Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)

85. fundur 26. janúar 2005 kl. 16:00 - 17:00

85. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Akraness haldinn í fundarsal að Dalbraut 8,  miðvikudaginn 26. janúar 2005 kl. 16:00.


Mætt á fundi:           

Magnús Guðmundsson formaður

Lárus Ársælsson

Kristján Sveinsson

Eydís Aðalbjörnsdóttir

Edda Agnarsdóttir

Auk þeirra voru mætt:

Þorvaldur Vestmann sviðsstjóri tækni og umhverfissviðs

Guðný J. Ólafsdóttir sem ritaði fundargerð


  

1.

Miðbæjarreitur, deiliskipulagsbreyting

 

Mál nr. SU040063

 

440403-3010 Skagatorg ehf, Stillholti 18, 300 Akranesi

Nýr uppdráttur dags. 25.01.2005 af deiliskipulagi Miðbæjarreits lagður fyrir nefndina.

Meirihluti skipulags- og umhverfisnefndar leggur til við bæjarstjórn  að samþykkja að auglýsa deiliskipulagsbreytinguna skv. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

 

Lárus og Eydís greiða atkvæði á móti tillögunni og leggja fram eftirfarandi bókun:

 

?Fyrirliggjandi tillaga er breyting á samþykktu skipulagi frá maí 2004. Tillagan er að ýmsu  leyti afturför frá gildandi skipulagi, en staðsetning blokkanna nær hvor annarri er þó til bóta. Helsti gallinn á tillögunni er að fella niður torgið og láta bílastæðabreiðuna eina vera eftir. Þá er hætt við tengingu við núverandi  byggingu og í stað þess troðið bílastæðahúsi milli fjölbýlishúsa og verslunarbygginga, sem þrengir illa að húsinu. Einnig er ástæða til að benda á klúðurslega aksturstengingar inn í bílastæðahúsið.

Að öðru leyti vísum við í bókun okkar 15. desember 2003, þar sem meginskoðunum okkar er lýst og þær eiga enn við?.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:00

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00