Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)

65. fundur 28. júní 2004 kl. 16:00 - 18:00

65. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Akraness var haldinn í fundarsal að Stillholti 16-18, mánudaginn 28. júní 2004 kl. 16:00.


 Mætt á fundi:              Kristján Sveinsson

                                  Edda Agnarsdóttir

                                  Lárus Ársælsson

                                  Guðni Tryggvason

Auk þeirra voru mætt:  Þorvaldur Vestmann sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs og Guðný Ólafsdóttir sem ritaði fundargerð.

 

  

1.

Garðalundur, deiliskipulag

 

Mál nr. SU030032

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Magnús H. Ólafsson, arkitekt mætti á fund nefndarinnar og gerði grein fyrir nýjum tillögum.

Farið  yfir tillögurnar og mun MHÓl leggja fram endanlega tillögu fyrir næsta fund.

  

2.

Brautir  deiliskipulag, Vallarbraut, lóðir undir raðhús

 

Mál nr. SU040057

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Magnús H. Ólafsson arkitekt gerði grein fyrir skipulagstillögu.

Skipulagsnefnd tekur vel í framlagðar hugmyndir og felur  Magnúsi að vinna áfram að málinu í þessum anda.

  

3.

Flatahverfi - klasi 5 og 6, deiliskipulag

 

Mál nr. SU030022

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Endurskoðuð tillaga að deiliskipulagi  í klasa 5 og 6  í Flatahverfi frá Arkitektum Hjördís og Dennis.

Endanleg tillaga liggur ekki fyrir eins og gert hafði verið ráð fyrir en farið var yfir uppdrátt sem er að komast á lokastig.

Nefndin leggur áherslu á að endanlegur uppdráttur verði tilbúinn fyrir næsta fund.

 

4.

Klasi 1-2, Eyrarflöt 11, deiliskipulagsbreyting

 

Mál nr. SU040056

 

410169-4019 Trésmiðjan Akur ehf, Smiðjuvöllum 9, 300 Akranesi

Bréf Hönnunnar dags. 16. júní 2004 fyrir hönd Trésmiðjunnar  Akurs ehf. þar sem óskað er eftir minniháttar breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 11 við Eyrarflöt.

Breytingin felst í stækkun lóðarinnar nr. 11 við Eyrarflöt um 3 metra til norð-austurs og breikkun byggingarreits úr 11 metrum í 12 metra til samræmis við byggingarreiti  lóðanna við Eyrarflöt 1-9 og hann færður 3 metra til norð-austurs.

Skipulagsnefnd fellst á ósk umsækjanda og samþykkir að farið verði með breytinguna skv.2. málsgrein, 26 gr. skipulags- og byggingarlaga nr.73/1997 og málið grenndarkynnt fyrir lóðahöfum Eyrarflatar 9 og 13 og Tindaflatar 14 og 16.

Lárus vék af fundi meðan málið var tekið fyrir.

  

5.

Akratorgsreitur - Sunnubraut 12, fyrirspurn

 

Mál nr. SU040029

 

130863-5319 Guðrún Margrét Jónsdóttir, Sunnubraut 12, 300 Akranesi

Bréf eiganda Sunnubrautar 12, dags. 13.06.2004, varðandi stækkun húseignarinnar.

Lagt fram.

  

6.

Skipulagsráðgjafar, yfirlit yfir umsækjendur - Skilgreining verkefna

 

Mál nr. SU040022

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs kynnti skilgreiningu deiliskipulagsverkefna fyrir Jaðarsbakkasvæði og Sólmundarhöfða.

 

7.

Merkurteigur, staðsetning rútubifreiðar

 

Mál nr. SU040054

 

110158-5219 Margrét Þorvaldsdóttir, Suðurgata 39, 300 Akranesi

Erindi sem  frestað var á síðasta fundi.

Umsækjandi hefur óskað eftir að draga erindið til baka þar sem málið hefur verið leyst.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18.15

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00