Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)

24. fundur 05. maí 2003 kl. 15:30 - 17:40

24. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Akraness haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs Dalbraut 8, mánudaginn 5. maí 2003 kl. 15:30.


Mættir á fundi:  Magnús Guðmundsson, Lárus Ársælsson, Kristján Sveinsson, Eydís Aðalbjörnsdóttir
Auk þeirra voru mættir  Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, Hrafnkell Á Proppé1. Miðbæjarreitur, samkomulag  Mál nr. SU020032
Formaður skipulags- og umhverfisnefndar kynnir samkomulag Akraneskaupstaðar og Skagatorgs ehf. um framkvæmdir á opnu svæði norðan Stillholts á Akranesi.

Formaður kynnti samninginn og vakti athygli á setu sinni í starfshópi fyrir hönd nefndarinnar og að tillaga að deiliskipulagi á að liggja fyrir í júnímánuði n.k. 

 

2. Skarðsbraut 6, stækkun leikskóla (000.671.01) Mál nr. SU020016
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Stækkun leikskólans Vallarsels, Skarðsbraut 6, Akranesi. Tillagan hefur verið grenndarkynnt skv. 2. mgr. 26. gr. og 7. mgr. 43. gr. skipulags- og byggingarlaga, íbúum við Skarðsbraut, Vallarbraut og Garðabraut 3-5, 11,13, 21, 23, 31, 33, 41 og 43.
Tvær athugasemdir bárust. Önnur  frá íbúum Skarðsbraut 2, Akranesi  dags. 25.04.2003, hin frá Birni Þorra Viktorssyni hdl. hjá Lögmönnum Laugardal ehf. dags. 25. apríl 2003, f.h.  Birgis Elínbergssonar, Skarðsbraut 4, Akranesi.
Umsögn skipulagsfulltrúa Akraness dags. 05.05.2003 lögð fram.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsögn skipulagsfulltrúa.  Ekki er hægt að taka tillit til athugasemda þar sem deiliskipulag svæðisins liggur ekki fyrir. 
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu að stækkun leikskólans Vallarsels.

 

3. Golfvöllur, deiliskipulag, tillaga  Mál nr. SU020020
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Endurskoðuð tillaga að deiliskipulagi golfvallar.  Deiliskipulagið var auglýst samkvæmt 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.  Athugasemdir bárust frá nokkrum íbúum við Jörundarholt, bréf dags. 30.  mars 2003, Orkuveitu Reykjavíkur, bréf dags. 3. apríl 2003 og hestamannafélaginu Dreyra, tölvubréf dags. 14. apríl 2003.

Athugasemdir lagðar fram og ræddar, afgreiðslu frestað.
 

4. Æðaroddi, samþykkt húsfélags, Búfénaður á Æðarodda  Mál nr. SU030036
Drög að nýrri samþykkt fyrir félag húseigenda fyrir búfénað á Æðarodda.
Skipulags- og umhverfisnefnd telur eðlilegt að ofangreind samþykkt verði á því formi að um sé að ræða annarsvegar félagssamþykktir og hins vegar samningur á milli Akraneskaupstaðar og félagsins um skyldur og kvaðir beggja aðila.

Umhverfisfulltrúa falið að fylgja málinu eftir.
Nefndin óskar eftir fundi með stjórn hestamannafélagsins Dreyra vegna reiðleiða.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:40

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00