Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2009-2014)

69. fundur 18. júní 2012 kl. 16:00 - 18:15 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Magnús Freyr Ólafsson varaformaður
 • Magnús Guðmundsson aðalmaður
 • Bergþór Helgason aðalmaður
 • Sigurður V Haraldsson aðalmaður
 • Þorvaldur Vestmann framkvæmdastjóri Skipulags- og umhverfisstofu
 • Runólfur Sigurðsson byggingar- og skipulagsfulltrúi
 • Björn Guðmundsson varamaður
 • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Fundargerð ritaði: Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Dagskrá

1.Smiðjuvellir 26 umsókn um breytiingu á gluggum og hurðum á austurgafli og framhlið.

1206046

Afgreiðsla til kynningar

Lagt fram.

2.Ægisbraut 9 umsókn um búseturétt í húsinu tímabundið.

1206047

Afgreiðsla til kynningar, hafnað.

Lagt fram.

3.Kirkjubraut 54-56, umsókn um að opna milli rýma 0101 og 0102.

1206072

Afgreiðsla til kynningar.

Lagt fram.

4.Merkigerði 9, umsókn um að klæða húsið

1205159

Afgreiðsla til kynningar

Lagt fram.

5.Hagaflöt 9 og 11 - aðkeyrsla

1206022

Nefndin tekur jákvætt í erindið og felur byggingar- og skipulagsfulltrúa að afla frekari upplýsinga um málið.

6.Sunnubraut 30, beiðni um lóðarskika.

1206039

Engin ákvörðun hefur verið tekin um að breyta lóðamörkum á svæðinu til samræmis við deiliskipulagið.

Í gildi er samningur við húseiganda að Suðurgötu 117 um að umræddur lóðarskiki verði í umhirðu viðkomandi og er því ekki hægt að verða við erindinu að sinni.

7.Vesturgata 113b - stækkun lóðar og deiliskipulagsbreyting

1010002

Deiliskipulagstillaga frá hönnuði til afgreiðslu

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að við bæjarstjórn að skipulagsbreytingin verði grenndarkynnt samkvæmt 2. mgr. 44. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verði fyrir húsum við Vesturgötu 109, 111, 111B, 113, 115, 115B og 117.

8.Tjaldsvæðið í Kalmansvík

810044

Breytt og endurskoðuð deiliskipulagsbreyting til afgreiðslu.

Írisi Reynisdóttir mætti á fundinn og kynnt skipulagið. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin leggur einnig til að haldinn verði kynningarfundur síðari hluta ágústmánaðar, sem auglýstur verður síðar.

9.Brekkubæjarskóli, umhverfisteymi - flokkun úrgangs

1201173

Bréf frá umhverfisteymi Brekkubæjarskóla varðandi hvort til standi að taka upp flokkun á lífrænu sorpi hér í bænum.

Engin ákvörðun liggur fyrir af hálfu bæjarstjórnar um frekari flokkun sorps en nú er gert. Verið er að vinna að endurskoðun umhverfisstefnu Akraneskaupstaðar.

10.Efnistaka, framkvæmdaleyfi og mat á umhverfisáhrifum

1206066

Sameiginlegt bréf umhverfisstofnunnar og skipulagstofnunnar, um lagaákvæði sem varða efnistökur, framkvæmdarleyfi og mat á umhverfisáhrifum.

Lagt fram.

11.Brúarflöt 2B - mótmæli breytingu

1203010

Byggingar- og skipulagsfulltrúi gerði grein fyrir þeim ágreiningi sem uppi er um húsnúmer á Brúarflöt 2. Nefndin staðfestir ákvörðun byggingar- og skipulagsfulltrúa um númer hússins verði 2A og 2B við Brúarflöt.

12.Þjóðvegur 509, ásýnd aðkomu.

1206137

Skipulags- og umhverfisnefnd fagnar því átaki sem nú er unnið að við að planta trjám og fegra aðkomu bæjarins. Vegna þessa átaks óskar nefndin eftir því að garðyrkjustjóri vinni að því að gamlar heyrúllur og plast sem blasir við þegar ekið er inn í bæinn verði fjarlægt í samráði við hlutaðeigandi.

Fundi slitið - kl. 18:15.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00