Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)

48. fundur 05. janúar 2004 kl. 16:00 - 17:15

48. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Akraness haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs Dalbraut 8, mánudaginn 5. janúar 2004 kl. 16:00.


Mættir á fundi:  Magnús Guðmundsson, Lárus Ársælsson, Kristján Sveinsson, Eydís Aðalbjörnsdóttir, Edda Agnarsdóttir.
Auk þeirra var mætt  Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, skipulagsfulltrúi ,sem ritaði fundargerð



1. Verkefni ársins 2004,   Mál nr. SU040001
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Verkefni skipulags- og umhverfisnefndar á árinu 2004.
Farið yfir stöðu mála og verkefni ársins 2004 eftir samþykkt bæjarstjórnar.  Samþykkt að fela skipulagsfulltrúa að gera drög að auglýsingu um skipulagsvinnu.

 

2. Jaðarsbakkasvæði og Langisandur, skýrsla starfshóps um skipulagsmál  Mál nr. SU040002
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Skýrsla starfshóps um skipulagsmál á Jaðarsbakkasvæði og Langasandi.
Skýrslan lögð fram. Afgreiðslu frestað.

 

3. Breiðin, Bárugötu 15, Akranesi, nýtt leyfi til áfengisveitinga  Mál nr. SU040003

Bréf Akraneskaupstaðar dags. 18. desember 2003 þar sem óskað er eftir umsögn nefndarinnar um umsókn Hreins Björnssonar um nýtt leyfi til áfengisveitinga fyrir veitingastaðinn Breiðin, Bárugötu 15, Akranesi. Einnig umsögn skipulagsfulltrúa varðandi málið.
Lagt fram.

 

4. Akratorgsreitur, deiliskipulagsbreyting  Mál nr. SU030044
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Lárus Ársælsson frá Hönnun kynnir hugmyndir um deiliskipulagsbreytingu á Hvítanesreit.
Málið rætt. Tillaga að deiliskipulagsbreytingu verður lögð fyrir næsta fund nefndarinnar.


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:15

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00