Fara í efni  

Skipulags- og byggingarnefnd (2006-2008)

63. fundur 16. september 2008 kl. 16:00 - 18:00

63. fundur skipulags- og byggingarnefndar, haldinn í fundarherbergi, Dalbraut 8, þriðjudaginn 16. september 2008 og hófst hann kl. 16.00.

_____________________________________________________________

Fundinn sátu:

Bergþór Helgason, formaður

Björn Guðmundsson, aðalmaður

Guðmundur Magnússon, aðalmaður

Helga Kristín Haug Jónsdóttir, aðalmaður

Magnús Guðmundsson, aðalmaður

Haraldur Helgason, áheyrnarfulltrúi

Þorvaldur Vestmann, sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs

Runólfur Þór Sigurðsson, byggingarfulltrúi

Guðný J. Ólafsdóttir, starfsmaður tækni- og umhverfissviðs

 

Fundargerð ritaði:  Guðný Ólafsdóttir

_____________________________________________________________ 

Fyrir tekið:

Byggingarmál:

1.  0809031 - Brekkubraut 19, umsókn um að breyta glugga og setja svalahurð við hliðina
Umsókn Ingunnar Viðarsdóttur um heimild til að breyta glugga og setja svalahurð við hlið hans samkvæmt meðfylgjandi rissi.
Erindið hefur verið afgreitt af byggingarfulltrúa samkvæmt samþykkt um embættisafgreiðslur byggingarfulltrúans á Akranesi nr. 842/2000.
Bókun byggingarfulltrúa:
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann  09.09.2008
Lagt fram.

2.  0809030 - Ægisbraut 1-7 Stöðuleyfi fyrir gám
Umsókn Þráins Ólafssona f.h. Trésmiðjunnar Bakka ehf um stöðuleyfi fyrir geymslugám á lóð Ægisbraut 1-7 þar sem Trésmiðjan Bakki ehf er með aðstöðu. 
Erindið hefur verið afgreitt af byggingarfulltrúa samkvæmt samþykkt um embættisafgreiðslur byggingarfulltrúans á Akranesi nr. 842/2000.
Bókun byggingarfulltrúa:
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann  09.09.2008
Stöðuleyfið gildir til 30.09.2009
Staðsetnings gáms skal vera vestanvert við innkeyrsluhlið og við girðingu.
Lagt fram.

3.  0809029 - Álfalundur 1. Umsókn um byggingu smádreifistöðvar
Umsókn Ara Arthúrssonar kt. 120348-2489 f.h. Orkuveitu Reykjavíkur  um heimild til að reisa smádreifistöð samkvæmt aðaluppdráttum Ferdinands Alfreðssonar arkitekts. Byggingin er steinsteypt.
Stærðir:        5m2 og 13,2m3
Erindið hefur verið afgreitt af byggingarfulltrúa samkvæmt samþykkt um embættisafgreiðslur byggingarfulltrúans á Akranesi nr. 842/2000.
Bókun byggingarfulltrúa:
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 09.09.2008
Lagt fram.

4.  0809027 - Dalbraut 1, byggingarleyfi fyrir viðbyggingu
Umsókn Elínar G. Gunnlaugsdóttur kt. 011264-3449 f.h. Virkjunnar ehf um heimild til að byggja viðbyggingu við rými 0101 í vestur, samkvæmt aðaluppdráttum Elínar G. Gunnlaugsdóttur arkitekts. Rými þetta er ætlað undir bóka- og skjalasafn.
Stærð viðbyggingar er 784,9m2 og 3346,0m3
Erindið hefur verið afgreitt af byggingarfulltrúa samkvæmt samþykkt um embættisafgreiðslur byggingarfulltrúans á Akranesi nr. 842/2000.
Bókun byggingarfulltrúa:
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 09.09.2008
Lagt fram.

Skipulagsmál: 

5.  0809035 - Húsakönnun
Guðmundur Lúther Hafsteinsson arkitekt kynnti stöðu á vinnu við könnunina.
Árni Ólafsson arkitekt og Hrund Skarphéðinsdóttir verkfræðingur mættu á fundinn ásamt samráðsnefnd um húsakönnun.

6.  0809037 - Kirkjubraut - deiliskipulag
Árni Ólafsson arkitekt og Hrund Skarphéðinsdóttir verkfræðingur mættu á fundinn.
Áframhald á vinnu við skipulag Kirkjubrautar skipulögð.

7.  0804173 - Skógahverfi 3. áfangi - deiliskipulag
Árni Ólafsson arkitekt og Hrund Skarphéðinsdóttir verkfræðingur mættu á fundinn.
Áframhaldandi vinna við 3. áfanga Skógahverfis skipulögð.

8.  0801023 - Aðalskipulag - endurskoðun
Árni Ólafsson arkitekt og Hrund Skarphéðinsdóttir verkfræðingur mættu á fundinn.
Vinna við endurskoðun á aðalskipulagi rædd.

9.  0809028 - Vesturgata 51 (Vindhæli) - niðurrif/flutningur
Erindi bæjarritara þar sem hann óskar eftir að fá að auglýsa húsið við Vesturgötu 51 til niðurrifs eða flutnings.
Skipulags- og byggingarnefnd felur sviðsstjóra að óska umsagnar húsafriðunarnefndar í samræmi við lög um húsafriðun.

10. 0808008 - Mánabraut 11 - færa eignarhluta yfir á Mánabraut 9
Umsækjandi biður um rökstuðning fyrir synjun nefndarinnar.
Skipulags- og byggingarnefnd felur sviðsstjóra að vinna tillögu að svari.

11. 0809036 - Stórbílastæði
Tillaga sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs um að opna stórbílastæði á lóðinni númer 13 við Hafnarbraut.
Skipulags- og byggingarnefnd felst á að umrædd lóð verði tímabundið tekin undir stórbílastæði. Nefndin leggur áherslu á að lóðin verði malbikuð, girt og komið verði fyrir lýsingu á svæðinu.

12. 0809047 - Flóahverfi - umferðamál, biðskylda
Tillaga tækni- og umhverfissviðs um að setja upp og auglýsa biðskyldu við útafakstur frá Flóahverfi inná Akrafjallsvegi nr. 51.
Nefndin leggur til að sett verði biðskylda á gatnamót Nesflóa og Selflóa gagnvart umferð á Þjóðvegi númer 51.

Fleira ekki gert,  fundi slitið kl.   19.00

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00