Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2009-2014)

56. fundur 10. október 2011 kl. 16:00 - 18:00 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Guðmundur Þór Valsson formaður
 • Magnús Freyr Ólafsson varaformaður
 • Magnús Guðmundsson aðalmaður
 • Bergþór Helgason aðalmaður
 • Þorvaldur Vestmann framkvæmdastjóri Skipulags- og umhverfisstofu
 • Runólfur Sigurðsson byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Runólfur Þ. Sigurðsson Byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Endurskoðun aðal- og deiliskipulags á Akranesi

1012111

Áframhaldandi umfjöllun um verkefnislýsingu.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir áætlunina og vísar henni til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

2.Akratorg - deiliskipulag

1103106

Umfjöllun um fyrirliggjandi tillögu

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst samkvæmt 43 gr. laga nr. 123/2010. Framkvæmdarstjóra er falið að gera nokkrar lagfæringar á uppdrætti þar sem nokkur tími er liðinn frá því að tillagan var tekin á dagskrá fyrst.

3.Heiðarbraut 40, breytt deiliskipulag

1105061

Niðurstöður kynningarfundar og afgreiðsla

Framkvæmdastjóri lagði fram greinagerð þar sem fjallað er um þær athugasemdir sem borist hafa. Niðurstaða hans er sú að fram komnar athugasemdir gefi ekki tilefni til að gera breytingar á deiliskipulagstillögunni.

Skipulags- og umhverfisnefnd er sammála greinagerð framkvæmdarstjóra og leggur til við bæjarráð og bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt.

4.Gamli vitinn - endurbætur

1110145

Framkvæmdastjóri kynnti nefndarmönnum að unnið sé að úttekt á ástandi og kostnaðarmati nauðsynlegra viðgerða á gamla vitanum.

Jafnframt er verið að kanna hvaða möguleikar séu á að fá styrki til endurbóta.

5.Umhverfisstefna Akraneskaupstaðar

1102045

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarráð að fjölgað verði í starfshópi um endurskoðun umhverfisstefnu Akraneskaupstaðar um einn fulltrúa og að garðyrkjustjóri kaupstaðarins skipi það sæti.

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00