Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)

63. fundur 07. júní 2004 kl. 16:00 - 17:30

63. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Akraness haldinn í fundarsal að Stillholti 16-18 , mánudaginn 7. júní 2004 kl. 16:00.


 

Mættir á fundi:         

Ingibjörg Haraldsdóttir

Magnús Guðmundsson

Þráinn Elías Gíslason

Eydís Aðalbjörnsdóttir

Edda Agnarsdóttir

Auk þeirra voru mætt:

Þorvaldur Vestmann sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs

Guðný J. Ólafsdóttir sem ritaði fundargerð

 

 

1.

Aðalskipulag Akraness, stefnumótun

 

Mál nr. SU030074

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Drög að stefnumótun fyrir aðalskipulag Akraness.

Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, skipulagsfulltrúi gerir grein fyrir gangi mála í skipulagsvinnunni og leggur fram niðurstöður frá vinnufundi þ. 27. maí s.l.

Farið yfir efni greinargerðarinnar. Ákveðið að senda bæjarráði greinargerðina til umfjöllunar.

Skipulags- og umhverfisnefnd telur mikilvægt að fá umfjöllun bæjarfulltrúa á þessu stigi verkefnisins.

 

2.

Flatahverfi - klasi 5 og 6, deiliskipulag

 

Mál nr. SU030022

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Endurskoðuð tillaga að deiliskipulagi  í klasa 5 og 6  í Flatahverfi frá Arkitektum Hjördís og Dennis. Skiplagshönnuðir koma á fundinn og gera grein fyrir nýrri tillögu.

Endurskoðuð tillaga samþykkt og skipulagshönnuðum falið að vinna endanlegan uppdrátt og geinargerð sem allra fyrst í samvinnu við sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs.

 

3.

Byggðasafn og kirkjugarður, Landnámsbær að Görðum

 

Mál nr. SU040051

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Bréf bæjarritara f.h. bæjarráðs dags. 28. maí 2004 þar sem hann óskar eftir því að nefndin taki til umfjöllunar hugmynd Guðmundar Sigurðssonar kt. 311065-3359 um að  byggja landnámsbæ að Görðum.

Erindinu var einnig vísað til stjórnar byggðasafnsins.

Nefndin bendir á að í drögum að deiliskipulagi sem verið er að vinna fyrir Garðalund þá er tekið frá svæði til síðari nota fyrir austan lóð Byggðasafnsins að Görðum. Á því svæði getur sú starfsemi sem bréfritari nefnir komist fyrir verði ákvörðun tekin um slíkt síðar.

  

4.

Akratorgsreitur, Vesturgata 84 - viðbygging + bílskúr

 

Mál nr. SU040046

 

070774-4969 Kristján Ingi Hjörvarsson, Böðvarsgata 21, 310 Borgarnes

Bréf Kristjáns I. Hjörvarssonar dags. 14.05.2004 þar sem hann leggur fram fyrirspurn um hvort gerðar yrðu athugasemdir vegna fyrirhugaðra framkvæmda  að Vesturgötu 84.

Byggt yrði við eldhús rúma 3 m2 og byggður yrði 35 m2 bílskúr.

Sviðsstjóri gerði grein fyrir viðræðum sem hann hefur átt við umsækjanda.

Skipulags- og umhverfisnefnd tekur jákvætt í málið en ganga verður með formlegum hætti frá breytingu á gildandi deiliskipulagi. Kostnaðurinn við breytinguna fellur á umsækjandann.

  

5.

Akratorgsreitur - Sunnubraut 12, fyrirspurn

 

Mál nr. SU040029

 

130863-5319 Guðrún Margrét Jónsdóttir, Sunnubraut 12, 300 Akranesi

Bréf eiganda Sunnubrautar 12, dags. 23.05.2004, varðandi hugsanlega stækkun húseignarinnar.

Í bréfinu kemur fram að húseigendur eru ekki sáttir við afgreiðslu nefndarinnar og gera athugasemdir  við afgreiðslu málsins.

Ítrekaðar eru fyrri bókanir nefndarinnar um málið þar sem fallist er á að nýtingarhlutfall geti hækkað um u.þ.b. 10 % vegna breytinga á húsinu við Sunnubraut 12.

