Öldungaráð
Dagskrá
1.Gott að eldast, aðgerðaráætlun um þjónustu við fólk með heilabilun
2410206
Laufey kynnir niðurstöður könnunar og næstu skref.
Laufey Jónsdóttir tengiráðgjafi Gott að eldast kynnti niðurstöður könnunar sem framkvæmd var fyrr á þessu ári. Könnunin náði til íbúa Akraness, 80 ára og eldri sem búa einir. Áhersla var lögð á að kanna líðan fólks og hvort það upplifi sig einmanna og búi við félagslega einangrun. VIðtölin voru tein með símtölum, í félagsstarfi og með heimsóknum. Lagt fram til kynningar.
2.Gjaldskrár 2026
2508059
Umræða um gjaldskrá 2026 með áherslu á gjaldskrá stuðningsþjónustu eldra fólks.
Öldungaráð leggur áherslu á að við gerð fjárhagsáætlunar 2026 verði gjaldskrá stuðningsþjónustu ekki hækkuð. Gjaldskrá var endurskoðuð fyrr á árinu sem hafði í för með sér umtalsverða hækkun og telur ráðið að ekki sé hægt að fara í frekari gjaldskrárhækkanir að svo stöddu.
3.Öldungaráð 2022-2026
2208073
Önnur mál
4.Heilsuefling eldra fólks
2402299
Áframhaldandi samningur við ÍA um verkefnið Sprækir skagamenn.
Öldungaráð telur mikilvægt að halda áfram með verkefnið Sprækir skagamenn og að það fái fastan sess í fjárhagsáætlun sveitafélagsins. Ljóst sé að þátttaka sé meiri en gert var ráð fyrir og fullt tilefni sé til að styrkja það enn frekar.
Fundi slitið - kl. 12:00.





