Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)

27. fundur 19. maí 2003 kl. 15:30 - 17:00

27. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Akraness haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs Dalbraut 8, mánudaginn 19. maí 2003 kl. 15:30.


Mættir á fundi:  Bergþór Helgason, Lárus Ársælsson, Kristján Sveinsson, Guðni Runólfur Tryggvason, Edda Agnarsdóttir.
Auk þeirra voru mættir  Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, Hrafnkell Á Proppé.


1. Golfvöllur, deiliskipulag, tillaga  Mál nr. SU020020
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Áður frestað. Endurskoðuð tillaga að deiliskipulagi golfvallar.  Deiliskipulagið var auglýst samkvæmt 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.  Athugasemdir bárust frá nokkrum íbúum við Jörundarholt, bréf dags. 30.  mars 2003, Orkuveitu Reykjavíkur, bréf dags. 3. apríl 2003 og hestamannafélaginu Dreyra, tölvubréf dags. 14. apríl 2003. Jafnframt lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa Akraness dags. 16.05.2003.
Með vísan í umsögn skipulagsfulltrúa leggur skipulags- og umhverfisnefnd til að deiliskipulagið verði samþykkt með eftirfarandi breytingum:
1 Kvöð um aðkomu OR að geislahúsi og kvöð um vatnsveitulögn.
2 Afmörkun byggingarreits og lóðar fyrir OR.
3 Göngustígur verði jafnframt merktur sem reiðleið.
Skipulagsfulltrúa falið að ganga frá málinu.


2. Stofnanareitur, deiliskipulagsbreyting  Mál nr. SU030037
150550-4759 Magnús H Ólafsson, Merkigerði 18, 300 Akranesi
Bréf Magnúsar H. Ólafssonar arkitekts FAÍ dags. 12. maí 2003 ásamt uppdrætti dags. 23.4.03, f.h. Fjölbrautarskóla Vesturlands, Akranesi, þar sem óskað er eftir deiliskipulagsbreytingu á Stofnanareit vegna viðbyggingar við skólann.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagsbreytingu á Stofnanareit. Nefndin leggur til að breytingin verði grenndarkynnt skv. 2.mgr. 26. gr. skipulags - og byggingarlaga eigendum fasteigna við Vogabraut 3, Heiðarbraut 60, 63 og 65, Brekkkubraut 16-28 (sléttar tölur), Vallholt 13-21 (oddatölur) og Vogabraut 6 og 18.


3. Lóðarúthlutun við Jörundarholt, mótmæli  Mál nr. SU030027
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Bréf  lögfræðiskrifstofu Tryggva Agnarssonar hdl. dags. 8.5. 2003 þar sem m.a. er mótmælt breytingu á aðalskipulagi Akraness 1992-2012, sem snertir Jörundarholt , Akranesi. Drög að svarbréfi skipulagsfulltrúa  dags. 13. 05. 2003.
Skipulagsfulltrúi kynnir málið.
 
4. Náttúruverndaráætlun, athugasemdir  Mál nr. SU030038

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Erindi bæjarráðs vegna bréfs Umhverfisstofnunar, dags. 13.5.2003, þar sem send eru drög að Náttúruverndaráætlun. Óskað er eftir skriflegum og rökstuddum athugasemdum  við áætlunina sem þurfa að berast Umhverfisstofnun eigi síðar en 10. júní n.k.
Málin rædd, umhverfisfulltrúa falið að leggja fram drög að bréfi með athugasemdum fyrir næsta fund.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:00

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00