Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)

86. fundur 31. janúar 2005 kl. 16:00 - 17:30

86. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Akraness haldinn í fundarsal að Dalbraut 8 , mánudaginn 31. janúar 2005 kl. 16:00.


Mætt á fundi:           

Magnús Guðmundsson, formaður

Lárus Ársælsson

Kristján Sveinsson

Bergþór Helgason

Edda Agnarsdóttir

Auk þeirra voru mætt:

Þorvaldur Vestmann sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs

Guðný J. Ólafsdóttir sem ritaði fundargerð

  

1.

Höfðasel 2 - 4, Stækkun lóðar

 

Mál nr. SU040094

 

701267-0449 Þorgeir og Helgi hf, Höfðaseli 4, 300 Akranesi

080635-3039 Jóhannes Ingibjartsson, Esjubraut 25, 300 Akranesi

Erindi Jóhannesar Ingibjartssonar dags. 24. janúar 2005 þar sem hann fyrir hönd lóðahafa við Höfðasel 2 og 4 fer fram á stækkun og breytingu á þeim lóðum.

Breytingarnar felast í að lóðirnar eru breikkaðar um 57 metra og lóð nr. 2 fær 4 metra ræmu sem nemur stækkunarbreiddinni út fyrir lóðalínu milli lóðanna.

Byggingarreitir eru einnig stækkaðir verulega á báðum lóðum. Þá er frárennslisskurður er liggur frá hluta Garðalandsins um stækkunarsvæðið færður um 40 metra og út fyrir hin nýju lóðamörk.

Umbeðin breyting rúmast innan gildandi aðalskipulags.   Allur kostnaður vegna breytingarinnar er á kostnað umsækjanda þ.m.t.  færsla frárennslisskurðar.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja grenndarkynningu skv. 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Kynnt verði fyrir lóðarhafa að Höfðaseli 1.

Bergþór Helgason vék af fundi við afgreiðslu málsins.

  

2.

Hagaflöt 7 og Holtsflöt 9 - Klasi 5-6, deiliskipulagsbreyting

 

Mál nr. SU050002

 

500602-3170 Stafna á milli ehf, Maríubaug 5, 113

Erindi Stafna á milli ehf.  þar sem farið er fram á deiliskipulagsbreytingar á lóðunum Hagaflöt 7 og Holtsflöt 9.

Sviðsstjóri segir frá viðræðum við forsvarsmenn Stafna á milli ehf.

Skipulags- og umhverfisnefnd getur fallist á fjölgun íbúða úr 16 í 20 á Hagaflöt 7 enda verði fjöldi bílastæða á lóð í samræmi við þá breytingu. Að öðru leyti fellst nefndin ekki á aðrar breytingar sem óskað var eftir .

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði grenndarkynnt öllum lóðarhöfum við Hagaflöt skv. 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

Umsækjanda gert að skila inn leiðréttum uppdrætti.

 

3.

Hvítanesreitur - Akratorgsreitur, deiliskipulagsbreyting

 

Mál nr. SU030044

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 27.janúar 2005 lagt fram.

Í bréfinu er kæru vegna samþykktar byggingarfulltrúa Akraneskaupstaðar um byggingarleyfi hússins við Kirkjubraut 12 vísað til umsagnar hjá bæjaryfirvöldum.

Svar óskast fyrir 7. febrúar 2005.

Lagt fram til kynningar.

Sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs og lögmaður bæjarins í samráði við byggingarfulltrúa svara erindinu að beiðni bæjarráðs.

  

4.

Skógarflöt - Klasi 7-8 - Flatahverfi, breytingar

 

Mál nr. SU050003

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Deiliskipulag og greinargerð samþykkt 18. mars 2002 lögð fram til skoðunar.

Sviðsstjóra falið að ræða við hönnuði skipulagsins um breytingu sem miði að því að fjölga sérbýlishúsum.

  

5.

Sólmundarhöfði, skipulagsverkefni

 

Mál nr. SU040087

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Sviðsstjóri gerir grein fyrir nýrri tillögu á Sólmundarhöfða.

Sviðsstjóra falið að undirbúa opinn kynningarfund um fyrstu tillögur af nýju deiliskipulagi Sólmundarhöfða.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:30

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00