Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)

54. fundur 15. mars 2004 kl. 16:00 - 18:00

54. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Akraness haldinn í fundarsal Stillholti 16-18, mánudaginn 15. mars 2004 kl. 16:00.


Mættir á fundi:  Magnús Guðmundsson Lárus Ársælsson Kristján Sveinsson Eydís Aðalbjörnsdóttir Edda Agnarsdóttir
Auk þeirra voru mætt  Þorvaldur Vestmann  sviðsstjóri tækni og umhverfissviðsGuðný Jóna Ólafsdóttir sem ritaði fundargerð.1. Hafnarsvæði, deiliskipulagsbreyting  Mál nr. SU030040
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Tillaga  Ólafar Guðnýjar Valdimarsdóttur, uppdráttur og greinargerð dags. 12. 03.2004  að endurskoðun á deiliskipulagi hafnarsvæðis.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framlagða tillögu með smávægilegum athugasemdum og leggur til að tillagan verði auglýst skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

 

2. Flatahverfi - klasi 9, deiliskipulagsbreyting Smáraflöt 11-15  Mál nr. SU040030
610596-2829 Trésmiðja Þráins E. Gíslas sf, Hafnarbraut 8, 300 Akranesi
Bréf Trésmiðju Þráins E. Gíslasonar sf, dags. 11. 3.2004, þar sem óskað er eftir stækkun á  byggingareit lóðanna nr. 11 og 15.
Nefndin samþykkir tillöguna og leggur til að tillagan verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Smáraflatar 5, 18 og 20, samkv. 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga.

 

3. Flatahverfi - klasi 5 og 6, deiliskipulag  Mál nr. SU030022
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Bréf bæjarráðs dags. 10.3.2004 varðandi deiliskipulag í klasa 5 og 6 og breytingar á deiliskipulagi meðfram og austan Þjóðbrautar.
Lagt fram.

 

4. Flatahverfi - klasi 5 og 6, deiliskipulag  Mál nr. SU030022
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Sviðsstjóri lagði fram tillögur að götuheitum í klasa  5 og 6.  Heitin eru úr safni sem valið var að lokinni samkeppni um nöfn á svæðinu.
Málið verður tekið aftur á dagskrá þegar endurskoðuð tillaga frá skipulagsráðgjöfum liggur fyrir sbr. dagskrárlið 3.

 

5. Smiðjuvellir, Esjubraut 49, deiliskipulagsbreyting  Mál nr. SU030057
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Bréf Skipulagsstofnunar, dags. 26. feb. s.l. þar sem stofnunin bendir á nauðsyn þess að deiliskipulag Smiðjuvallasvæðis verði tekið  til endurskoðunar í heild sinni.
Lagt fram.

 

6. Skipulagsráðgjafar, yfirlit yfir umsækjendur  Mál nr. SU040022
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Sviðsstjóri tækni- og  umhverfissviðs leggur fram tillögu að næstu verkefnum í deiliskipulagsvinnu og ráðgjöfum.
Sviðsstjóri fór yfir þau skipulagsverkefni sem  bæjarstjórn hefur samþykkt að hefja vinnu við á þessu ári. Einnig var farið yfir lista um skipulagsráðgjafa sem hafa lýst yfir áhuga að vinna skipulagsverkefni: Sviðsstjóra falið að leggja fram tillögu um forgang skipulagsverkefna og ráðgjafa vegna einstakra verkefna og  ekki  eru þegar komin í vinnslu.

 

7. Akratorgsreitur - Sunnubraut 12, fyrirspurn  Mál nr. SU040029
130863-5319 Guðrún Margrét Jónsdóttir, Sunnubraut 12, 300 Akranesi
Bréf eiganda Sunnubrautar 12, dags. 1. 3.2004, varðandi hugsanlega stækkun húseignarinnar.
Skissur fylgdu erindinu.
Umbeðin breyting rúmast ekki innan gildandi skipulagsskiplmála. Sviðsstjóra falið að ræða við bréfritara og leita eftir nánari upplýsingum. Afgreiðslu frestað.

 

8. Aðalskipulag, verksamningur  Mál nr. SU040032
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Verksamningur um endurskoðun aðalskipulags Akraness
Lagt fram.


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:00

 

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00