Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)

30. fundur 16. júní 2003 kl. 15:30 - 18:00

30. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Akraness haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs Dalbraut 8, mánudaginn 16. júní 2003 kl. 15:30.


Mættir á fundi:  Eydís AðalbjörnsdóttirGuðni TryggvasonÞráinn E. Gíslason
Auk þeirra voru mættir  Þorvaldur Vestmann sviðstjóri tækni- og umhverfissviðsHrafnkell Á. Proppé umhverfisfulltrúiJónas Ottósson fulltrúi sýslumanns



1. Útivistarsvæði, Merking landsvæða  Mál nr. SU020010
Umhverfisfulltrúi kynnir stöðu mála varðandi merkingar í bæjarfélaginu.
Samþykkt að senda fyrirliggjandi tillögur til umsagnar Vegagerðarinnar.  Umhverfisfulltrúa falið að vinna að málinu.


2. Umferðarmál, skipting gatnakerfisins í mismundandi umferðarhraðasvæði.  Mál nr. SU030029
Vísað er í bókun nefndarinnar þann 30.03.03. Sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs  leggur fram umræðutillögu að skiptingu gatnakerfisins í mismundandi umferðarhraðasvæði.
Sviðstjóra tækni- og umhverfissviðs falið að vinna frekar að málinu í samræmi við umræður á fundinum.


3. Umferðarmerki, staðsetning  Mál nr. SU030041
Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs leggur fram tillögu að uppsetningu nýrra umferðarmerkja á Akranesi.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna með áorðnum breytingum.


4. Suðurgata 47, 51 og 57, deiliskipulagsbreyting - fyrirspurn  Mál nr. SU030042
Bréf Björns S. Lárussonar f.h. Akratorgs ehf. dags. 2. júní 2003 þar sem óskað er eftir áliti og umsögn nefndarinnar um að sameina lóðirnar nr. 47, 51 og 57 við Suðurgötu og reisa þar 4-6 íbúða hús. jafnframt bréf þar sem er leitað álits á að lóðinni Skólabraut 24  verði úthlutað undir bílastæði fyrir fyrirhugað fjölbýlishús. 
Erindið lagt fram og rætt. Málinu frestað til næsta fundar nefndarinnar.
 


5. Ægisbraut., deiliskipulagsbreyting  Mál nr. SN010004
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Bréf ESK ehf. dags. 11. júní 2003 þar sem óskað er eftir deiliskipulagsbreytingu á lóðinni nr. 3 við Vallholt í tvær íbúðahúsalóðir og reisa á þeim tvíbýlishús til leigu á almennum markaði.
Meðfylgjandi er uppdráttur frá Arkietktum Hjördísi og Dennis ehf. dags.

10.06.2003 af fyrirhugaðri deiliskipulagsbreytingu.
Skipulags- og umhverfisnefnd tekur jákvætt í að breyta viðkomandi lóðum úr athafnasvæði í íbúðasvæði. Þó telur nefndin mikilvægt að byggðamynstri verði fylgt. Nefndin getur því ekki samþykkt tvíbýlishús með því fyrirkomulagi sem sýnt er á meðfylgjandi uppdrætti.

 

6. Lerkigrund 1 og 3, deiliskipulagsbreyting  Mál nr. SU030043
Bréf íbúa við Lerkigrund 1 og 3 dags. 6. júní 2003 þar sem óskað er eftir að lóðin verði minnkuð og bærinn taki við hluta hennar.
Erindið lagt fram og rætt. Málinu frestað til næsta fundar nefndarinnar.

7. Esjubraut 49, Kirkjubraut 16 og Sunnubraut 3, deiliskipulag  Mál nr. SU030044
Bréf bæjarráðs Akraness dags. 22. maí 2003 þar sem ráðið felur skipulags- og umhverfisnefnd að gera tillögu að skipulagi lóðanna Esjubraut 49, Kirkjubraut 16 og Sunnubraut 3 og leggja til við bæjarráð hvernig nýtingu þeirra verði háttað. Jafnframt bréf bæjarráðs dags. 6. júní 2003 vegna bréfs Vignis G. Jónssonar hf. dags. 26. 5. 2003 þar sem óskað er úthlutunar á lóðinni nr. 49 við Esjugrund þannig að framtíðar stækkunarmöguleikar fyrirtækisins verði tryggðir.
Afgreiðslu frestað.


8. Skólabraut 14, umsögn um áfengisleyfi (000.912.01) Mál nr. SN020032
570102419 Eicas ehf, Skólabraut 14, 300 Akranesi
Bréf Akraneskaupstaðar dags. 27. maí  2003  varðandi ósk um umsögn nefndarinnar um umsókn Jóhanns Pálmasonar kt. 090373-4049, f.h. Eicas ehf., um endurnýjun eldra leyfis til áfengisveitinga  vegna veitingastaðarins Café Mörk, Skólabraut 14, Akranesi. Jafnframt fylgir umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. júní 2003.
Lagt fram.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:00

 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00