Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2009-2014)

54. fundur 19. september 2011 kl. 16:00 - 18:00 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Guðmundur Þór Valsson formaður
  • Magnús Freyr Ólafsson varaformaður
  • Bergþór Helgason aðalmaður
  • Þröstur Þór Ólafsson varamaður
  • Þorvaldur Vestmann framkvæmdastjóri Skipulags- og umhverfisstofu
  • Runólfur Sigurðsson byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Runólfur Þór Sigurðsson byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Heiðarbraut 40, breytt deiliskipulag

1105061

Umfjöllun um athugasemdir, greinargerð vegna umferðarmála o.fl.

Framkvæmdarstjóri kynnti skýrslu um umferðamál frá Verkfræðistofunni Eflu ehf og drög Skipulagsstofu að greinagerð vegna fyrirliggjandi athugasemda. Skipulags- og umhverfisnefnd ákveður að haldinn verði íbúafundur um málið þann 26. september kl. 20.00.

2.Umhverfisþing VII - 14. október 2011.

1107007

Umhverfisþing verður haldið 14. okt. n.k. á Hótel Selfossi

Skipulags og umhverfisnefnd ákveður að framkvæmdarstjóri og formaður starfshóps um endurskoðun umhverfisstefnu Akraneskaupstaðar sæki fundinn.

3.Umhverfisverðlaun Akraneskaupstaðar

1007061

Tillaga að greinargerð og ákvörðun um afhendingu viðurkenningar.

Skipulags- og umhverfisnefnd hefur ákveðið að umhverfisverðlaun fyrir árið 2011 verði veitt íbúum við Jörundarholt 33-46, fyrir heilsteypta og fallega götumynd þar sem ekki hefur einungis verið hlúð að eignunum sjálfum heldur götunni í heild. Ákveðið er að boða íbúana til móttöku viðurkenningar í næstu viku.

4.Samráðsfundur SKipulagsstofnunar og sveitarfélaga 19-20. maí 2011

1105044

Samráðsfundi var frestað s.l. vor en hefur nú verið ákveðinn 6. okt. n.k.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að framkvæmdastjóri og formaður sæki fundinn.

5.Garðalundur - ýmis verkefni

1109118

Fyrirspurn vegna "frisbee - golfvallar"

Lagt fram til kynningar.

6.Breið - umsókn um lóðarskika

1109117

Borist hefur tölvupóstur frá Birgi Jóhannessyni með fyrirspurn um afnot af lóðarskika á Breið. Hugmynd hans er að gera tilraun með þurrkun á söl.

Framkvæmdarstjóra falið að ræða við bréfritara og afla frekari upplýsinga.

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00