Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)

110. fundur 15. ágúst 2005 kl. 17:00 - 19:20

110. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Akraness haldinn í fundarsal að Dalbraut 8, mánudaginn 15. ágúst 2005 kl. 17:00.


 

Mætt á fundi:           

Magnús Guðmundsson formaður

Kristján Sveinsson

Edda Agnarsdóttir

Bergþór Helgason

Auk þeirra voru mætt:

Þorvaldur Vestmann sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs

Guðný J. Ólafsdóttir sem ritaði fundargerð


1.

Suðurgata 18 - Aðflutt hús, umsókn um byggingarlóð

 

Mál nr. SU050032

 

200350-4139 Þuríður Maggý Magnúsdóttir, Oddagata 16, 101 Reykjavík

080551-3559 Jón Jóel Einarsson, Oddagata 16, 101 Reykjavík

 Umsækjendur hafa lagt fram uppdrætti sem sýna húsið á lóðinni  ásamt viðbyggingu.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að erindið verði grenndarkynnt skv. 43 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997  fyrir eigendum fasteignanna Suðurgötu 16, 17, 19, 21 og 23, Háteig 16 og Akursbraut 3.

 

2.

Dalsflöt 2-10 - göngustígur, deiliskipulagsbreyting

 

Mál nr. SU050050

 

130761-4969 Daníel Rúnar Elíasson, Skarðsbraut 11, 300 Akranesi

Bréf Daníels Elíassonar dags. 20. júlí 2005 f.h. eigenda Dalsflatar 2-10, þar sem óskað er eftir að ekki verði settur göngustígur framan við lóðir þeirra sem liggja með Garðagrund heldur sett upp hljóðmön til að minnka hávaða frá akbraut.

Skipulags- og umhverfisnefnd getur ekki orðið við beiðni um niðurfellingu göngustígsins sem er fyrirhuguð megingönguleið með Garðagrund, Innnesvegi og Esjubraut. Hljóðmön úr jarðvegi á þessum stað mun einnig taka það mikið rými að hætt er við að hún takmarki útsýni við hringtorgið. Sviðsstjóra falið að ræða við fulltrúa lóðarhafa um aðrar lausnir til að takmarka hávaða frá akbraut.

 

3.

Innnesvegur 1 - klasi 5-6 - Flatahverfi, deiliskipulagsbreyting

 

Mál nr. SU050040

 

621297-7679 Bílver ehf, Akursbraut 13, 300 Akranesi

Erindi Almennu verkfræðistofunnar f.h. Bílvers ehf. um að gera breytingar á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 1 við Innnesveg. Breytingarnar felast í að byggingarreiturinn er stækkaður. Bílastæði verða 66 þar af eitt fyrir fatlaða.

Nýtingarhlutfall verði 0.26

Breytingin var grenndarkynnt lóðarhafa Hagaflatar 11.

Engar athugasemdir bárust.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að senda málið til umsagnar Skipulagsstofnunar.

 

4.

Presthúsabraut 31- stækkun byggingarreits - Stofnanareitur, deiliskipulagsbreyting

 

Mál nr. SU050036

 

311051-4159 Ragnheiður Gunnarsdóttir, Presthúsabraut 31, 300 Akranesi

Erindi og uppdráttur Ragnheiðar Gunnarsdóttur og Björgvins Eyþórssonar dags. 8. ágúst um stækkun á byggingarreit á lóð nr. 31 við Presthúsabraut til þess að byggja bílskúr út að lóðamörkum á tvo vegu og yrði hann sambyggður húsinu.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að erindið verði grenndarkynnt fyrir eigendum fasteignanna nr. 29 og 33 við Presthúsabraut og 19 og 23 við Ægisbraut.

 

5.

Vallarbraut 2-14 - breytt þakgerð, deiliskipulagsbreyting

 

Mál nr. SU050022

 

660499-2299 Búmenn,húsnæðissamvinnufélag, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík

Breyting Gunnars Kr. Ottóssonar arkitekts dags. 7.6.2005, af  þakgerð húsanna við Vallarbraut, breytingin var grenndarkynnt fyrir eigendum íbúða í stigahúsi við Vallarbraut 1, 7 og 13 og einnig fyrir Garðabraut 23, 33 og 43.

Engar athugasemdir bárust.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að senda breytinguna til umsagnar Skipulagsstofnunar.

 

6.

Háholt 28 - bílskúr, deiliskipulagsbreyting, stækkun byggingarreits

 

Mál nr. SU050051

 

020770-4149 Björgvin Steinar Valdemarsson, Háholt 28, 300 Akranesi

Umsókn Runólfs Sigurðssonar tæknifræðings dags. 9. ágúst  2005 f.h. Björgvins Valdimarssonar, um að fá að byggja bílskúr en byggingarreitur skv. gildandi deiliskipulagi er 32 m2.

Skipulags- og umhverfisnefnd frestaði afgreiðslu málsins vegna ósamræmis í gögnum.

 

7.

Vesturgata 65, sólstofa, svalir og kvistir

 

Mál nr. SU050052

 

290969-5149 Ingi Már Ingvarsson, Vesturgata 68, 300 Akranesi

Umsókn Runólfs Sigurðssonar dags. 9.8.2005 f.h. Inga Márs Ingvarssonar, um að fá að byggja sólstofu, svalir og tvo kvisti á þak hússins við Vesturgötu 65.

Fyrir liggur skriflegt samþykki annarra meðeigenda í húsinu.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að erindið verði grenndarkynnt skv. 43 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 fyrir eigendum fasteignanna nr. 62, 63, 63A, 64, 66 og 67 við Vesturgötu.

  

8.

Innnesvegur - spennistöð, umsókn um lóð

 

Mál nr. SU050053

 

551298-3029 Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík

Umsókn Rúnars Svavarssonar f.h. Orkuveitu Reykjavíkur dags. 11.7.2005 þar sem óskað er eftir lóð undir spennistöð við Innnesveg skv. meðfylgjandi teikn.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að breyting verði gerð á gildandi deiliskipulagi. Sviðsstjóra falið að finna staðsetningu í samráði við fulltrúa OR. Kostnaður við breytinguna greiðist af OR í samræmi við gildandi reglur þar um.

 

9.

Skógarhverfi, deiliskipulag - 1. áfangi

 

Mál nr. SU050012

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Drög að rammaskipulagi í Skógarhverfi.

Lagt fram. Málið verður tekið til umfjöllunar á næsta fundi nefndarinnar.

 

10.

Torfæruhjól - afmörkun svæða, Umhverfisráðuneytið

 

Mál nr. SU050054

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Bréf bæjarráðs dags. 20 júlí 2005 þar sem fjallað er um bréf Umhverfisráðuneytisins vegna aksturs torfæruvélhjóla og afmörkun svæða í skipulagi fyrir notkun þeirra. Erindinu var vísað til umfjöllunar skipulags- og umhverfisnefndar í tengslum við vinnslu aðalskipulags.

Skipulags- og umhverfisnefnd hefur þegar fjallað um sérstakt svæði fyrir torfæruvélhjól. Vísað er í bókun nefndarinnar 23. maí 2005.

Í drögum að aðalskipulagi Akraness sem nú er í lokavinnslu er gert ráð fyrir sérstöku svæði fyrir torfæruvélhjól í útjaðri bæjarfélagsins.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:20

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00