Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2009-2014)

107. fundur 17. febrúar 2014 kl. 16:00 - 18:00 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Guðmundur Þór Valsson formaður
  • Björn Guðmundsson aðalmaður
  • Sigurður V Haraldsson aðalmaður
  • Reynir Þór Eyvindsson aðalmaður
  • Bergþór Helgason aðalmaður
  • Runólfur Sigurðsson byggingar- og skipulagsfulltrúi
  • Sigurður Páll Harðarson framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
  • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Fundargerð ritaði: Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Dagskrá

1.Aðalskipulagsbreyting Þjóðvegur 15/15A, hitaveitugeymir.

1402170

Skipulagslýsing kynnt og lögð fram.

Skipulagslýsingin tekur til ofangreindra lóða fyrir nýjan hitaveitugeymi. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framkomna skipulagslýsingu dags. 11. febrúar 2014 og leggur til að hún verði kynnt á opnum fundi sem haldinn verður í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, miðvikudaginn 26. feb. n.k. kl. 16:30.

2.Landsskipulagsstefna 2015-2026 - samráðsvettvangur

1401165

Skipulagsstofnun boðar til samráðsfundar þann 27. febrúar 2014 kl. 14:00 í húsnæði Símenntunar í Borgarnesi.

Lagt fram.

3.Breiðin - umhverfismál

1304196

Kynning á áframhaldandi vinnu við hönnun á Breið.

Íris Reynisdóttir garðyrkjustjóri fór yfir stöðu málsins. Verið er að skoða hvort þurfi að fara í skipulagsbreytingar miðað við þær hugmyndir sem liggja fyrir varðandi svæðið.

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00