Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2009-2014)

112. fundur 12. maí 2014 kl. 16:00 - 16:50 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Guðmundur Þór Valsson formaður
 • Sigurður V Haraldsson aðalmaður
 • Bergþór Helgason aðalmaður
 • Sigurður Páll Harðarson framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
 • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Fundargerð ritaði: Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Dagskrá

1.Deiliskipulagsbreyting Grenja, Bakkatún 30

1405038

Erindi Skagans um stækkun byggingarreits.

Skipulags- og umhverfisnefnd tekur jákvætt í erindið og leggur til við bæjarstjórn að heimila umsækjanda að leggja fram deiliskipulagsbreytingu samkvæmt 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Aðalskipulagsbreyting - Kirkjuhvoll (Merkigerði 7) og Vesturgata 101.

1312129

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi á lóðunum Merkigerði 7 (Kirkjuhvols) og Vesturgötu 101 var auglýst frá 27. mars til og með 11. maí. 2014. Engar athugasemdir bárust.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagstillagan verði samþykkt samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun.

3.Aðalskipulagsbreyting vegna Þjóðvegar 15/15A, hitaveitugeymir OR.

1402170

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Þjóðvegar 15/15A var auglýst samkvæmt frá 27. mars til og með 8. maí 2014. Engar athugasemdir bárust.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagstillagan verði samþykkt samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun.

4.Deiliskipulag, Miðvogslækjarsvæði, Þjóðvegur 15/15A.

1402171

Tillaga að deiliskipulagi Miðvogslækjarsvæðis vegna Þjóðvegar 15/15A, var auglýst frá og með 27. mars til og með 8. maí 2014. Engar athugasemdir bárust.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt samkvæmt 2. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

5.Grenigrund 7, umsókn um stækkun bílgeymslu og breytingar innbyrðis

1403115

Grenndarkynningu lauk 29. apríl 2014, engar athugasemdir bárust.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að grenndarkynning verði lokið í samræmi 44 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Fundi slitið - kl. 16:50.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00