Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)
119. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Akraness haldinn í fundarsal að Dalbraut 8 , mánudaginn 17. október 2005 kl. 17:00.
|
Mætt á fundi: |
Lárus Ársælsson Kristján Sveinsson Eydís Aðalbjörnsdóttir Edda Agnarsdóttir |
|
Auk þeirra voru mætt: |
Þorvaldur Vestmann sviðsstjóri tækni- og umhverfissvið Guðný J. Ólafsdóttir sem ritaði fundargerð |
|
1. |
Skógarhverfi, deiliskipulag - 1. áfangi |
|
Mál nr. SU050055 |
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Árni Ólafsson arkitekt fer yfir tillögur um 1. áfanga Skógarhverfis.
Hönnuði falið að vinna áfram að gerð endanlegrar deiliskipulagstillögu og skilmála.
|
2. |
Aðalskipulag Akraness, stefnumótun og vinna |
|
Mál nr. SU030074 |
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Farið yfir breytingar á greinargerð vegna athugasemda sem borist hafa.
Sviðsstjóra falið að svara Skipulagsstofnun og gera grein fyrir leiðréttingum og skýringum vegna athugasemda.
Árna Ólafssyni falið að ganga frá endanlegri tillögu til auglýsingar.
|
3. |
Kirkjubraut 9 - 11 - Akratorgsreitur, aukið byggingamagn |
|
Mál nr. SU050064 |
150269-4749 Vignir Björnsson, Súluhöfði 14, 270 Mosfellsbær
Bréf Vignis Björnssonar dags. 11. okt. 2005 þar sem hann fer fram á að fá að auka byggingamagn í 1,9 á lóðum 9 og 11 við Kirkjubraut.
Afgreiðslu frestað.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:40





