Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2009-2014)

48. fundur 16. maí 2011 kl. 16:00 - 17:15 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Guðmundur Þór Valsson formaður
  • Magnús Freyr Ólafsson varaformaður
  • Magnús Guðmundsson aðalmaður
  • Bergþór Helgason aðalmaður
  • Þorvaldur Vestmann framkvæmdastjóri Skipulags- og umhverfisstofu
  • Runólfur Sigurðsson byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Runólfur Þór Sigurðsson Byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Samráðsfundur Skipulagsstofnunar og sveitarfélaga

1104006

Samráðsfundur Skipulagsstofnunar og sveitarfélaga verður haldinn 19. og 20. maí 2011

Búið er að fresta samráðsfundi til hausts, og verður málið tekið aftur á dagskrá þegar dagsetning liggur fyrir.

2.Langisandur - útivistarsvæði.

1007074

Til umfjöllun liggur fyrir tillaga að breytingu á gildandi deiliskipulagi. Samkvæmt tillögunni er skilgreindur byggingarreitur vestan áhorfendastúku við knattspyrnuvöll þar sem gert er ráð fyrir að heimilt verði að byggja vaðlaug, timburpall, gæsluskúr og skýli yfir vaðlaugina.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að tillagan verði grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir rekstraraðilum þeirra mannvirkja sem á svæðinu eru þ.e. Akraneskaupstað og KFÍA.

Jafnframt er ákveðið að auglýstur verði opinn kynningarfundur eigi síðar en mánudaginn 23. maí n.k.

3.Umsókn um lóð

1105034

Bréfritari óskar eftir lóð eða svæði til byggingar á tilraunahúsi.

Skipulags og umhverfisnefnd telur að ekki sé til hentugt svæði á vegum bæjarfélagsins sem uppfylli þarfir umsækjanda. Nefndin leggur því til við bæjarráð að umsókninni verði hafnað.

4.Viðjuskógar 8,10,12,14,16 og 18 - deiliskipulagsbreyting á Skógahverfi I. áfanga

1104152

Afgreiðslu málsins var frestað á síðasta fundi nefndarinnar.

Skipulags og umhverfirnefnd getur fallist á að heimila breytingu á gildandi deiliskipulagi á þann veg að á lóðunum verði einnar hæðar hús í stað tveggja. Framkvæmdarstjóra falið að koma skilyrðum vegna breytingana á framfæri við umsækjanda sem byggja á áliti hönnuða deiliskipulagssins frá 16.05. 2011.

5.Heiðarbraut 40, breytt deiliskipulag

1105061

Breyting á deiliskipulagi stofnanareits var til umfjöllunar hjá bæjaryfirvöldum í okt. árið 2009.

Um var að ræða breytingu á skipulagi lóðar nr. 40 við Heiðarbraut. Vegna tafa við málsmeðferð er talið nauðsynlegt að skipulagið verði auglýst að nýju þannig að enginn vafi leiki á gildi hins breytta skipulags.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur því til við bæjarstjórn að skipulagið verði auglýst að nýju skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Fundi slitið - kl. 17:15.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00