Fara í efni  

Skipulags- og byggingarnefnd (2006-2008)

45. fundur 20. desember 2007 kl. 18:00 - 20:00

45. fundur skipulags- og byggingarnefndar Akraness haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs Dalbraut 8, fimmtudaginn 20. desember 2007 kl. 18:00.

______________________________________________________

 

Mætt á fundi:           

Sæmundur Víglundsson formaður

Magnús Guðmundsson

Helga Jónsdóttir

Bergþór Helgason

Björn Guðmundsson

Auk þeirra voru mætt:

Þorvaldur Vestmann sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs

Runólfur Þór Sigurðsson byggingarfulltrúi

Guðný J. Ólafsdóttir sem ritaði fundargerð

 _____________________________________________________________

 

Byggingarmál

 

1.

Seljuskógar 20, Nýtt einbýlishús

(001.637.22)

Mál nr. SB070207

 

111066-3889 Þórgunnur Stefánsdóttir, Háholt 31, 300 Akranesi

Umsókn Halldórs Stefánssonar  f.h.  Þórgunnar Stefánsdóttur um heimild til að byggja einbýlishús á lóðinni samkvæmt aðaluppdráttum Bjarna Vésteinssonar byggingafræðings

Stærðir:  

Íbúð :             150,0m2 og 413,4 m3

Bílgeymsla:  29,0m2  og   79,9m3

Gjöld:  4.562.395,-kr.

Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 05.12.2007

 

 

2.

Beykiskógar 10, minnkun á raðhúsi

(001.634.11)

Mál nr. SB070045

 

410169-4019 Trésmiðjan Akur ehf, Pósthólf 11, 302 Akranes

Umsókn Halldórs Stefánssonar  f.h. Trésmiðjunnar Akurs  ehf um heimild til að breyta áður samþykktu raðhúsi og minnka það  samkvæmt meðfylgjandi aðaluppdráttum Bjarna Vésteinssonar byggingarfræðings. Um er að ræða minnkun bæði á íbúð og bílgeymslu

Minnkun íbúðarhúss:      -2,8 m2    og verður 121,4m2 og 346,1m3

Minnkun bílgeymsla:       -5,4 m2   og verður    26,4m2  og  75,3m3

Endurgreidd gjöld  kr.:  -57.495,-

Samþykkt af byggingarfulltrúa þann  14.12.2007

 

 

3.

Beykiskógar 12, minnkun á raðhúsi

(001.634.12)

Mál nr. SB070046

 

410169-4019 Trésmiðjan Akur ehf, Pósthólf 11, 302 Akranes

Umsókn Halldórs Stefánssonar  f.h. Trésmiðjunnar Akurs  ehf um heimild til að breyta áður samþykktu raðhúsi og minnka það  samkvæmt meðfylgjandi aðaluppdráttum Bjarna Vésteinssonar byggingarfræðings. Um er að ræða minnkun bæði á íbúð og bílgeymslu

Minnkun íbúðarhúss:      -2,8 m2    og verður 121,4m2 og 345,2m3

Minnkun bílgeymsla:       -5,4 m2   og verður    26,4m2  og  75,3m3

Endurgreidd gjöld  kr.:  -57.495,-

Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 14.12.2007

 

 

4.

Beykiskógar 14, minnkun á raðhúsi

(001.634.13)

Mál nr. SB070047

 

410169-4019 Trésmiðjan Akur ehf, Pósthólf 11, 302 Akranes

Umsókn Halldórs Stefánssonar  f.h. Trésmiðjunnar Akurs  ehf um heimild til að breyta áður samþykktu raðhúsi og minnka það  samkvæmt meðfylgjandi aðaluppdráttum Bjarna Vésteinssonar byggingarfræðings. Um er að ræða minnkun bæði á íbúð og bílgeymslu

Minnkun íbúðarhúss:      -2,8 m2    og verður 121,4m2 og 345,2m3

Minnkun bílgeymsla:       -5,4 m2   og verður    26,4m2  og  75,3m3

Endurgreidd gjöld  kr.:  -57.495,-

Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 14.12.2007

 

 

5.

Beykiskógar 16, minnkun á raðhúsi

(001.634.14)

Mál nr. SB070048

 

410169-4019 Trésmiðjan Akur ehf, Pósthólf 11, 302 Akranes

Umsókn Halldórs Stefánssonar  f.h. Trésmiðjunnar Akurs  ehf um heimild til að breyta áður samþykktu raðhúsi og minnka það  samkvæmt meðfylgjandi aðaluppdráttum Bjarna Vésteinssonar byggingarfræðings. Um er að ræða minnkun bæði á íbúð og bílgeymslu

Minnkun íbúðarhúss:      -2,8 m2    og verður 121,4m2 og 345,2m3

Minnkun bílgeymsla:       -5,4 m2   og verður    26,4m2  og  75,3m3

Endurgreidd gjöld  kr.:  -57.495,-

Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 14.12.2007

 

 

6.

