Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2009-2014)

46. fundur 18. apríl 2011 kl. 16:00 - 18:00 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Guðmundur Þór Valsson formaður
 • Magnús Freyr Ólafsson varaformaður
 • Magnús Guðmundsson aðalmaður
 • Bergþór Helgason aðalmaður
 • Þorvaldur Vestmann framkvæmdastjóri Skipulags- og umhverfisstofu
 • Guðný Jóna Ólafsdóttir fulltrúi deildarstjóra
Fundargerð ritaði: Guðný Ólafsdóttir
Dagskrá

1.Vorhreinsun 2011

1104074

Íris Reynisdóttir garðyrkjustjóri mætti á fundinn og gerði grein fyrir fyrirhugaðri vorhreinsun í bænum.

Skipulags- og umhverfisnefnd lýsir ánægju sinni með fyrirhugað hreinsunarátak í maímánuði sem verður meðal annars unnið í samstarfi við félagasamtök og íbúa.

2.Langisandur - útivistarsvæði.

1007074

Áframhald umfjöllunar um málið frá síðasta fundi.

Skipulags- og umhverfisnefnd fagnar frumkvæði einkaaðila við að byggja sólpall og vaðlaug sunnan við stúku knattspyrnuvallar við Langasand. Nefndin samþykkir að fyrirhuguð breyting á deiliskipulagi vegna framkvæmdarinnar við vaðlaug verði grenndarkynnt skv. 44 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Leggja þarf fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu og formlega umsókn sem nefndin getur tekið til afgreiðslu. Nefndin leggur jafnframt til að haldinn verði kynningarfundur fyrir íbúa Akraneskaupstaðar um framkvæmdina sem fyrst. Nefndin bendir á að gæta þarf að öryggismálum og fyrirkomulagi á daglegum rekstri mannvirkisins.

3.Byggingarskýrsla 2010

1104056

Drög að skýrslu byggingarfulltrúa vegna ársins 2010.

Drögin voru kynnt og verða tekin til frekari umfjöllunar á næsta fundi.

4.Markaðssetning lóða.

909072

Umfjöllun um nýja kynningu á lausum byggingarlóðum sem nú er birt á heimasíðu.

Nefndin fagnar framtakinu og leggur til að það verði kynnt sem víðast.

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00