Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)

31. fundur 08. júlí 2003 kl. 15:30 - 18:15

31. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Akraness haldinn í fundarsal bæjarskrifstofa við Stillholt 16-18, þriðjudaginn 8. júlí 2003 kl. 15:30.


Mættir á fund:  Magnús Guðmundsson, formaður,
   Edda Agnarsdóttir,
   Kristján Sveinsson,
   Eydís Aðalbjörnsdóttir,
   Þráinn E. Ólafsson.  


Auk þeirra voru: Þorvaldur Vestmann sviðstjóri tækni- og umhverfissviðs,
Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skipulagsfulltrúi,   Hrafnkell Á. Proppé umhverfisfulltrúi ,sem ritaði fundargerð.


1. Aðalskipulagsbreyting, Jörundarholt, Víðigrund  Mál nr. SU030026
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Tillaga að aðalskipulagsbreytingu á opnu svæði við Jörundarholt og Víðigrund. Tillagan gerir ráð fyrir að hluti opna svæðisins verði tekið undir íbúðabyggð. Tillagan hefur verið auglýst  skv. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga. 


Athugasemdir bárust frá:
Bréf dags. 11.06.2003 frá Ásgerði Magnúsdóttur, Ólafi Magnússyni og Gylfa Garðarssyni.
Bréf dags. 11.06.2003 frá Þórði Elíassyni, Hrafni Elvari Elíassyni, Þorgerði Sveinsdóttur, Knúti Bjarnasyni, Gústav Adolfi Karlssyni, Droplaugu Einarsdóttur og Málfríði Hrönn Ríkharðsdóttur,
Bréf dags. 11.06.2003 frá Jóhanni Þórðarsyni.
Bréf dags. 13.06.2003 frá Unni Arnardóttur og Bjarna Knútssyni.
Bréf dags. 12.06.2003 frá Ragnheiði Ólafsdóttur.
Bréf dags. 12.06.2003 frá Ástu Benediktsdóttur og Hermanni Hermannssyni.
Bréf dagsett 08.05.2003 frá Tryggva Agnarssyni, hdl. f.h. Knúts Bjarnasonar og Þorgerðar Sveinsdóttur.


Áður hafði bæjarráð Akraness vísað til nefndarinnar mótmælum vegna úthlutunar lóðanna við Jörundarholt:
Bréf bæjarráðs dags. 20.03.2003 vegna bréfs dags. 15.03.2003 frá Hrönn Ríkharðsdóttur og Þórði Elíassyni.
Bréf bæjarráðs dags. 04.04.2003 vegna bréfs dags. 31.03.2003 frá Tryggva Agnarssyni hdl. f.h. Knúts Bjarnasonar og Þorgerðar Sveinsdóttur.


Erindinu fylgir umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. júlí 2003.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir lokaniðurstöðu skipulagsfulltrúa dags. 7. júlí 2003  að sinni og leggur til að óskað verði eftir lögfræðiáliti vegna málsins.
Afgreiðslu frestað þar til lögfræðiálit liggur fyrir. Skipulagsfulltrúa falið að fylgja málinu eftir.

 

2. Breiðarsvæði, deiliskipulagsbreyting  Mál nr. SU030005
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Breiðarsvæðis. Tillagan gerir ráð fyrir að tengigata  milli Hafnarbrautar og Vesturgötu verði færð til norðurs og lóðamörk Vesturgötu  4 og 6-8 og Hafnarbrautar 10 og 12 breytist í samræmi við það.
Jafnframt er afmarkaður  byggingarreitur fyrir bílgeymslu á lóðinni nr. 17 við Vesturgötu.
Tillagan hefur verið auglýst skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga. 
Ein athugasemd barst frá Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 20.05.2003 sem óskar eftir að kvöð verði sett á lóð nr. 4 við Vesturgötu um að vatnslagnir sem þar eru fái að vera og að OR fái heimild til að þjónusta þær eftir þörfum.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að deiliskipulagstillagan verði samþykkt með þeim breytingum sem OR óskar eftir.


3. Flatahverfi, klasi 9, deiliskipulagsbreyting  Mál nr. SU030011
090157-2489 Runólfur Þór Sigurðsson, Leynisbraut 37, 300 Akranesi
Tillaga að deiliskipulagsbreytingu í Flatahverfi, klasa 9. Tillagan hefur verið auglýst skv. 25. gr. skipulags og byggingarlaga. 
Ein athugasemd barst frá Orkuveitu Reykjavíkur dags. 18.06.2003 þar sem lögð er áhersla á að kostnaður vegna breytinga á heimlögnum verði þeir að greiða sem óski eftir breytingu frá áður samþykktu deiliskipulagi.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að deiliskipulagstillagan verði samþykkt.  Athugasemd OR á ekki við um deiliskipulagstillöguna og vísast í reglur bæjarins um umsóknir um lóðir og byggingaleyfi.

 

4. Stofnanareitur, deiliskipulagsbreyting  Mál nr. SU030037
150550-4759 Magnús H Ólafsson, Merkigerði 18, 300 Akranesi
Bréf Magnúsar H. Ólafssonar arkitekts FAÍ dags. 12. maí 2003 ásamt uppdrætti dags. 23.4.03, f.h. Fjölbrautarskóla Vesturlands, Akranesi, þar sem óskað er eftir deiliskipulagsbreytingu á Stofnanareit vegna viðbyggingar við skólann.
Erindið hefur verið grenndarkynnt eigendum fasteigna við Vogabraut 3, Heiðarbraut 60, 63 og 65, Brekkkubraut 16-28 (sléttar tölur), Vallholt 13-21 (oddatölur) og Vogabraut 6 og 18.
Athugasemd barst frá íbúum við Brekkubraut 22, 24, 26 og 28, dags. 12. júní 2003, sem telja að útsend gögn séu engan veginn nægileg til að íbúar geti gert sér grein fyrir hvað breytingarnar muni hafa í för með sér gagnvart lóðum við Brekkubraut.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulagsfulltrúa að halda fund með íbúum sem gert hafa athugasemdir þar sem nánari grein er gerð fyrir breytingunum og áhrifum þeirra. Frestur þeirra til að gera athugasemdir verði framlengdur til 17. júlí.

