Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2009-2014)

67. fundur 14. maí 2012 kl. 16:00 - 18:35 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Guðmundur Þór Valsson formaður
 • Magnús Freyr Ólafsson varaformaður
 • Bergþór Helgason aðalmaður
 • Sigurður V Haraldsson aðalmaður
 • Þorvaldur Vestmann framkvæmdastjóri Skipulags- og umhverfisstofu
 • Runólfur Sigurðsson byggingar- og skipulagsfulltrúi
 • Reynir Þór Eyvindsson varamaður
 • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Fundargerð ritaði: Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Dagskrá

1.Hagaflöt 10, innbyrðis breytingar og breyttur eigandi

1205044

Afgreiðsla til kynningar.

Lagt fram.

2.Vogabraut 4 umsókn um merkingar á sumarhóteli

1205070

Afgreiðsla til kynningar.

Lagt fram.

3.Kalmansvellir 6 umsókn um viðbyggingu

1205074

Afgreiðsla til kynningar.

Lagt fram.

4.Grenjar - hafnarsvæði, deiliskipulag

1202219

Ákvörðun um tímasetningu fyrir kynningarfund um skipulagið.

Ákveðið er að halda kynningarfund þann 30. maí n.k. kl. 20:00.

5.Deiliskipulag - Grófurðunar- og vélhjólasvæði

1205064

Gerð deiliskipulags vegna starfsleyfis á grófurðunnarstað. Einnig hvort eigi að taka vélhjóasvæðið með. Kynning á verkefninu og ákvörðun um umfang og stærðarmörkun deiliskipulagssvæðis.

Nefndin samþykkir að láta vinna tillögu að deiliskipulagi af grófurðunar- og vélhjólasvæðinu.

6.Jörundarholt - stórbílastæði

1204038

Á fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 30. apríl 2012. var m.a. fjallað um tölvupóst frá íbúum í fremra Jörundarholti dags. 10. apríl s.l.
Nefndin bauð bréfritara til viðræðna á fund nefndarinnar.

Ingunn Þóra Ríkharðsdóttir og Elís Þór Sigurðsson mættu á fundinn fyrir hönd íbúa í grennd við stórbílastæðið í Jörundarholti. Óskuðu þau eftir að stórbílastæðinu væri lokað, græna svæðið stækkað og gengið væri frá bílastæði fyrir fólksbíla. Skipulags- og umhverfisnefnd tekur jákvætt í erindið og felur og byggingar- og skipulagsfulltrúa að skoða með hvaða hætti koma megi skipulagsbreytingunni í framkvæmd. Jafnframt bendir nefndin á að nauðsynlegt sé að koma upp hentugu stórbílastæði innan bæjarmarkanna.

7.Umhverfisverðlaun Akraneskaupstaðar 2012

1205089

Garðyrkjustjóri lagði frem eftirfarandi tillögu um fyrirkomulag umhverfisverðlauna fyrir árið 2012.
1. Fallegasta götumyndin
2. Fallegasta einkalóðin.
3. Fallegasta fjölbýlishúsalóðin.
4. Snyrtilegasta lóð við atvinnuhúsnæði.
5. Einstaklingur eða félagasamtök sem hafa lagt
sitt af mörkum við að fegra umhverfið

Skipulags- og umhverfisnefnd fellst á tillögu garðyrkjustjóra og felur honum að auglýsa eftir tillögum sem allra fyrst.

8.Efnistaka á Langasandi 2012

1205088

Beiðni garðyrkjustjóra um heimild til efnistöku á Langasandi við bryggju Sementsverksmiðjunnar.

Skipulags- og umhverfisnefnd fellst á erindið.

Fundi slitið - kl. 18:35.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00