Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2009-2014)

101. fundur 18. nóvember 2013 kl. 16:00 - 19:00 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Guðmundur Þór Valsson formaður
  • Sigurður V Haraldsson aðalmaður
  • Reynir Þór Eyvindsson aðalmaður
  • Bergþór Helgason aðalmaður
  • Runólfur Sigurðsson byggingar- og skipulagsfulltrúi
  • Sigurður Páll Harðarson framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
  • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
  • Björn Guðmundsson varamaður
  • Íris Reynisdóttir garðyrkjustjóri
Fundargerð ritaði: Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Dagskrá

1.Aðalskipulagsbreyting Akurshóll (Akursbraut 5).

1305212

Farið yfir ferli skipulagssins.

Málsmeðferð á skipulaginu yfirfarin með bæjarfulltrúum. Farið var yfir minnisblað hönnuða skipulagsins. Í því kemur fram það álit að málsmeðferð sé með fullnægjandi hætti með tilliti til laga og reglugerða þar að lútandi.

Í ljósi umræðna á fundinum verði skoðað hvernig hægt er gera íbúa almennt virkari í skipulagsmálum.

2.Deiliskipulag Akurshóls (Akursbraut 5).

1307062

Farið yfir ferli skipulagssins.

Málsmeðferð á skipulaginu yfirfarin með bæjarfulltrúum. Farið var yfir minnisblað hönnuða skipulagsins. Í því kemur fram það álit að málsmeðferð sé með fullnægjandi hætti með tilliti til laga og reglugerða þar að lútandi.

Í ljósi umræðna á fundinum verði skoðað hvernig hægt er gera íbúa almennt virkari í skipulagsmálum.

3.Heildarskipulag grænna svæða á Akranesi

1311075

Farið verður yfir skipulagsmálefni grænna svæða.

Íris Reynisdóttir garðyrkjustjóri kynnti verkefnið. Skipulags- og umhverfisnefnd fagnar því að þessi vinna sé farin af stað, þar sem hún muni nýtast vel í skipulagsvinnu til framtíðar.

Fundi slitið - kl. 19:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00