Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2009-2014)

60. fundur 19. desember 2011 kl. 16:00 - 17:30 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Guðmundur Þór Valsson formaður
  • Magnús Freyr Ólafsson varaformaður
  • Magnús Guðmundsson aðalmaður
  • Bergþór Helgason aðalmaður
  • Sigurður V Haraldsson aðalmaður
  • Þorvaldur Vestmann framkvæmdastjóri Skipulags- og umhverfisstofu
  • Runólfur Sigurðsson byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Runólfur Þ. Sigurðsson Byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Ægisbraut 15 - fyrirspurn

1112059

Fyrirspurn um hugsanlega breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 15 við Ægisbraut.

Skipulags- og umhverfisnefnd tekur jákvætt í erindið og heimilar hlutaðeigandi að fara í deiliskipulagsbreytingar á svæðinu í samráði við Skipulags- og umhverfisstofu.

2.Kirkjubraut 46 - breyting á lóð

1111097

Tillögur frá MHÓl. til kynningar.

Skipulags- og umhverfisnefnd fór yfir framlagðar hugmyndir um hæð og ásýnd viðbyggingar. Framkvæmdastjóra falið að ræða við umsækjanda.

3.Skipulagsreglugerð - umsögn

1107063

Kynning á umsögn Sambands ísl. sveitarfélaga.

Framkvæmdarstjóri kynnti nefndinni umsögn sem Samband íslenskra sveitarfélaga sendi frá sér.

4.Fyrirspurn frá Á stofunni ehf um áætlaðar breytingar á Sólmundarhöfða 7

1110263

Minnisblað vegna stöðu byggingarinnar á Sólmundarhöfða 7.

Framkvæmdastjóri gerði nefndinni grein fyrir minnisblaði sem borist hefur frá VSÓ ráðgjöf vegna íbúða sem Reginn ehf ráðgerir að byggja á Sólmundarhöfða 7.

Nefndin vill taka skýrt fram að henni er fullkomlega ljóst að ákvörðun um íbúðastærðir er á ábyrgð og á valdi framkvæmdaaðila .

Að öðru leiti ítrekar skipulags- og umhverfisnefnd fyrri bókun sína þann 31.10.2011 og að fylgt sé gildandi deiliskipulagi varðandi bílastæði, bílakjallara og fl.

5.Garðabraut 4-6 umsókn um viðbyggingu

1112035

Vísun frá byggingarfulltrúa, þar sem umrædd fasteign er á óskipulögðu svæði. Óskað er álits nefndarinnar um skipulagsmálsmeðferð.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að framkvæmdin fari í grenndarkynningu samkvæmt 44 gr. skipulagslaga 123/2010. Grenndarkynnt skal fyrir eigendum fasteigna að Höfðabraut 1 og 3. Samþykki meðeigenda hússins liggur þegar fyrir.

6.Fjárhagsáætlun 2012 - Skipulags- og umhverfisstofa

1110098

Tillaga varðandi skipulagsverkefni - lögð fram við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun 2012.

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 17:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00