 

5. Suðurgata 47, 51 og 57, deiliskipulagsbreyting ? fyrirspurn  Mál nr. SU030042
070555-2479 Björn Sigurður Lárusson, Vesturgata 41, 300 Akranesi
Áður frestað erindi. Bréf Björns S. Lárussonar f.h. Akratorgs ehf. dags. 2. júní 2003 þar sem óskað er eftir áliti og umsögn nefndarinnar um að sameina lóðirnar nr. 47, 51 og 57 við Suðurgötu og reisa þar 4-6 íbúða hús. Jafnframt bréf, þar sem er leitað álits á að lóðinni Skólabraut 24  verði úthlutað undir bílastæði fyrir fyrirhugað fjölbýlishús.  Einnig bréf Akratorgs ehf. dags. 19. júní 2003 vegna sama erindis. Jafnframt lögð fram tillaga að deiliskipulagsbreytingu sem gerir ráð fyrir 4. hæða byggingu með 11 íbúðum og 7 bílgeymslum í kjallara.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur áherslu að halda núverandi byggðamynstri við Suðurgötu og telur húsið of stórt.  Fyrir síðasta fundi lá fyrir fyrirspurn um að reisa 4-6 íbúða hús en fyrirliggjandi tillaga gerir ráð fyrir 11 íbúðum.  Ekki er fallist á að taka lóð við Skólabraut sem einkabílastæði fyrir íbúðahúsnæði við Suðurgötu. Erindinu er synjað.


Þráinn E. Gíslason, vék af fundi.

 

6. Lerkigrund 1 og 3, deiliskipulagsbreyting  Mál nr. SU030043
581185-5109 Lerkigrund 1-3, húsfélag, Lerkigrund 1, 300 Akranesi
Áður frestað erindi. Bréf íbúa við Lerkigrund 1 og 3 dags. 6. júní 2003 þar sem óskað er eftir að lóðin verði minnkuð og bærinn taki við hluta hennar.

Skipulags- og umhverfisnefnd getur ekki fallist á erindið.

 

7. Esjubraut 49, Kirkjubraut 16 og Sunnubraut 3, deiliskiulag  Mál nr. SU030044
Áður frestað erindi. Bréf bæjarráðs Akraness dags. 22. maí 2003 þar sem ráðið felur skipulags- og umhverfisnefnd að gera tillögu að skipulagi lóðanna Esjubraut 49, Kirkjubraut 16 og Sunnubraut 3 og leggja til við bæjarráð hvernig nýtingu þeirra verði háttað. Jafnframt bréf bæjarráðs dags. 6. júní 2003 vegna bréfs Vignis G. Jónssonar hf. dags. 26. 5. 2003 þar sem óskað er úthlutunar á lóðinni nr. 49 við Esjubraut þannig að framtíðar stækkunarmöguleikar fyrirtækisins verði tryggðir.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að skipulagsfulltrúa í samvinnu við ráðgjafa verði falið að gera greiningu á húsnæði við Kirkjubraut og Skólabraut og tillaga að skipulagi lóðanna Kirkjubraut 16 og Sunnubraut 3 verði hluti af þeirri vinnu.
Nefndin leggur til að hafin verði breyting á deiliskipulagi Smiðjuvalla með tilliti til lóðar nr. 49 við Esjubraut.  Úthlutun lóðar verði í samræmi við gildandi reglur.
Stefnt verði að tillögur liggi fyrir um miðjan september.

 

8. Vesturgata 66, viðbygging sólstofa (000.866.13) Mál nr. BN990224
171264-5299 Einar E Jóhannesson, Vesturgata 66, 300 Akranesi
Erindi vísað frá Byggingarnefnd, 1280. fundi dags. 8. júl. 2003. Óskað er eftir að erindið verði grenndarkynnt samkvæmt  43. gr. skipulags- og byggingarlaga.

Bréf  Húsfriðunarnefndar ríkisins, dags. 12. júní 2003.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að erindið verði grenndarkynnt skv. 43. gr. skipulags- og byggingarlaga eigendum fasteignanna Vesturgata 64 og 68.

 

9. Aðalskipulag Akraness, íbúaþing  Mál nr. SU020030
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Tillaga ALTA að íbúaþingi.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að fyrirliggjandi tillaga að íbúaþingi  í samvinnu við ALTA verði samþykkt. Þingið verði haldið í september.

 

10. Miðbæjarreitur, deiliskipulagsbreyting  Mál nr. SU020032
Tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir Miðbæjarreit.

 

Tillagan lögð fram og rædd. Skipulags- og umhverfisnefnd óskar eftir fundi með bæjarráði og bæjarstjóra og að varamenn nefndarinnar verði einnig boðaðir á þann fund.  Skipulagsfulltrúa falið að óska eftir þrívíddar teikningum  af fyrirliggjandi tillögu fyrir þann fund.


11. Víðigrund, aðal- og deiliskipulagsbreyting  Mál nr. SU030045
Bréf bæjarráðs dags. 13. júní 2003 vegna bréfs Þorgeirs og Helga dags. 5. júní 2003 þar sem sótt er um lóð á óskipulögðu svæði norðan við Víðigrund 24.

 

Vísað er í bókun í  1. lið  fundargerðar, afgreiðslu frestað.

 

 

Fundi slitið kl. 18:15.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00