Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)

56. fundur 02. apríl 2004 kl. 08:00 - 09:40

56. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Akraness haldinn í bæjarþingsal að Stillholti 16-18 , föstudaginn 2. apríl 2004 kl. 08:00.


Mættir á fundi:         

Magnús Guðmundsson

Lárus Ársælsson

Kristján Sveinsson

Eydís Aðalbjörnsdóttir

Edda Agnarsdóttir

Auk þeirra voru mættir

Þorvaldur Vestmann sviðsstjóri og

Guðný Jóna Ólafsdóttir sem ritaði fundargerð.

 

 

1.

Miðbæjarreitur, deiliskipulagsbreyting

 

Mál nr. SU020032

 

440403-3010 Skagatorg ehf, Stillholti 18, 300 Akranesi

Deiliskipulagstillaga Kristins Ragnarssonar ehf. að Miðbæjarreit  ásamt  greinargerð dags. 27. nóvember 2003.  Athugasemdafrestur vegna tillögunnar er liðinn og eftirtalin mótmæli bárust:

9 samhljóða bréf með 103 undirskriftum - athugasemdir í 3 liðum

2 samhljóða bréf með 16 undirskriftum - athugasemdir í 4 liðum.

1 bréf með 2 undirskriftum - athugasemdir í 8 liðum.

Athugasemdir sem bárust við tillögu að breyttu deiliskipulagi á Miðbæjarreit lagðar fram.

Nefndin óskar eftir því að sviðsstjóri  tækni- og umhverfissviðs útbúi greinargerð um athugasemdirnar í samræmi við umræður á fundinum. Sú greinargerð verði lögð fram á næsta fundi nefndarinnar 19. apríl n.k. til endanlegrar afgreiðslu.

 

 

2.

Brautir, Skipulag íbúðabyggðar við Vallarbraut

 

Mál nr. SU040036

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Bréf bæjarráðs dags. 26.mars 2004 þar sem skipulags- og umhverfisnefnd er falið að taka til skoðunar hvort skipuleggja megi íbúðabyggð við Vallarbraut á svæðinu aftan við leikskólann Vallarsel.

Þráinn Gíslason fyrir hönd Trésmiðju Þráins Gíslasonar hefur sent bæjarráði erindi á tölvupósti dags. 25.mars 2004 þar sem farið er fram á  að TÞG fái svæðið til að  byggja  á því þrjú parhús .

Nefndin tekur jákvætt í hugmynd um að reist verði einnar hæðar sérbýli við Vallarbraut, enda hefur nefndin áður unnið drög að slíkum hugmyndum. Sviðsstjóra falið að rita bæjarráði bréf þar sem bókun nefndarinnar kemur fram, ásamt áætluðum kostnaði við deiliskipulagsbreytingu.

Að öðru leyti telur nefndin eðlilegt að fjallað sé  um þéttingu byggðar í endurskoðun aðalskipulags sem nú er í vinnslu.

  

3.

Höfðasel, Smádreifistöð fyrir Orkuveitu Reykjavíkur

 

Mál nr. SU040037

 

551298-3029 Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík

Bréf Baldurs Einarssonar, deildarstjóra  f.h. Orkuveitu Reykjavíkur dags. 23.03.2004 þar sem sótt er um að fá lóð til úthlutunar undir smádreifistöð við Höfðasel, gegnt lóð nr. 13.  Erindið kallar á breytingu á gildandi deiliskipulagi.

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Höfðasel lögð fram.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna.  Breytingin verði grenndarkynnt skv. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73,1997 lóðarhöfum Höfðasels 15 og 16.

   

4.

Miðbæjarreitur, Leyfi fyrir litlum veitingaskála (pylsubar)

 

Mál nr. SU040035

 

220769-5429 Guðmundur E Björnsson, Vesturgata 143, 300 Akranesi

Umsókn Guðmundar E. Björnssonar kt. 220769-5429 dags. 10. mars 2004 um leyfi fyrir litlum veitingaskála á Miðbæjarreit.

Skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðsstjóra að ræða við bréfritara. Jafnframt verði leitað álits heilbrigðisfulltrúa.

  

5.

Akratorgsreitur- Skólabraut 2-4, fyrirspurn

 

Mál nr. SU040033

 

430299-2719 Útlit ehf, Skólabraut 2-4, 300 Akranesi

Bréf Þorsteins Vilhjálmssonar fyrir hönd Útlits ehf. dagsett 16. mars 2004,  þar sem sótt er um tvö bílastæði og viðbót við lóð  hússins að Skólabraut 2-4 vegna breytinga á því úr atvinnuhúsnæði í tvær íbúðir.

Sviðsstjóri lagði fram tillögu að lausn sem felur í sér að lóð hússins verði stækkuð um 189m2, innkeyrsla heimiluð frá Vesturgötu og útkeyrsla inn á Skólabraut .

Nefndin samþykkir tillögu sviðsstjóra. Umsækjandi þarf samkvæmt reglum bæjarins og láta vinna deiliskipulagsbreytingu á eigin kostnað og leggja fyrir nefndina.

Edda sat hjá við afgreiðslu málsins.

  

6.

Skólabraut 14,  Veitingastaðurinn Café Mörk, Leyfi til áfengisveitinga

 

Mál nr. SU040034

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Bréf bæjarritara dags. 22. mars 2004, varðandi umsögn um umsókn Jóhanns Pálmasonar 090373-4049 um endurnýjun leyfis til áfengisveitinga  fyrir veitingastaðinn Café Mörk, Skólabraut 14, Akranesi.

Skipulagsfulltrúi gerir ekki athugasemd varðandi ofangreinda umsókn þar sem hún er í fullu samræmi við skipulagslög.

Skipulags- og umhverfisnefnd staðfestir afgreiðslu skipulagsfulltrúa.

  

7.

Skipulagsráðgjafar, yfirlit yfir umsækjendur

 

Mál nr. SU040022

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Sviðsstjóri tækni- og  umhverfissviðs leggur fram tillögu að næstu verkefnum í deiliskipulagsvinnu og ráðgjöfum.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögu sviðsstjóra um að ganga til viðræðna við eftirtalda ráðgjafa:

 

a: Jaðarsbakkasvæði: HEJ Arkitektar

                                    Arkís ehf.

 

b: Höfði:                       Arkitektastofan OÖ ehf.

                                    Arkitektur.is

 

c: Arnardalsreitur:       Gylfi Guðjónsson og félagar

                                    Arkitektar Gunnar og Reynir sf. 

 

Sviðsstjóra  falið að ræða við ráðgjafana.     

  

8.

Stillholt 2, nýtt hús

(000.813.01)

Mál nr. BN040021

 

700498-2129 Markvert ehf Markaðstofa, Vesturgötu 41, 300 Akranesi

Erindi vísað frá byggingarfulltrúa þann 30.3.04, til nefndarinnar til umsagnar.

Umsókn Kristins Ragnarssonar kt. 120944-2669 arkitekts fh. Markvert ehf. um heimild til þess að reisa fjölbýlishús á lóðinni samkvæmd meðfylgjandi teikningum gerðum af Kristni.

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við umsóknina enda rúmist byggingin innan gildandi skipulagsskilmála.

 

 

9.

Akratorgsreitur, deiliskipulagsbreyting

 

Mál nr. SU030044

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Deiliskipulagsbreyting á  Akratorgsreits (Hvítanesreitur)

Bréf Árna Ólafssonar arkitekts hjá Teiknistofu Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf. dags. 29.mars 2004.

Erindið lagt fram.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 09:40.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00