Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)

5. fundur 02. september 2002 kl. 15:30 - 17:00

5. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Akraness var haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs Dalbraut 8, mánudaginn 2. september 2002, kl. 15:30.

Mættir á fundi: Magnús Guðmundsson formaður,
 Kristján Sveinsson,
 Eydís Aðalbjörnsdóttir,
 Edda Agnarsdóttir.
Auk þeirra Skúli Lýðsson byggingarfulltrúi og Hafdís Sigurþórsdóttir sem ritaði fundargerð.

1. Flatahverfi klasi 3, Tindaflöt 2.   Mál nr. SN020031
200457-0059 Guðmundur Sigþórsson, Laugarnesvegi 86, 105 Reykjavík
Bréf Kristins Ragnarssonar dags. 6.8.02, fh. Guðmundar, varðandi breytingu á gildandi skilmálum lóðarinnar nr. 2 við Tindaflöt, sbr. meðfylgjandi teikningar.
Frestað

2. Vogahverfi- deiliskipulag, breyting.    Mál nr. SN020029
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Akraness 1992-2012 vegna deiliskipulags Vogahverfis og nýtt deiliskipulag Vogahverfis sem auglýst var samkvæmt  18. gr. og 25. gr. skipulags- og byggingarlaga.
Athugasemd barst frá Gyðu Bentsdóttur og Flemming Madsen dags. 22.08.02.

Nefndin leggur til við bæjarstjórn að breyting á aðalskipulagi Akraness 1992-2012, vegna deiliskipulags Vogahverfis verði samþykkt.
Jafnframt leggur nefndin til að nýtt deiliskipulag Vogahverfis verði samþykkt með eftirtöldum breytingum.

1. Síðasta setning 1. greinar breytist þannig.
Á ofangreindum lóðum skulu lóðarhafar byggja 1,5 m háan jarðvegsgarð til varnar því að flætt geti inn á lóðirnar.

2.  Breyting verði gerð á fyrstu málsgrein 3. greinar og hún orðuð þannig:
Á hverri lóð má byggja íbúðarhús ásamt bílgeymslu lágmark 180m2  á einni eða tveimur hæðum og hús fyrir skepnuhald-, húsdýr-, smá- eða heimilisiðnað að hámarki 120 m2 á einni hæð.

3.  Önnur setning 3. greinar um hámarkshæð bygginga verði felld út.

4.  Þriðja setning 4. greinar breytist þannig:  Lóðarhafar eru hvattir til að koma upp 10 m breiðu trjábelti eins og sýnt er á deiliskipulagskorti.

5.  Ný setning bætist við eftir setningu nr. 2 í 4. grein:  Vegna stærðar lóða rúmast rotþrær vel innan lóða.  Rotþrær skulu staðsettar sem næst götu vegna mögulegrar tengingar við holræsakerfi bæjarins síðar meir.

 3. Skipulags- og umhverfisnefnd, samþykkt    Mál nr. SU020006
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Ný drög að samþykkt nefndarinnar lögð fram.

Lögð fram og samþykkt.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:00

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00