrir valinu var Faxatorg. Höfundur tillögu var Hegi Patryk Jónsson Suðurgötu 52. (Dregið var úr 5 tillögum).


Skipulags- og umhverfisnefnd vill þakka þeim sem þátt tóku í samkeppninni, en alls bárust 42 tillögur frá 18 einstaklingum.


Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00