  

6.

Hafnarsvæði, deiliskipulagsbreyting

 

Mál nr. SU030040

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Tillaga  Ólafar Guðnýjar Valdimarsdóttur að nýju hafnarskipulagi. Lögð fram greinargerð vegna athugasemda sem bárust við tillöguna.

Nefndin gerir greinargerð Ólafar Guðnýjar Valdimarsdóttur og Þorvaldar Vestmanns að sinni. Alls bárust athugasemdir frá 5 aðilum við skipulagstillöguna. Tekið er tillit til athugasemdanna með eftirfarandi hætti.

1.Gert verði ráð fyrir byggingarreitum fyrir ísverksmiðju og þjónustubyggingu vegna       uppskipunar á aðalhafnargarði.

2.Skýrt komi fram í greinargerð með skipulaginu að skoða þurfi vandlega og athuga útfærslu og legu á hafnargörðum og viðleguköntum áður en til framkvæmda kemur. Ef þörf krefur skal breyta deiliskipulagi með tilliti til þessa.

3.Sameiginlegt 10 metra athafnasvæði á lóðamörkum lóðanna nr. 3-5, 7 og 7a og 9    verði fært aftur inn á uppdrátt.

4.Komið hefur í ljós að í lóðasamningi sem gerður hefur verið um lóð nr. 12 við Faxabraut er lóðin skráð  nr. 10. Lóðanúmerum við Faxabraut verður breytt með tilliti til þessa.

Skipulags- og umhverfisnefnd telur framangreindar breytingar óverulegar og leggur til að tillaga að nýju deiliskipulag hafnarsvæðisins verði sent Skipulagsstofnun þegar framangreindar breytingar hafa verið gerðar.

  

7.

Smiðjuvellir, bygging geymslu við Esjubraut 47

 

Mál nr. SU040052

 

090157-2489 Runólfur Þór Sigurðsson, Leynisbraut 37, 300 Akranesi

Bréf Runólfs Sigurðssonar, byggingatæknifræðings dags. 25.05.2004  f.h. Húsasmiðjunnar ehf. Esjubraut 47 um álit nefndarinnar á fyrirhugaðri byggingu  við Esjubraut 47.

Skipulags- og umhverfisnefnd tekur jákvætt í málið en tekur fram að gera verður breytingu á gildandi deiliskipulagi og að kostnaður vegna þessa fellur á umsækjanda.

  

8.

Mótun fjölskyldustefnu Akraneskaupstaðar, Stýrihópur um gerð fjölskyldustefnu, óskar eftir samstarfi við nefndina.

 

Mál nr. SU040050

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Bréf Sólveigar Reynisdóttur sviðsstjóra fjölskyldusviðs dagsett 25. maí 2004  f.h. stýrihóps um gerð fjölskyldustefnu Akraneskaupstaðar lagt fram til kynningar.

Ákveðið að send drög að stefnumótun fyrir endurskoðað aðalskipulag til nefndar um mótun fjölskyldustefnu sem innlegg í þá vinnu.

 

9.

Æðaroddi, Æðaroddi 25 - stækkun á húsi

 

Mál nr. SU040043

 

050755-7549 Margaret J Clothier, Jaðarsbraut 25, 300 Akranesi

310858-4399 Gísli Runólfsson, Jörundarholt 208, 300 Akranesi

171057-4429 Sæmundur Víglundsson, Ásabraut 17, 300 Akranesi

Mál Sæmundar Víglunssonar  f.h. eigenda hússins nr. 25 við Æðarodda þar sem óskað er eftir umsögn um þá hugmynd að stækka húsið.

Óskað var eftir umsögn Félags húseigenda í Æðarodda með bréfi dags. 18. maí s.l. Óskað var eftir athugasemdum við málið innan 10 daga frá dagsetningu bréfsins ella yrði litið svo á að félagið hefi ekkert við málið að athuga. Ekkert svar hefur borist.

Skipulags- og umhverfisnefnd telur ekkert því til fyrirstöðu að stækka umrætt hús enda verði gengið með formlegum hætti frá breytingu á gildandi deiliskipulagi. Kostnaður við breytinguna skal greiðast af umsækjendum.

  

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:30

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00