Fara í efni  

Skipulags- og byggingarnefnd (2006-2008)

25. fundur 12. mars 2007 kl. 16:00 - 17:10

25. fundur skipulags- og byggingarnefndar Akraness haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs Dalbraut 8, mánudaginn 12. mars 2007 kl. 16:00.


 

Mætt á fundi:           

Sæmundur Víglundsson, formaður

Magnús Guðmundsson

Bergþór Helgason

Helga Jónsdóttir

Björn Guðmundsson, varamaður

Auk þeirra voru mætt:

Runólfur Þór Sigurðsson byggingarfulltrúi

Hafdís Sigurþórsdóttir sem ritaði fundargerð


 

 

1.

Vogabraut 5, deiliskipulagsbreyting

(000.564.02)

Mál nr. SB060111

 

681178-0239 Fjölbrautaskóli Vesturlands, Vogabraut 5, 300 Akranesi

Skuggavarp og snið af svæðinu lagt fram, ásamt greiðagerð Ívars Pálssonar hdl. hjá Landslögum ehf.

 

Vegna athugasemda við breytingar á deiliskipulagi Fjölbrautarskóla Vesturlands gerir skipulags- og byggingarnefnd framlagða umsögn Ívars Pálssonar hdl. (dags. 10. mars 2007), hjá Landslögum lögfræðistofu að sinni. Nefndin vill einnig taka eftirfarandi fram til að koma til móts við athugasemdir íbúa:

 

1.      Fyrir liggja teikningar með skuggavarpi vegna nýrrar byggingar sem sýna að áhrifin eru ekki meiri en almennt má gera ráð fyrir í þéttbýli.

 

2.      Fyrir liggur teikning með götumynd eða þversnið af nýrri byggingu og nálægum byggingum eins og óskað var eftir.

 

3.      Nefndin gerir kröfu um að eftirfarandi texti verði bætt inn á deiliskipulagstillöguna:  "Við hönnun hússins skal þess sérstaklega gætt að starfsemi í húsnæðinu og tæknibúnaður s.s. loftræstibúnaður, valdi nágrönnum ekki ónæði. Skal sérstaklega hugað að staðsetningu tæknibúnaðar með þetta í huga."

 

4.      Nefndin gerir einnig kröfu um að eftirfarandi texta verði bætt inn á deiliskipulagstillögu:  "Samráð verði haft við nágranna um gerð skjólveggja eða trjálunda til að lágmarka grenndaráhrif þ.m.t. sjónræn og áhrif starfsemi á nágranna."

 

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt með framangreindum breytingum á grundvelli 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:10

 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00