Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2009-2014)

68. fundur 04. júní 2012 kl. 16:00 - 18:15 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Guðmundur Þór Valsson formaður
  • Magnús Freyr Ólafsson varaformaður
  • Magnús Guðmundsson aðalmaður
  • Bergþór Helgason aðalmaður
  • Sigurður V Haraldsson aðalmaður
  • Þorvaldur Vestmann framkvæmdastjóri Skipulags- og umhverfisstofu
  • Runólfur Sigurðsson byggingar- og skipulagsfulltrúi
  • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Fundargerð ritaði: Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Dagskrá

1.Breiðargata 8 umsókn um klæðningu

1205150

Afgreiðsla til kynningar.

2.Deiliskipulag - Grófurðunarsvæði

1205064

Tillaga um að fella niður að gert yrði samhliða deiliskipulag af vélhjólasvæðinu, og tillaga að deiliskipulagsráðgjöfum.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að unnið verði deiliskipulag fyrir núverandi grófurðunarsvæði kaupstaðarins og felur skipulagsfulltrúa framkvæmd málins.

3.Deiliskipulag - Jörundarholt

1206004

Tillaga byggingar- og skipulagsfulltrúa vegna breytinga bílastæða og deiliskipulags í Jörnudarholti

Nefndin leggur til við bæjarstjórn að notkun á stórbílastæðinu í Jörundarholti verði breytt þannig að þar verði aðeins heimilt að leggja fólksbílum. Jafnframt verði aðstaða fyrir stóra bíla og atvinnutæki gerð fullnægjandi við Kalmansvelli 5.

4.Upplýsinga- og fræðsluskilti á Akranesi

1012071

Beiðni Magnúsar Freys um að skýrsla Þórdísar Athúrsdóttur verði tekin upp á næsta fundi nefndarinnar og innihald hennar rætt.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur áherslu á að sett verði upp þjónustumerki við helstu akstursleiðir til að leiðbeina gestum við að finna þjónustu og áhugaverða staði á Akranesi. Byggt verði á tillögum sem þegar hafa verið unnar.

5.Vesturgata 113b - stækkun lóðar og deiliskipulagsbreyting

1010002

Deiliskipulagstillaga frá Ragnari M. Ragnarssyni byggignarfræðing. Búið var að veita heimild fyrir stækkun lóðar.

Skipulags- og umhverfisnefnd felur byggingar- og skipulagsfulltrúa að koma athugasemdum á framfæri við skipulagshöfund svo sem um hættu á ágangi sjávar, hæð byggingar o.fl.

6.Tjaldsvæðið í Kalmansvík

810044

Skipulagstillaga að breyttu og stækkuðu skipulagi á tjaldsvæðinu.

Skipulags- og umhverfisnefnd lýsir ánægju með tillöguna. Tillagan verður tekin til afgreiðslu á næsta fundi nefndarinnar.

7.Könnun á ferðatilhögun Akranes/Reykjavík

1203176

Lagt fram.

8.Grenjar - hafnarsvæði, deiliskipulag

1202219

Beiðni frá Þorgeir Jósefssyni f.h. Grenja ehf um breyting á áður samþykktri skipulagstillögu tillögu

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Einnig verði boðað til kynningarfundar sem haldinn verði miðvikudaginn 13. júní n.k. kl. 20:00 í bæjarþingsalnum.

9.Dagur íslenskrar náttúru 16. september 2012.

1206010

Bréf umhverfisráðherra um kynningu á dag íslenskrar náttúru sem haldin verður þann 16. sept. n.k.

Lagt fram.

10.Kirkjubraut 50 fyrirspurn um breytingu í íbúðarhús

1206028

Fyrirspurn Guðrúnar Garðarsdóttur og Karl Ö. Karlssonar um hvort fengist að breyta Kirkjubruat 50 (áður apotek) í íbúðarhús.

Skipulags- og umhverfisnefnd bendir á að samkvæmt gildandi deiliskipulagi er heimilt að breyta Kirkjubraut 50 í íbúðarhús.

Fundi slitið - kl. 18:15.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00