Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)

22. fundur 14. apríl 2003 kl. 15:30 - 16:35

22. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Akraness haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs Dalbraut 8, mánudaginn 14. apríl 2003 kl. 15:30.


Mættir á fundi:         
 Þráinn Elías Gíslason
Kristján Sveinsson
Ingibjörg Haraldsdóttir
Guðni Runólfur Tryggvason
Eydís Aðalbjörnsdóttir
 
Auk þeirra voru mættir
 Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, skipulagsfulltrúi,

sem ritaði fundargerð.


 
1. Dagur umhverfisins 25. apríl, bréf frá umhverfisráðuneyti.
 Mál nr. SU030031

Tillaga umhverfisfultrúa að dagskrá á Degi umhverfisins.

Bréf bæjarráðs dags. 4. apríl vegna sama erindis lagt fram.

Tillaga umhverfisfulltrúa lögð fram og samþykkt.

Umhverfisfulltrúa falið að vinna að framkvæmd dagskrárinnar.

 

2. Lóðarúthlutun við Jörundarholt, mótmæli.
 Mál nr. SU030027
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Bréf bæjarráðs Akraness dags. 4. apríl 2003 vegna bréfs lögfræðiskrifstofu Tryggva Agnarssonar hdl. dags. 31.03. 2003 þar sem mótmælt er úthlutun lóðar austan lóðar við Jörundarholt 206, Akranesi.

Skipulags - og umhverfisnefnd hefur í samræmi við  samþykkt bæjarráðs hafið undirbúning að aðalskipulagsbreytingu á viðkomandi svæði.

Lóðaúthlutun heyrir ekki undir nefndina en réttur almennings til athugasemda í skipulagsferlinu er tryggður með lögum.
 

3. Framtíðarsýn fyrir Garðalund og nágrenni, greinargerð
 Mál nr. SU030032

 410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Bréf bæjarráðs Akraness dags. 10. apríl 2003 vegna greinargerðar umhverfis-, markaðs- og atvinnufulltrúa dags. 31.3.2003, varðandi framtíðarsýn fyrir Garðalund og nágrenni.

Lagt fram. Afgreiðslu frestað.


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 16:35.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00