Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)

41. fundur 20. október 2003 kl. 15:30 - 18:00

41. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Akraness haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs Dalbraut 8, mánudaginn 20. október 2003 kl. 15:30.


Mættir á fundi:  Þráinn Elías Gíslason, varamaður, Kristján Sveinsson, Guðni Runólfur Tryggvason, Eydís Aðalbjörnsdóttir, Edda Agnarsdóttir.
Auk þeirra voru mættir  Skúli Lýðsson byggingarfulltrúi og Hafdís Sigurþórsdóttir sem ritaði fundargerð.1. Smiðjuvellir, Esjubraut 49., deiliskipulagsbreyting  Mál nr. SU030057
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Smiðjuvalla vegna lóðarinnar nr. 49 við Esjubraut. Uppdráttur frá Hönnun dags. 15.09.2003.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að deiliskipulagssvæðið verði stækkað út fyrir gatnamót og að lóð nr. 2 og 4  við Smiðjuvelli verði innan svæðisins.  Deiliskipulagið verði auglýst samkvæmt 25. grein Skipulags- og byggingarlaga, nr. 73 1997.

 

2. Opin svæði, skreiðarstæði  Mál nr. SU030061
490988-1229 Laugarfiskur hf., Laugum, 650 Laugar
Bréf bæjarráðs dags. 9.10.03 varðandi erindi Lúðvíks Haraldssonar fh. Laugarfisks um svæði utan við bæinn til þurrkunar á Skreið.
Skipulagsfulltrúa falið að vinna að málinu.

 

3. Flatahverfi klasi 1 og 2, deiliskipulagsbreyting  Mál nr. SU030060
Tillaga formanns skipulags- og umhverfisnefndar um endurskoðun á deiliskipulagi einbýlishúsalóða  meðfram Innnesvegi og  Garðagrund í klasa 1 og  2 í Flatahverfi.
Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulagsfulltrúa að athuga með breytingu á deiliskipulagi á viðkomandi lóðum í samvinnu við höfunda skipulagsins.

 

4. Deiliskipulag Borgir, nýtt deiliskipulag  Mál nr. SU030062
040754-7419 Hjörleifur Jónsson, Jörundarholt 26, 300 Akranesi
Erindi arkitektanna Hlédísar Sveinsdóttur og Gunnars Bergmanns Stefánssonar dags. 1. október 2003 fh. landeigenda Þjóðvegar 17, varðandi nýtt deiliskipulag innan landsins. 
Skipulags- og umhverfisnefnd getur fallist á framkomna skipulagstillögu og að deiliskipulagið verði auglýst samkvæmt 25. grein Skipulags- og byggingarlaga, nr. 73 1997.
 

5. Stofnanareitur- Stillholt 2, breytt skipulag (000.813.01) Mál nr. SU030063
700498-2129 Markvert ehf., Vesturgötu 41, 300 Akranesi
Erindi Björns S. Lárussonar fh. Markvert ehf. dags. 14. október 2003 um breytingu á gildandi deiliskipulagi lóðarinnar þannig að nýtingahlutfall verði hækkað úr 1,1 í 1,3.


Kristján Sveinsson, Þráinn E. Gíslason og Guðni Tryggvason geta fallist á aukna landnýtingu, enda verði bílastæðamál  leyst samkvæmt gr. 64.  og 28 gr. byggingarreglugerðar.  Grenndarkynna á  breytinguna á ummræddum reit samkvæmt grein 26. 2. mgr. og kynna erindið eigendum húsa nr. 1, 3 og 5 við Stekkjarholt, 4, 6, 8, 9, 10, 11, 13, 15 og 17 við Stillholt og nr. 51, 53, 55 og 57 við Heiðarbraut. 

 
Eydís Aðalbjörnsdóttir og Edda Agnarsdóttir geta ekki fallist á aukið nýtingarhlutfall þassarar lóðar úr 1,1 í 1,3 í þessu íbúðarhverfi þar sem nýtingarhlutfall lóða allt um kring er langtum minna.

 

6. Flatahverfi, klasi 1 og 2, deiliskipulagsbreyting  Mál nr. SU030012
430590-1549 Sveinbjörn Sigurðsson ehf., Smiðshöfða 7, 110 Reykjavík
Afgreiðsla bæjarráðs á bréfi Jens M. Magnússonar fh. Sveinbjörns  Sigurðssonar ehf. dags. 08.10.2003 þar sem sótt er um deiliskipulagsbreytingu á klasa 1 og 2 í Flatahverfi vegna lóðarinnar að Eyrarflöt 6 þar sem samþykkt var tillaga skipulags- og umhverfisnefndar að erindið yrði grenndarkynnt.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að erindið verði grenndarkynnt lóðarhöfum við Eyrarflöt, eigendum á  Garðagrund 3, eigendum að Tindaflöt 1, 3, 5, 12, 14 og 16

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:00

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00