Eikarskógar 9, stækkun á  einbýlishúsi

(001.637.07)

Mál nr. SB060152

 

291261-5909 Halldór Stefánsson, Jörundarholt 121, 300 Akranesi

Umsókn Haldórs Stefánssonar um heimild til þess að reisa einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu samkvæmt  meðfylgjandi uppdráttum Bjarna Vésteinssonar byggingafræðings.

Stærðir húss 33,3 m2  og verður   431,6 m3

bílgeymsla      16,7 m2 og verður    85,2 m3

Gjöld kr.: 794.150 ,-

Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 14. 12.2007

 

 

7.

Meistararéttindi, Málarameistari

 

Mál nr. SB070209

 

240845-3509 Guðjón Guðmundsson, Bjarkargrund 15, 300 Akranesi

Umsókn Guðjóns Guðmundssonar um heimild til þess að hafa umsjón með og bera ábyrgð á byggingarframkvæmdum innan lögsagnarumdæmis Akraness sem málarameistari.

Meðfylgjandi:  Meistarabréf, útgefið 19.12. 1979

Gjöld: 9.158,-kr.

Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 14.12.2007

 

 

Skipulagsmál

 

 

8.

Esjubraut 49, Fyrirspurn um þvottastöð

(000.544.01)

Mál nr. SB070210

 

621191-1449 Tölvuþjónustan SecurStore ehf, Esjubraut 49, 300 Akranesi

Fyrirspurn Eiríks Þ. Eiríkssonar f.h. Tölvuþjónustunnar Secure store ehf um  álit skipulags- og byggingarnefndar á að setja niður bílaþvottastöð á lóðinni samkv. meðfylgjandi uppkasti.

Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið en leggur áherslu á að skoða þarf vel akstursleiðir inn og útaf lóðinni.

 

 

9.

Garðabraut 1, breyting á deiliskipulagi.

 

Mál nr. SB070180

 

620302-3840 Cura ehf, Ljósuvík 10, 112 Reykjavík

700189-2369 Trésmiðja Snorra Hjaltason hf, Kirkjustétt 2-6, 113 Reykjavík

Skuggavarp af Garðabraut 1 og nágrenni skv. umbeðnu byggingarmagni lagt fram á fundinum.

Skipulags- og byggingarnefnd getur ekki fallist á 8. hæða byggingu á lóðinni. Lögð er áhersla á að hugsanlegt fjölbýlishús verði ekki hærra en 4 hæðir m.a. vegna aðliggjandi byggðar og eftir skoðun nefndarinnar á skuggavarpi.

Nefndin áréttar einnig að staðsetning lóðarinnar kallar á sérstaka skoðun á umferð og staðsetningu húss á lóðinni.

 

 

10.

Hótel/golfvöllur, aðalskipulagsbreyting

 

Mál nr. SB070066

 

200263-2199 Guðmundur Egill Ragnarsson, Jörundarholt 42, 300 Akranesi

030163-3899 Guðjón Theódórsson, Heiðarbraut 55, 300 Akranesi

200373-5109 Ragnar Már Ragnarsson, Skógarflöt 17, 300 Akranesi

Breytingin var auglýst skv. 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

Athugasemdafrestur rann út 13. desember 2007.

Engar athugasemdir bárust.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt.

 

 

11.

Álfalundur 2-4, fyrirspurn

 

Mál nr. SB070211

 

040771-5579 Guðjón Guðmundsson, Vesturgata 149, 300 Akranesi

Fyrirspurn lóðahafa við Álfalund 2-4 um að fá að breyta byggingarskilmálum lóðarinnar þannig að byggja megi parhús á einni hæð í stað tveggja.

Skipulags- og byggingarnefnd getur ekki orðið við erindinu.

 

 

12.

Æðaroddi, umsögn

 

Mál nr. SB070212

 

010261-2609 Ellert Björnsson, Akrakot 2, 301 Akranes

Bréf bæjarráðs  dags. 3.12.2007 þar sem óskað er umsagnar nefndarinnar vegna fyrirspurnar Jóns Árnasonar f.h. Ellerts Björnssonar Akrakoti um að fá 3 lóðir í Æðarodda undir byggingar tveggja hesthúsa og reiðskemmu  á milli þeirra.

Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið en bendir á að gera þarf breytingar á deiliskipulagi vegna hugmynda umsækjenda. Nefndin bendir einnig á að breytt deiliskipulag Æðarodda er í auglýsingu skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997.

 

 

13.

Háholt 26, Stækkun húss og bílgeymsla

(000.823.05)

Mál nr. SB070178

 

111079-3589 Hilmir Þór Bjarnason Háholt 26, 300 Akranes

 Breytingin var grenndarkynnt skv. 2. mgr. 26 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

Engar athugasemdir bárust.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt.

 

 

14.

Hausthús, rammaskipulag

 

Mál nr. SU050057

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Bréf bæjarráðs dags. 20. desember 2007 þar sem  óskað er eftir umsögn nefndarinnar á hugmyndum Kalmansvíkur ehf. á uppbyggingu fyrir "50 ára og eldri" á Hausthúsasvæðinu þ.e. hvort slík áform samræmist skipulagsáformum um uppbyggingu á Akranesi, m.t.t. að nú er í uppbyggingu og skipulagsferli land í Skógahverfi.

