Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)

39. fundur 06. október 2003 kl. 08:30 - 11:10

39. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Akraness haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs Dalbraut 8, mánudaginn 6. október 2003 kl. 08:30.


Mættir á fundi:  Lárus Ársælsson, Kristján Sveinsson, Guðni Runólfur Tryggvason ,Eydís Aðalbjörnsdóttir, Edda Agnarsdóttir.
Auk þeirra voru mættir  Þorvaldur Vestmann, sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs og Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, skipulagsfulltrúi sem ritaði fundargerð.


1. Flatahverfi klasi 1 og 2, deiliskipulagsbreyting  Mál nr. SU030060

Tillaga formanns skipulags- og umhverfisnefndar um endurskoðun á deiliskipulagi einbýlishúsalóða  meðfram Innesvegi og Garðagrund og parhúsalóða við Eyrarflöt  í klasa 1 og  2 í Flatahverfi.
Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulagsfulltrúa að skoða möguleika á að liðka til í skipulagsskilmálum á parhúsalóðum við Eyrarflöt í samvinnu við höfunda skipulagsins.


2. Flatahverfi, klasi 1 og 2, deiliskipulagsbreyting  Mál nr. SU030012
090157-2489 Runólfur Þór Sigurðsson, Leynisbraut 37, 300 Akranesi

Bréf Sveinbjörns  Sigurðssonar ehf. dags. 03.10.2003 þar sem sótt er um deiliskipulagsbreytingu á klasa 1 og 2  í Flatahverfi vegna lóðarinnar að Eyrarflöt 6.
Skipulagsfulltrúi fundaði með fulltrúa verktaka. Jafnframt funduðu fulltrúar skipulags- og umhverfisnefndar með fulltrúum verktaka og hönnuði. Skipulagsfulltrúi og sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs sátu þann fund.
Ný tillaga að fyrirkomulagi  á lóðinni fylgir erindinu.
Afgreiðslu frestað. Guðna Tryggvasyni og Lárusi Ársælssyni falið að ræða við umsækjendur.


3. Deiliskipulag klasa 5 og 6, nýtt deiliskipulag  Mál nr. SU030022
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Drög að deiliskipulagstillögu í  klasa 5 og 6  í Flatahverfi, frá arkitektum  Dennis og Hjördísi.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að tekin verði frá lóð fyrir allt að 6 deilda leikskóla í klasa 5 - 6. Að öðru leyti verði unnið áfram í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.

 

4. Smiðjuvellir, Esjubraut 49., deiliskipulagsbreyting  Mál nr. SU030057
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Áður frestað erindi. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Smiðjuvalla vegna lóðarinnar nr. 49 við Esjubraut. Uppdráttur frá Hönnun dags. 15.09.2003.
Nefndin felur sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs að skoða framtíðarþarfir fyrir gatnamót á Esjubraut og Þjóðbraut miðað við  að Þjóðbraut verði þjóðvegur í þéttbýli. Afgreiðslu frestað.


5. Skagabraut, umferðarmál  Mál nr. SU030059

Fyrirspurn Odds Guðmundssonar um hraðaakstur á Skagabraut.
Erindinu vísað til tækni- og umhverfissviðs til skoðunar í tengslum við heildarskoðun á  umferðaröryggismálum í bænum.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 11:10.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00