Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2009-2014)

108. fundur 03. mars 2014 kl. 16:00 - 16:30 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Guðmundur Þór Valsson formaður
  • Björn Guðmundsson aðalmaður
  • Reynir Þór Eyvindsson aðalmaður
  • Alfreð Þór Alfreðsson varamaður
  • Runólfur Sigurðsson byggingar- og skipulagsfulltrúi
  • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Fundargerð ritaði: Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Dagskrá

1.Aðalskipulagsbreyting vegna Þjóðvegar 15 / 15A, hitaveitugeymir OR.

1402170

Lagður fram aðalskipulagsuppdráttur vegna breytinga á landnotkun hluta Þjóðvegar 15.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að byggingar- og skipulagsfulltrúi verði með opið hús 7. mars n.k. þar sem íbúar geti kynnt sér tillögu að fyrirhugaðri breytingu á aðalskipulagi lóða Þjóðvegar 15/15A.

Jafnframt leggur skipulags- og umhverfisnefnd til við bæjarstjórn að tillaga að breytingu á aðalskipulagi vegna lóða Þjóðvegar 15 / 15A verði samþykkt og send Skipulagsstofnu til umsagnar og fengin heimild til auglýsingar samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Deiliskipulag, Miðvogslækjarsvæði, Þjóðvegur 15/15A.

1402171

Lagður fram deiliskipulagsuppdráttur.

Skipulags- og umhvefisnefnd samþykkir fyrirliggjandi deiliskipulag vegna lóða við Þjóðveg 15/ 15A (Miðvogslækjarsvæði).

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillaga verði auglýst samkvæmt 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Deiliskipulagið verður auglýst samhliða aðalskipulagsbreytingu lóða Þjóðvegar 15/15A.

3.Aðalskipulagsbreyting - Kirkjuhvoll (Merkigerði 7) og Vesturgata 101.

1312129

Lagður fram aðalskipulagsuppdráttur.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að byggingar- og skipulagsfulltrúi verði með opið hús 10. mars n.k. þar sem íbúar geti kynnt sér tillögu að fyrirhugaðri breytingu á aðalskipulagi lóða Vesturgötu 102 og Merkigerði 7 (Kirkjuhvoll).

Jafnframt leggur skipulags- og umhverfisnefnd til við bæjarstjórn að tillaga að breytingu á aðalskipulagi vegna lóða Vesturgötu 102 og Merkigerði 7 (Kirkjuhvoll) verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til umsagnar og fengin heimild til aulýsingar samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Fundi slitið - kl. 16:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00