Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2009-2014)

102. fundur 02. desember 2013 kl. 16:00 - 18:45 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Guðmundur Þór Valsson formaður
  • Sigurður V Haraldsson aðalmaður
  • Reynir Þór Eyvindsson aðalmaður
  • Bergþór Helgason aðalmaður
  • Björn Guðmundsson varamaður
  • Runólfur Sigurðsson byggingar- og skipulagsfulltrúi
  • Sigurður Páll Harðarson framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
  • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Fundargerð ritaði: Hafdís Sigurþórsdóttir Fulltrúi
Dagskrá

1.Deiliskipulagsbreyting - Jaðarsbakkar, breyting við Sólmundarhöfða.

1308182

Deiliskipulagstillagan hefur verið auglýst samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, frá 3. október til og með 18. nóvember s.l., engar athugasemdir bárust.

Lagt er til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst í B-deild stjórnartíðinda.

2.Deiliskipulagsbreyting - Sólmundarhöfði, innkeyrsla frá Innnesvegi.

1308181

Deiliskipulagstillagan hefur verið auglýst samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga 123/2010 frá 3. október til og með 18. nóvember s.l., ein athugasemd barst.

Skipulags- og umhverfisnefnd felur byggingar- og skipulagsfulltrúa að afla álits á óbreyttri staðsetningu innkeyrslu að Sólmundarhöfða 5 og Höfðagrund, með tilliti til umferðaröryggis.

3.Sjálfsafgreiðslustöð

1310073

Hugi markaðsstjóri Atlantsolíu ehf. mætir á fundinn.

Hugi fór yfir fyrri umsóknir og kom með tillögu að nýrri staðsetningu á sjálfsafgreiðslustöð fyrir Atlantsolíu við Kalmansbraut á Akranesi.

4.Deiliskipulagsbreyting Skógarhverfi 1. áfangi, Viðjuskógar 8-14, og 16-18.

1104152

Skipulagsuppdráttur frá Magnúsi H. Ólafssyni arkitekt, til umræðu.

Skipulags- og umhverfisnefnd lítur jákvætt á erindið. Byggingar- og skipulagsfulltrúa falið að lagfæra skipulagsuppdrátt í samræmi við umræður á fundinum.

5.Höfðagrund 3, umsókn um viðbyggingu.

1310053

Lagt fram til kynningar.

6.Vogar 17, umsókn um breytingu á útliti.

1311142

Lagt fram til kynningar.

7.Stillholt 2, umsókn um að setja glugga á geymslu.

1311144

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:45.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00