Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2009-2014)

38. fundur 10. janúar 2011 kl. 16:00 - 17:45 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Guðmundur Þór Valsson formaður
  • Magnús Freyr Ólafsson varaformaður
  • Magnús Guðmundsson aðalmaður
  • Bergþór Helgason aðalmaður
  • Þorvaldur Vestmann framkvæmdastjóri Skipulags- og umhverfisstofu
  • Runólfur Sigurðsson byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Runólfur Sigurðsson byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Smáraflöt 12 umsókn um að byggja leiksvæði með yfirb sandkassa, lækkun húss

1012088

Umsókn Ingólfs Hafsteinssonar um breytingar á áður innsendu máli þar sem hann ítrekar umsókn um byggingu leiksvæðis á lóð sinni, með þeirri breytingu að hann lækkar barnaleikhús niður að sandkassa sem þar er undir.
Gjöld kr. 12.252,--
Bókun byggingarfulltrúa:
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 20.12.2010

Lagt fram

2.Ægisbraut 17 umsókn um reisa geymsluskýli á lóðinni

1101020

Umsókn Guðjóns H. Guðmundssonar f.h. Steðja ehf um heimild til að reisa geymsluskýli á lóð inni í stað gáma sem áður voru notaðir. Stærð skýlissins er 7,5m x 11,5m úr timbri og stálstoðum. Staðsetning skýlis er samkvæmt meðfylgjandi rissi á afstöðumynd.
Gjöld kr. 12.246,--
Bókun byggingarfulltrúa:
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 04.01.2011
Skriflegt framkvæmdaleyfi verður gefið út þegar:
1. Ofangreind gjöld eru greidd

Lagt fram

3.Endurskoðun aðal- og deiliskipulags á Akranesi

1012111

Verkefnalisti ársins 2011 - forgangsröðun

Vísað er í fund nr. 33 frá 25. okt. 2010, dagskr.lið 8 þar sem bókaðar eru tillögur nefndarinnar til bæjarstjórnar um verkefni ársins 2011.

Í ljósi þeirrar fjárhæðar sem ákveðið hefur verið að verja til skipulagsverkefna á árinu 2011 ákveður nefndin að ráðist verði í eftirtalin verkefni.

- Endurskoðun aðalskipulags 1.500.000,-

- Akratorg deiliskipulag 1.500.000,-

- Breið deiliskipulag 2.500.000,-

- Óskilgreind verkefni 457.000,-

- Samtals 5.957.000,-

Nefndin bendir á að óverulegir fjármunir eru áætlaðir til óskilgreindra verkefna.

4.Frístundagarðar - skipulag.

1008117

Lögð fram frumáætlun um kostnað við gerð "frístundagarða"

Fyrir liggur kostnaðaráætlun sem byggir á drögum um verkefnið sem framkvæmdastjóri Skipulagsstofu hefur unnið. Áætlunin er unnin annars vegar af OR vegna þeirra verkþátta sem lúta að dreyfingu vatns og rafmagns og hins vegar af Framkvæmdastofu vegna þeirra þátta sem snúa að gatnagerð o.þ.h.

Heildarkostnaður er áætlaður tæpl. 14,0 millj. eða um 1,0 millj. pr. lóðaskika.

Nefndin ákveður að senda greinagerðina ásamt kostnaðaráætlun til bæjarráðs til frekari umfjöllunar.

5.Námskeið um skipulagsmál

1101028

Kynning á námskeiði á vegum Skipulagsstofnunar og Sambands ísl. sveitarfélaga

Samband ísl. sveitarfélaga og Skipulagsstofnun hafa ákveðið að gangast fyrir námskeiði um skipulagsmál fyrir kjörna fulltrúa í sveitarstjórnum og skipulagsnefndum þ. 20. jan. n.k. Lagt er til að nefndarmenn sæki námskeiðið hafi þeir tök á því.

6.Ársfundur Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefndar sveitarfélaga árið 2010.

1009122

Kynning á niðurstöðum úr hópavinnu á ársfundi 2010

Lagt fram

7.Fundartími skipulags- og umhverfisnefndar.

1010201

Lögð fram fundaáætlun fyrir árið 2011

Lagt fram

Fundi slitið - kl. 17:45.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00