Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)

71. fundur 03. september 2004 kl. 13:10 - 19:15

71. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Akraness haldinn í fundarsal að Dalbraut 8 , fimmtudaginn 2. september 2004 kl. 16:00.


Mættir á fundi:              Magnús Guðmundsson formaður

                                   Lárus Ársælsson

                                   Ingibjörg Haraldsdóttir

                                   Eydís Aðalbjörnsdóttir

                                   Edda Agnarsdóttir

Auk þeirra voru mætt:   Þorvaldur Vestmann sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs og Guðný J. Ólafsdóttir fulltrúi sem ritaði fundargerð.

 

1.

Aðalskipulag Akraness, stefnumótun og vinna

 

Mál nr. SU030074

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

 

Drög að stefnumótun fyrir aðalskipulag Akraness.

Gylfi og félagar mæta á fundinn og gera grein fyrir gangi mála í aðalskipulagsvinnunni.

Ráðgjafar við endurskoðun aðalskipulagsins þeir Árni og Gylfi mættu á fundinn og kynntu stöðu vinnunnar. Ákveðið að óska eftir umfjöllun bæjarráðs á næsta fundi þess um stefnumörkunarskjal sem sent var í vor vegna vinnunnar. Tímaáætlun rædd, stefnt að almennum kynningarfundi í janúar 2005 og seinni umræðu í bæjarstjórn í júní 2005.

Ákveðið var að funda einu sinni í mánuði um aðalskipulagið fram að áramótum og voru miðvikudagarnir 29. sept. 27. okt  og 24. nóv. ákveðnir sem fundardagar.

  

2.

Skipulagsráðgjafar, yfirlit yfir umsækjendur - Skilgreining verkefna.

 

Mál nr. SU040022

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

 

Lagðar eru fram hugleiðingar þeirra arkitekta sem fengu gögn, um skipulagsvinnu vegna deiliskipulags á Sólmundarhöfða og Jaðarsbökkum.

Fjallað um tilboð ráðgjafa í gerð deiliskipulags fyrir Sólmundarhöfða og Jaðarsbakkasvæðis. Áður höfðu verið valin tvö fyrirtæki til að gera tilboð í hvort verkefni, þ.e. fyrirtækin "erum arkitektar" og ARKÍS ehf. fyrir Jaðarsbakka og Arkitektastofan OÖ ehf. og Arkitektur.is fyrir Sólmundarhöfða.

Tilboð í gerð deiliskipulags fyrir Sólmundarhöfða eru svohljóðandi:

Arkitektastofan OÖ ehf.  kr. 1.872.000.-  + vsk.

Arkitektur.is  kr. 1.523.200,- + vsk.

Á grundvelli framlagðrar greinargerðar og tilboðs er sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs falið að ganga til viðræðna við arkitektur.is um verkefnið.

Tilboð í gerð deiliskipulags fyrir Jaðarsbakkasvæði eru svohljóðandi:

ARKÍS ehf.  kr. 1.940.000. - + vsk.

"erum arkitektar"  kr. 2.405.592.- + vsk.

Á grundvelli framlagðrar greinargerðar, upplýsinga um fyrirtækið, reynslu starfsmanna og tilboðs er sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs falið að ganga til viðræðna við "erum arkitektar" um verkefnið.

Magnús greiðir atkvæði gegn því að ganga til samninga við "erum arkitekta" þar sem tilboð þeirra er 465 þús. kr. hærra en tilboð ARKÍS ehf.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:15.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00