Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)

32. fundur 28. júlí 2003 kl. 15:30 - 18:35

32. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16 - 18, mánudaginn 28. júlí 2003 kl. 15:30.


Mættir á fund:  Magnús Guðmundsson, formaður,
   Edda Agnarsdóttir,
   Kristján Sveinsson,
   Lárus Ársælsson,
   Bergþór Helgason 
Auk þeirra voru: Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skipulagsfulltrúi, sem ritaði fundargerð.


1. Miðbæjarreitur, deiliskipulagsbreyting  Mál nr. SU020032


Fundur aðal- og varamanna skipulags- og umhvefisnefndar  með bæjarstjórn.

Á fundinn mættu undir þessum lið bæjarfulltrúarnir Sveinn Kristinsson, Þórður Þ. Þórðarson, Guðrún Elsa Gunnarsdóttir, Guðmundur Páll Jónsson, Jón Gunnlaugsson, Gunnar Sigurðsson, Ágústa Friðriksdóttir og bæjarritari Jón Pálmi Pálsson.  Einnig mætti varamenn í skipulags- og umhverfisnefnd þeir Þráinn E. Ólafsson. og Guðni Tryggvason.
Fyrirliggjandi tillaga að deiliskipulagi Miðbæjarreits kynnt og rædd. Ýmsar ábendingar komu fram. Skipulagsfulltrúa falið að vinna minnispunkta til frekari umfjöllunar.

 

2. Aðalskipulag Akraness, íbúaþing  Mál nr. SU020030

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Fulltrúar ALTA mæta til að ræða næstu skref varðandi íbúaþing á Akranesi.

Fulltrúar ALTA Sigurborg Kr. Hannesdóttir og Hildur Kristjánsdóttir gerðu grein fyrir næstu skrefum varðandi íbúaþingið.

Samþykkt að íbúaþingið verði haldið 6. september n.k., skipulags- og umhverfisnefnd myndi stýrihóp. Skipulags- og umhverfisfulltrúi ásamt markaðsfulltrúa starfi með hópnum. Fundur verði haldinn með kjörnum fulltrúum Akraness, stýrihópi og sviðsstjórum 6. ágúst 2003 kl. 16:00.


3. Stofnanareitur, deiliskipulagsbreyting  Mál nr. SU030037

150550-4759 Magnús H Ólafsson, Merkigerði 18, 300 Akranesi

Bréf Magnúsar H. Ólafssonar arkitekts FAÍ dags. 12. maí 2003 ásamt uppdrætti dags. 23.4.03, f.h. Fjölbrautarskóla Vesturlands, Akranesi, þar sem óskað er eftir deiliskipulagsbreytingu á Stofnanareit vegna viðbyggingar við skólann.
Erindið hefur verið grenndarkynnt eigendum fasteigna við Vogabraut 3, Heiðarbraut 60, 63 og 65, Brekkkubraut 16-28 (sléttar tölur), Vallholt 13-21 (oddatölur) og Vogabraut 6 og 18.
Athugasemd barst frá íbúum við Brekkubraut 22, 24, 26 og 28, dags. 12. júní 2003, sem telja að útsend gögn séu engan veginn nægileg til að íbúar geti gert sér grein fyrir hvað breytingarnar muni hafa í för með sér gagnvart lóðum við Brekkubraut.
Fundur skipulagsfulltrúa  og arkitekts haldinn 16. júlí með íbúum skv. samþykkt nefndarinnar frá 07.07.2003.
Tvær athugasemdir bárust.

Samþykkt að taka til umfjöllunar þær athugasemdir sem bárust. Skipulagsfulltrúa falið að ræða við höfund skipulagstillögu  um aðlögun tillögu að athugasemdum.  Afgreiðslu frestað.

 

4. Suðurgata 47, 51 og 57, deiliskipulagsbreyting  Mál nr. SU030042

070555-2479 Björn Sigurður Lárusson, Vesturgata 41, 300 Akranesi

Bréf Björns S. Lárussonar f.h. Akratorgs ehf. dags. 17. 07. 2003 þar sem óskað er eftir heimild til að byggja 8 íbúða hús á þremur hæðum á lóðinni nr. 47 við Suðurgötu. Meðfylgjandi er tillaga Kristins Ragnarssonar ehf. dags. 03. júlí 2003 að breytingu á deiliskipulagi á svæðinu.

Vísað er í bókun á fundi nefndarinnar 8. júlí 2003 5. lið varðandi byggðamynstur við Suðurgötu og bílastæði á lóð við Skólabraut. Erindinu vísað í vinnu við greiningu á húsnæði við Kirkjubraut og Skólabraut skv. bókun í lið 7. á sama fundi.

 

Fleira ekki gert.

Fundi slitið kl. 18:35.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00