Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2009-2014)

59. fundur 28. nóvember 2011 kl. 16:00 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Guðmundur Þór Valsson formaður
  • Magnús Freyr Ólafsson varaformaður
  • Magnús Guðmundsson aðalmaður
  • Bergþór Helgason aðalmaður
  • Sigurður V Haraldsson aðalmaður
  • Þorvaldur Vestmann framkvæmdastjóri Skipulags- og umhverfisstofu
  • Runólfur Sigurðsson byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Runólfur Þór Sigurðsson Byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Kirkjubraut 46 - breyting á lóð

1111097

Erindi Magnúsar H. Ólafssonar f.hönd Einars Ólafssonar um breytingu á byggingarreit lóðarinnar nr. 46 við Kirkjubraut.

Skipulags- og umhverfisnefnd heimilar Einari J. Ólafssyni að láta vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Arnardals vegna fyrirhugaðrar stækkunnar húss nr 46 við Kirkjubraut.

Nefndin leggur áherslu á að í tillögunni verði gætt að samræmi milli nýbyggingar og eldra húss hvað varðar form og hæð.

2.Hestamannafélagið Dreyri - keppnisvöllur

1111092

Framkvæmdaráð hefur vísað erindi frá Hestamannafélaginu Dreyra til umfjöllunar skipulags- og umhverfisnefndar.

Erindi frá Hestamannafélaginu Dreyra var vísað frá framkvæmdarráði til umfjöllunar skipulags- og umhverfisnefndar. Erindi Dreyra gengur út á að fá úthlutað nýju landi undir keppnisvöll félagsins á svæði vestan við land Ármanns Gunnarssonar.

Skipulags- og umhverfisnefnd telur eðlilegt að þessi beiðni verði tekin til nánari umfjöllunnar við endurskoðun aðalskipulagsins sem stendur nú yfir.

3.Fjárhagsáætlun 2012 - Skipulags- og umhverfisstofa

1110098

Tillaga um skipulagsverkefni næsta árs.

Skipulags- og umhverfisnefnd tekur undir þær tillögur sem framkvæmdarstjóri kynnti fyrir nefndinni. Nefndin leggur jafnframt áherslu á að til viðbótar verði sérstaklega hugað að umhverfis- og umferðaröryggismálum við gerð fjárhagsáætlunnar fyrir árið 2012

4.Miðbær 1 - umsókn um lóð

1110149

Erindi frá Atlantsolíu

Skipulags- og umhverfisnefnd getur ekki fallist á að lóðinni Miðbær 1 verði úthlutað fyrir eldsneytisafgreiðslustöð. Nefndin leggur því til við bæjarráð að beiðni Atlantsolíu ehf verði hafnað. Nefndin leggur til að Atlantsolíu ehf verði boðin önnur lóð fyrir starfsemina.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00