Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)

17. fundur 17. febrúar 2003 kl. 15:30 - 18:00

17. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Akraness haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs Dalbraut 8, mánudaginn 17. febrúar 2003 kl. 15:30.

_______________________________________________________________

Mættir á fundi:  Magnús Guðmundsson formaður, Lárus Ársælsson, Kristján Sveinsson, Eydís Aðalbjörnsdóttir, Edda Agnarsdóttir.
Auk þeirra voru mættir  Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skipulagsfulltrúi og Hrafnkell Á Proppé umhverfisfulltrúi sem ritaði fundargerð.

_______________________________________________________________

1. Flatahverfi, klasi 9, deiliskipulagsbreyting  Mál nr. SU030011
090157-2489 Runólfur Þór Sigurðsson, Leynisbraut 37, 300 Akranesi
Kynntar hugmyndir að breytingu á deiliskipulagi í Flatahverfi, klasa 9.
Nefndin tekur jákvætt í hugmyndina um eitt tveggja hæða og tvö þriggja hæða fjölbýlishús í klasa 9.  Gera þarf ráð fyrir bílgeymslum skv. gildandi deiliskipulagi.  Skipulagsfulltrúa falið að fylgja málinu eftir samkvæmt umræðum á fundinum.

2. Flatahverfi, klasi 1 og 2, deiliskipulagsbreyting  Mál nr. SU030012
551298-3029 Orkuveita Reykjavíkur, Suðurlandsbraut 34, 108 Reykjavík
Tillaga að deiliskipulagsbreytingu vegna smádreifistöðvar Orkuveitu Reykjavíkur. Deiliskipulagsuppdráttur unninn af Kanon arkitektum ehf. fylgir erindinu.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að farið verði  með erindið skv. 2.mgr. 26.gr. skipulags- og byggingarlaga. Þar sem svæðið umhverfis dreifistöðina er óbyggt telur nefndin að enginn hafi beinna hagsmuna að gæta vegna breytingarinnar og því sé ekki nausynlegt að grenndarkynna erindið. Því er lagt til að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og fái meðferð skv. 3.mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga.

3. Aðalskipulag Akraness, verkáætlun/íbúaþing  Mál nr. SU020030
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Skipulagsfulltrúi kynnir 2. drög að verkáætlun.
Nefndin leggur áherslu á að tímasetning og kostnaður vegna íbúarþings liggi fyrir hið fyrsta.  Stefnt er að því að verkáætlun verði samþykkt á næsta fundi nefndarinnar.

4. Umferðarmál, bréf  Mál nr. SU030013
131034-4909 Huldar Ágústsson, Laugarbraut 25, 300 Akranesi
Bréf frá Huldari Ágústssyni vegna umferðarvandamála við Akurgerði.
Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulagsfulltrúa að skoða málið fyrir næsta fund nefndarinnar.

5. Umferðarmál, á Akranesi  Mál nr. SU030014

Lagt er til að sýslumaðurinn á Akranesi verði boðaður á næsta fund  nefndarinnar til að ræða ástand umferðarmála og samvinnu við embættið þar um.

6. Skarðsbraut 6, deiliskipulag. (000.671.01) Mál nr. SU020016
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Hugmyndir skipulagsfulltrúa um að byggja samfellu raðhúsa meðfram Vallarbraut lagðar fram. Hugmyndirnar hafa í för með sér að breyta verður fyrirliggjandi tillögu að stækkun leikskólans.
Skipulags- og umhverfisnefnd tekur jákvætt í tillöguna og leggur til að skipulagsfulltrúi ræði við arkitekt leikskólans  um skoða lausn að stækkun leikskólans með tilliti til þessarar hugmyndar.  Málinu verði hraðað eins og kostur er til að tefja ekki framkvæmdir.

7. Umhverfismál, uppgröftur úr Flatahverfi  Mál nr. SU030015

Umhverfisfulltrúi og sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs kynntu hugmyndir um nýtt svæði fyrir uppgröft úr Flatahverfi.
Málið kynnt og rætt. Afgreiðslu frestað.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:00

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00