Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2009-2014)

87. fundur 15. apríl 2013 kl. 16:00 - 18:35 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Guðmundur Þór Valsson formaður
 • Magnús Freyr Ólafsson varaformaður
 • Bergþór Helgason aðalmaður
 • Þorvaldur Vestmann framkvæmdastjóri Skipulags- og umhverfisstofu
 • Runólfur Sigurðsson byggingar- og skipulagsfulltrúi
 • Guðmundur Páll Jónsson varamaður
 • Reynir Þór Eyvindsson aðalmaður
 • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
 • Íris Reynisdóttir garðyrkjustjóri
Fundargerð ritaði: Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Dagskrá

1.Miðvogur, fyrirspurn um aðstöðu til leyfis fyrir kaffihúsi á svæðinu.

1304063

Fyrirspurn Ketils M. Björnsonar um hugmynd að rekstri á litlu kaffihúsi við Miðvog.

Skipulags- og umhverfisnefnd lítur jákvætt á erindið og felur byggingar- og skipulagsfulltrúa að afla frekari upplýsinga hjá bréfritara.

2.Deiliskipulag - Akratorg

1210163

Deiliskipulagsbreytingin var auglýst frá 21. feb. til 4. apríl s.l. Þrjár athugasemdir bárust.

Byggingar- og skipulagsfulltrúa falið að taka saman greinargerð vegna athugasemda og láta vinna skuggavarp af svæðinu.

3.Sólmundarhöfði 7 - deiliskipulagsbreyting

1303097

Áður frestað mál vegna breytinga á deiliskipulagi. Um er að ræða breytingu sem fellst í að skilgreina aldur eigenda 50 ára og eldri í stað 60 ára.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga.

4.Vorhreinsun 2013

1304078

Garðyrkjustjóri fór yfir skipulagningu á fyrirhuguðu vorhreinsunar- og fegrunarátaki í bænum. Stefnt er að því að hreinsunardagar verði 6. til 11. maí n.k.

5.Veitingastaður við Jaðarsbakka - kynning á hugmyndum

1303002

Kynntar framkomnar deiliskipulagshugmyndir.

Byggingar- og skipulagsfulltrúa falið að boða umsækjanda og skipulagshönnuð til viðræðna um tillöguna.

6.Umsókn um byggingu sjálfsafgreiðslustöðvar

1303001

Vísun frá byggingar- og skipulagsfulltrúa vegna umsóknar Atlantsolíu um byggingu sjálfsafgreiðslustöðvar að Garðabraut 1

Framkvæmdastjóra og byggingar- og skipulagsfulltrúa falið að ræða við Vegagerðina um tillögu Atlantsolíu.

7.Breyting á reiðvelli Dreyra

1304095

Breytingar á beinu keppnisbrautinni kynnt.

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við tillöguna.

8.Mat á umhverfisáhrifum - málþing 24. apríl 2012

1204059

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 18:35.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00