 

Á fundi bæjarráðs Akraneskaupstaðar þann 14. desember 2007 var eftirfarandi samþykkt:

 

"Bæjarráð samþykkir að vísa til umsagnar í skipulags- og byggingarnefnd hugmyndum Kalmansvíkur ehf á uppbyggingu fyrir "50 ára og eldri" á Hausthúsvæðinu, þ.e. hvort slík áform samræmist skipulagsáformum um uppbyggingu á Akranesi, m.t.t. að nú er í uppbyggingu og skipulagsferli lands í Skógarhverfi."

 

Skipulags- og byggingarnefnd hefur komist að eftirfarandi niðurstöðu vegna framangreindrar beiðni bæjarráðs varðandi þá þætti sem snúa að skipulagi og þróun byggðar á Akranesi:

 

1. Þakka ber frumkvæði Kalmansvíkur ehf. við að leita lausna við uppbyggingu á þjónustu og mismunandi lausnum varðandi íbúðir fyrir íbúa 50 ára og á eldri á Akranesi. Hugmyndirnar eru athygliverðar og jákvætt innlegg í umræðuna varðandi möguleika eldri borgara á að velja fjölbreytta búsetukosti og hafa jafnframt aðgang að góðri þjónustu.

 

2. Í Aðalskipulagi Akraneskaupstaðar sem samþykkt var vorið 2006 og gildir fyrir tímabilið 2005-2017 segir meðal annars um ný byggingarsvæði á Akranesi:

 

"Á skipulagstímabilinu verði vöxtur bæjarins fyrst og fremst sunnan þjóðvegar auk einstakra annarra svæða."

 

Í því ljósi þess hefur vinna  skipulags- og byggingarnefndar miðast við að uppbygging verði í Skógarhverfi og henni lokið áður en vinna við ný hverfi hefst.  Hinsvegar leggur nefndin áherslu á að lokið verði vinnu við rammskipulag Hausthúsahverfis til að vinna í haginn fyrir uppbyggingu á Akranesi á komandi árum. Við það verkefni verði meðal annars byggt á eftirfarandi markmiðum sem fram koma í Aðalskipulagi Akraneskaupstaðar:

 

"Gert verði ráð fyrir blöndun húsagerða og íbúðagerða í nýjum íbúðarhverfum."

 

3. Hugmyndir Kalmansvíkur ehf. sem nýlega voru kynntar fyrir skipulags- og byggingarnefnd og bæjarstjórn á sameiginlegum fundi miða að því að byggja upp eitt hverfi þar sem búi um 500 einstaklingar eldri en 50 ára gamlir. Það er mat skipulags- og byggingarnefndar að þessi hugmynd falli ekki að stefnumótun Aðalskipulags Akraneskaupstaðar fyrir árin 2005-2017 þar sem segir:

 

"Í aðal- og deiliskipulagi skal gert ráð fyrir íbúðarbyggingum fyrir aldraða, bæði í tengslum við Dvalarheimilið Höfða og inni í almennri íbúðarbyggð."

 

Til þess að mæta markmiðum Aðalskipulagsins leggur skipulags- og byggingarnefnd til að rætt verði við fulltrúa Kalmansvíkur ehf. og hugsanlega fleiri aðila um byggingu húsnæðis fyrir eldri borgara á fleiri en einum stað á Akranesi svo sem í Skógahverfi þar sem uppbygging stendur yfir.

 

Niðurstaða:

 

Að teknu tilliti til framangreindra röksemda og gildandi markmiða Aðlaskipulags Akraneskaupstaðar fyrir árin 2005-2017 er það mat skipulags- og byggingarnefnar að ekki sé tímabært að taka fleiri skref varðandi þróun hugmynda um sérstaka 500 manna byggð fyrir 50 ára og eldri í Hausthúsahverfi.

 

 

 

15.

Skógahverfi, deiliskipulag  3. áfangi

 

Mál nr. SB070213

 

410169-4449 Akraneskaupstaður Stillholt 16-18, 300 Akranes

Skipulags- og byggingarnefnd leggur áherslu á að hraðað verði skipulagsvinnu vegna Skógahverfis 3. áfanga. Sviðsstjóra falið að leggja fyrir nefndina tillögu að hönnuðum.

 

 

16.

Faxabraut, umferðamál

 

Mál nr. SB070214

 

410169-4449 Akraneskaupstaður Stillholt 16-18, 300 Akranes

Bæjarstjórn Akraness samþykkir að fela skipulags- og byggingarnefnd að skoða möguleika á hraðalækkandi aðgerðum á Faxabraut til varnar síendurteknum hraðakstri og slysatíðni.  Tillögur skulu lagðar fyrir bæjarráð svo fljótt sem auðið er.?

 

Á fundinum kynnti sviðsstjóri tillögu að hraðalækkandi aðgerðum.

Sviðsstjóra falið að vinna áfram að málinu.

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 20:00

 

 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00