Fara í efni  

Skipulags- og byggingarnefnd (2006-2008)

35. fundur 30. júlí 2007 kl. 16:00 - 17:45

35. fundur skipulags- og byggingarnefndar Akraness haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs Dalbraut 8, mánudaginn 30. júlí 2007 kl. 16:00.


 

Mætt á fundi:           

Sæmundur Víglundsson formaður

Hrafnkell Á Proppé

Magnús Guðmundsson

Helga Jónsdóttir

Guðmundur Magnússon

Auk þeirra var mætt:

Guðný J. Ólafsdóttir fulltrúi sem ritaði fundargerð

 


Byggingarmál 

1.

Suðurgata 93,

(000.872.04)

Mál nr. SB070148

 

590107-1900 Húsgæði ehf, Súluhöfði 27, 270 Mosfellsbær

Umsókn Ómars Péturssonar f.h. Húsgæði ehf um að byggja 4. íbúða fjöleignarhús á lóðinni samkvæmt aðaluppdráttum Ómars Péturssonar  byggingarfræðings.

Stærðir : 420,8m2 og 1320,2m3

Gjöld :  4.217.555,-kr

Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 24.07.2007

 

Skipulagsmál

2.

Krókatún - Deildartún, deiliskipulag

 

Mál nr. SB070111

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Ólöf Guðný Valdimarsdóttir arkitekt lagði fram hugmyndir á fundinum og ræddu fundarmenn þær og verður málið tekið aftur fyrir á næsta fundi.

 

3.

Dalbraut 4, 6 og Þjóðbraut 3 og 5, fyrirspurn

 

Mál nr. SB070137

 

480794-2069 Bifreiðastöð Þórðar Þ Þórð ehf, Dalbraut 6, 300 Akranesi

Fyrirspurn Þórðar Þ. Þórðarsonar f.h. Bifreiðastöðvar Þ.Þ.Þ. dags. 24. júlí 2007 þar sem óskað er álits á hvort leyft yrði að byggja allt að 8 hæðir á lóðum nr. 4 og 6 við Dalbraut  og 3 og 5 við Þjóðbraut eins og heimilað hefur verið á Þjóðbraut 1.

(Fyrirspurninni breytt)

Á forsendum nýsamþykkts deiliskipulags er gert ráð fyrir að hæð húsa á umræddum lóðum sé 3-4 hæðir.

Nefndin telur sig ekki geta tekið afstöðu til beiðninnar nema að bréfritari leggi fram frekari útfærslu hugmynda um hærri byggingar.

 

4.

Umferðamál, endurskoðun á hámarkshraða

 

Mál nr. SB060027

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Endurskoðun á hámarkshraða á Esjubraut, Esjuvöllum, Jaðarsbraut, Jörundarholti.

Nefndin felur sviðsstjóra frekari útfærslu á tillögu um endurskoðun hámarkshraða.

 

5.

Jaðarsbakkar - yfirbyggð sundlaug, deiliskipulagsbreyting

 

Mál nr. SB070120

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Vegna anna gat  Arkís ekki annast hönnun verksins og var ASK arkitektum falið verkið.Tillaga ASK arkitekta lögð fram á fundinum.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að breytingin verði auglýst skv. 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

 

6.

Garðagrund 3, breyting á landnotkun

 

Mál nr. SB070149

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Nefndin felur sviðsstjóra að fela Kanon arkitektum að gera tillögu að breytingu á svæðinu í samræmi við umræður á fundinum.

 

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:45

 

 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00