Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)
v46. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Akraness bæjarþingsalnum, að Stillholti 16-18, mánudaginn 8. desember 2003 kl. 16:00.
Mættir á fundi:  Magnús Guðmundsson Lárus Ársælsson Kristján Sveinsson Eydís Aðalbjörnsdóttir Edda Agnarsdóttir 
Auk þeirra voru mætt: Þorvaldur Vestmann, sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs og Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, skipulagsfulltrúi, sem ritaði fundargerð.
1. Aðalskipulag Akraness, stefnumótun  Mál nr. SU030074
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Árni Ólafsson og Gylfi Guðjónsson, arkitektar, frá Gylfa Guðjónssyni og félögum kynna hráefni í nýja stefnu fyrir Aðalskipulag Akraness. 
Bæjarstjóri, bæjarritari og bæjarstjórn boðuð til fundarins kl. 17:00.
Mætt: Gísli Gíslason, bæjarstjóri, Jón Pálmi Pálsson, bæjarritari, Guðmundur Páll Jónsson, Sveinn Kristinsson, Gunnar Sigurðsson, Jón Gunnlaugsson og Ágústa Friðriksdóttir.
Árni Ólafsson kynnti hráefni í nýja stefnu fyrir aðalskipulag Akraness og vinnuferli. Samþykkt að fela Gylfa og félögum að vinna drög að stefnu í samræmi við umræður og athugasemdir á fundinum. Drögin verði send nefndarmönnum og bæjarstjórn.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:35.
					
 
 



