Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)

57. fundur 19. apríl 2004 kl. 16:00 - 18:15

57. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Akraness haldinn í bæjarþingsal að Stillholti 16-18 , mánudaginn 19. apríl 2004 kl. 16:00.


Mættir á fundi:         

Magnús Guðmundsson

Lárus Ársælsson

Kristján Sveinsson

Ingibjörg Haraldsdóttir

Eydís Aðalbjörnsdóttir

Auk þeirra voru mættir

Þorvaldur Vestmann sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs

Guðný J. Ólafsdóttir sem ritaði fundargerð


  

1.

Miðbæjarreitur, deiliskipulagsbreyting

 

Mál nr. SU020032

 

440403-3010 Skagatorg ehf, Stillholti 18, 300 Akranesi

Deiliskipulagstillaga Kristins Ragnarssonar ehf. að Miðbæjarreit  ásamt  greinargerð dags. 27. nóvember 2003. 

Greinargerð sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs vegna framkominna athugasemda.

Greinargerð sviðsstjóra rædd. Skipulags og umhverfisnefnd er sammála því sem fram kemur í greinargerðinni og telur ekki efnisleg rök til að verða við þeim athugasemdum og mótmælum sem fram hafa komið að öðru leyti en því að þjónustubygging með Dalbraut verði tvær hæðir í stað fjögurra. Skipulags-og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að framkomin tillaga að breytingu á deiliskipulagi verði samþykkt með framangreindum breytingum.

Eydís og Lárus sátu hjá og vilja bóka að tillagan uppfylli ekki hugmyndir þeirra um reitinn og geta því ekki samþykkt hana og vísa í bókun um málið á fundi nefndarinnar 15. des. 2003.

  

2.

Flatahverfi klasi 1 og 2, deiliskipulagsbreyting

 

Mál nr. SU030060

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Breyting á deiliskipulagi í klasa 1 og 2 í Flatahverfi  vegna einbýlishúsalóða  meðfram Innnesvegi og  Garðagrund. Tillaga frá Kanon arkitektum.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að framkomin tillaga að breytingu á deiliskipulagi í klasa 1 og 2 í Flatahverfi verði samþykkt og auglýst samkv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr.73/1997.

 

3.

Flatahverfi - klasi 5 og 6, deiliskipulag

 

Mál nr. SU030022

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Endurskoðuð tillaga að deiliskipulagi  í klasa 5 og 6  í Flatahverfi frá Arkitektum Hjördís og Dennis.

Nefndin tekur jákvætt í tillögu arkitektanna Hjördísar og Dennis og óskar eftir því að hafist verði handa við endanlegan skipulagsuppdrátt og málinu hraðað.

Sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs falið að fylgja málinu eftir samkvæmt umræðum á fundinum.

Lárus og Eydís bóka að þau leggi til breytingu á tillögunni þar sem gert er ráð fyrir að hornlóðin undir verslun og þjónustu verði um 7800 m2 eins og er í gildandi skipulagi.

  

4.

Brautir, lóðir undir 8 raðhús við Vallarbraut

 

Mál nr. SU040038

 

011036-3339 Þorsteinn Ragnarsson, Garðabraut 19, 300 Akranesi

290837-2439 Stefán Óskarsson, Háteigur 3, 300 Akranesi

300737-3159 Eiríkur Óskarsson, Hagamelur 18, 301 Akranes

Umsögn óskast við umsókn Þorsteins Ragnarssonar,Stefáns Óskarssonar og Eiríks Óskarssonar f.h. óstofnaðrar deildar Búmanna hsf. sem fyrirhugað er að stofna 29. apríl n.k. um að fá að byggja 8 raðhús (parhús) við Vallarbraut.

Afgreiðslu frestað og vísað í bókun nefndarinnar frá 2. apríl lið nr. 2.

  

5.

Aðalskipulag Akraness, stefnumótun

 

Mál nr. SU030074 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Drög að stefnumótun fyrir aðalskipulag Akraness.

Umfjöllun frestað til sérstaks fundar um Aðalskipulag þann 26. apríl næstkomandi. Varamenn verði einnig boðaðir á fundinn.

  

6.

Akratorgsreitur, breyting á skipulagi á Akratorgsreit

 

Mál nr. SU040039 

551298-3029 Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík

Bréf Rúnars Svavars Svavarssonar f.h. Orkuveitu Reykjavíkur þar sem gerðar eru athugasemdir við breytingu á deiliskipulagi á lóðinni Suðurgötu 47 vegna aðgengis að rafstrengjum fyrir spennistöð OR sem stendur á lóð 47A við Suðurgötu.

Lagt fram.

 

7.

Akratorgsreitur - Suðurgata 47, 51 og 57, deiliskipulagsbreyting

 

Mál nr. SU030042 

440203-3450 Akratorg ehf, Suðurgötu 57, 300 Akranesi

Akratorg ehf leggur fram nýja deiliskipulagstillögu sem felur í sér sameiningu lóðanna nr. 47 og 51b við Suðurgötu ásamt breytingu á lóðamörkum milli hinnar nýju lóðar og Suðurgötu 57. Nýja lóðin verður um 1170 m2 og nýtingarhlutfall 0,91.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir deiliskipulagsbreytinguna sem felur í sér sameiningu lóðanna nr. 47 og 51b við Suðurgötu ásamt breytingu á lóðamörkum milli hinnar nýju lóðar og Suðurgötu 57.  Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að breytingin verði auglýst samkvæmt 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr.73/1997. Jafnframt felur nefndin sviðsstjóra að gera umsækjanda grein fyrir þeim kostnaði sem hann verður að bera skv. reglum bæjarstjórnar þar um og með sérstakri tilvísun í dagskrárlið 6 hér á undan.

  

8.

Akratorgsreitur, bílastæði á lóð Skólabrautar 24

 

Mál nr. SU040040

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Bréf bæjarráðs dags. 2. apríl 2004,  vegna samþykktar bæjarráðs um að skipuleggja lóðina Skólabraut 24 undir sameiginleg bílastæði fyrir íbúðir og verslanir í nágrenninu.  Óskað er eftir því að skipulags- og umhverfisnefnd gangi formlega frá afgreiðslu málsins.

Skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs að sjá um að framangreind breyting verði gerð í samræmi við ósk bæjarráðs.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:15

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00