Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2009-2014)

70. fundur 02. júlí 2012 kl. 16:00 - 18:15 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Guðmundur Þór Valsson formaður
 • Magnús Freyr Ólafsson varaformaður
 • Bergþór Helgason aðalmaður
 • Sigurður V Haraldsson aðalmaður
 • Runólfur Sigurðsson byggingar- og skipulagsfulltrúi
 • Reynir Þór Eyvindsson varamaður
 • Íris Reynisdóttir garðyrkjustjóri
Fundargerð ritaði: Runólfur Þór Sigurðsson Byggingar- og skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Æðaroddi 48 umsókn um byggingarleyfi

1206134

Afgreiðsla til kynningar

Lagt fram

2.Stekkjarholt 8 breyting á gluggum

1206140

Afgreiðsla til kynningar

Lagt fram

3.Gamli vitinn - endurbætur

1110145

Til upplýsingar og kynningar. Enduruppgerð vitans og gerð steypts palls umhverfis hann. Vitinn er byggður 1918 og hefur varðveislugildi 1. í bæja- og húsakönnun á Skipaskaga.
Farið verður í vettvangsferð á svæðið.

Skipulags- og umhverfisnefnd fagnar endurbótum á vitanum en er sammála um að ásýnd vitans skuli haldast óbreytt.

4.Hjarðarholt 17 umsókn um viðbótareinagrun og klæðninu hússins

1206192

Afgreiðsla til kynningar.

Lagt fram

5.Smiðjuvellir 17 Umsókn um heimild til að setja upp skilti við lóðarmörk

1206162

Vísun frá byggingar- og skipulagsfulltrúa. Umsókn Bílasölunnar um heimild til að setja upp auglýsingarskilti út við lóðarmörk.

Skipulags- og umhverfisnefnd heimilar að sett verði upp umrædd auglýsingarskilti samkv. umsókn.

6.Ægisbraut 15 - deiliskipulagsbreyting

1112059

Bréf skipulagsstofnunnar dags 11.06.

Skipulags- og umhverfisnefnd heimilar lóðarhafa að fara í aðalskipulagsbreytingar vegna Ægisbrautar 15 þar sem sú lóð er skilgreind þar sem opið svæði samkvæmt núgildandi aðalskipulagi.

7.Girðing á Botnsheiði - Fitjakirkjuland

1206143

Ósk eignda jarðarinnar Brekku um að afrétt Akraneskaupstaðar verði girt að landi Brekku.

Skipulags og umhverfisnefnd telur að erindið falli ekki undir starfssvið nefndarinnar heldur undir starfssvið framkvæmdarráðs og vísar því þangað.

8.Frumvarp um breytingu á lögum um meðhöndlun úrgangs, mál nr. 55/2003

1203148

Drög að landsáætlun um meðhöndlun úrgangs.

Lagt fram til kynningar.

9.Garðarsel, ábending um hraðahindrun

1206182

Tölvupóstur frá leikskólanum Garðaseli þar sem spurst er fyrir um hvort mögulegt væri að fá setta hraðahindrun (málmkrippu) á götuna rétt áður en ekið er inn á bílastæðið.

Skipulags- og umhverfisnefnd bendir á að gatan er húsagata með 30km hámarkshraða. Nefndin leggur til að framkvæmdar verði hraðamælingar á svæðinu eftir sumarleyfi. Afstaða til aðgerða verður tekin í framhaldi af niðurstöðum þeirra mælinga.

10.Smiðjuvellir deiliskipulag - (Kalmansvellir 6)

1204088

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Kalmansvalla 6 vegna breytinga á byggingarreit og n.h, að undangenginni fyrirspurn til nefndarinnar.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagsbreytingin verði grendarkynnt samkv. 2. mgr. 44 gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Grendarkynnt verði fyrir húsum við Kalmansvelli 1. 1A, 3, 4A, 4B, 5 og 7-8.

Fundi slitið - kl. 18:15.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00