Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2009-2014)

95. fundur 19. ágúst 2013 kl. 16:00 - 18:00 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Guðmundur Þór Valsson formaður
  • Magnús Freyr Ólafsson varaformaður
  • Sigurður V Haraldsson aðalmaður
  • Reynir Þór Eyvindsson aðalmaður
  • Bergþór Helgason aðalmaður
  • Runólfur Sigurðsson byggingar- og skipulagsfulltrúi
  • Sigurður Páll Harðarson framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdastofu
  • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Fundargerð ritaði: Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Dagskrá

1.Merkigerði 9, klæðning við kjallarainngang og innri breyting í kjallara.

1308055

Lagt fram til kynningar.

2.Smiðjuvellir 17, umsókn um að minnka efrihæð og innbyrðis breytinga.

1307056

Lagt fram til kynningar.

3.Garðaholt 3 - Byggðasafnið að Görðum, umsókn um að byggja eldsmiðju.

1207066

Lagt fram til kynningar.

4.Meistararéttindi

1308096

Umsókn Jakobs Ásmundssonar um heimild til að hafa umsjón með og bera ábyrgð á byggingarframkvæmdum innan lögsagnarumdæmis Akraness sem húsasmíðameistari.

Lagt fram til kynningar.

5.Frumvarpsdrög að bótaákvæðum skipulagslaga nr. 123/2010.

1308037

Bréf dags. 6. ágúst s.l. þar sem Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir athugasemdum vegna breytinga á 51. gr. skipulagslaga.

Lagt fram.

6.Aðalskipulag Akraness 2013 - 2025, endurskoðun.

1012111

Farið yfir þau atriði sem voru til umræðu í kjölfar fundar sem nefndin átti með bæjarfulltrúum um aðalskipulagsbreytinguna. Einnig farið yfir þau bréf og ábendingar sem komið hafa út frá kynningunni.

Byggingar- og skipulagsfulltrúa falið að ræða við skipulagshönnuð og skipulagsfulltrúa Faxaflóahafna, varðandi minnkun á landfyllingu hafnarsvæðisins. Haft verði að leiðarljósi að fylla ekki upp í Steinsvör og Skarfavör.

7.Deiliskipulag Akurshóls (Akursbraut 5).

1307062

Tölvupóstur Magnúsar Freys f.h. Kala ehf. dags. 15. ágúst s.l. um að endurskoða stærð húsanna, þ.e. að hámarksstærð verði 70m2 í stað 50m2.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið en bendir á að heildar byggingarmagn skal vera innan marka nýtingarhlutfalls lóðar. Byggingar- og skipulagsfulltrúa falið að láta lagfæra uppdrátt í samræmi við umræður á fundinum. Magnús Freyr vék af fundi meðan málið var rætt.

8.Krókatún framkvæmdarleyfi vegna endurbóta lagna í götunni.

1307089

Nefndin staðfestir framkvæmdaleyfið.

9.Hafnarbraut 2-4 - framkvæmdaleyfi vegna jarðstrengs

1307077

Nefndin staðfestir framkvæmdaleyfið.

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00