Notendaráð um málefni fatlaðs fólks á Akranesi
Dagskrá
1.Heilsuefling fatlaðs fólks
2501132
Framkvæmdastjóri ÍA sótti um styrk í Hvatasjóð til að stuðla heilsueflingu fullorðinna fatlaðra. Sótt var um 2,2 milljónir, en við fengum eina milljón. Til að hrinda verkefninu úr vör þyrfti að koma á móti framlag frá Akraneskaupstað. Óskað er eftir umræðu og leiðbeiningu um framhaldið.
Velferðar- og mannréttinaráð vísar málinu til fjárhagsáætlunar vegna ársins 2026.
Velferðar- og mannréttinaráð vísar málinu til fjárhagsáætlunar vegna ársins 2026.
Notendaráð frestar umræðunni og óskar eftir frekari gögnum fyrir næsta fund.
2.Heimsókn ÖBÍ réttindasamtaka - málefni fatlaðs fólks
2503165
ÖBÍ réttindasamtök hafa verið að heimsækja sveitarfélög landsins til að ræða málefni fatlaðs fólks.
ÖBÍ kom í heimsókn á Akranes þriðjudaginn 11. nóvember og hitti fulltrúa bæjarstjórnar, velferðar- og mannréttindaráð og notendaráðs auk lykilstarfsmanna sem vinna við málaflokk fatlaðra hjá Akraneskaupstað.
ÖBÍ kom í heimsókn á Akranes þriðjudaginn 11. nóvember og hitti fulltrúa bæjarstjórnar, velferðar- og mannréttindaráð og notendaráðs auk lykilstarfsmanna sem vinna við málaflokk fatlaðra hjá Akraneskaupstað.
Notendaráð áréttar mikilvægi þess að skipulags- og umhverfissvið beini erindum sem varða uppbyggingu húsnæðis og aðgengismál til notendaráðs til umsagnar.
3.Fjárhagsáætlun 2026 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2027-2029.
2505217
Fyrri umræða um fjárhags- og framkvæmdaáætlun fór fram í bæjarstjórn þriðjudaginn 11. nóvember sl.
Notendaráð óskaði eftir því að oddvitar bæjarstjórnarflokkanna, Valgarður Lyngdal Jónsson forseti bæjarstjórnar, Ragnar Sæmundsson og Líf Lárusdóttir myndu mæta til viðræðna við ráðið um yfirstandandi fjárhags- og framkvæmdaáætlum með áherslu á málaflokk fatlaðra.
Notendaráð óskaði eftir því að oddvitar bæjarstjórnarflokkanna, Valgarður Lyngdal Jónsson forseti bæjarstjórnar, Ragnar Sæmundsson og Líf Lárusdóttir myndu mæta til viðræðna við ráðið um yfirstandandi fjárhags- og framkvæmdaáætlum með áherslu á málaflokk fatlaðra.
Til fundarins mættu að frumkvæði Notendaráðs oddvitar flokka þeirra er sæti eiga í bæjarstjórn Akraness þau Ragnar Sæmundsson bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins og 2.varaforseti bæjarstjórnar, Líf Lárusdóttir bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og formaður bæjarráðs og Valgarður L. Jónsson bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, forseti bæjarstjórnar og varaformaður bæjarráðs.
Á fundi notendaráðs þann 5.nóvember kom fram í máli Valgarðs L. Jónssonar forseta bæjarstjórnar að bygging Samfélagsmiðstöðvar yrði boðin út síðla vetrar og framkvæmdir gætu því hafist á næsta ári. Þá var einnig bókað í fundargerð Notendaráðs að fram hefði komið í máli Valgarðs að fjárveiting vegna hlutar bæjarins í byggingunni væri síðan á framkvæmdaáætlun áranna 2027 og 2028 og notuð voru þau orð að fjárveitingar til byggingarinnar væru framhlaðnar í væntanlegri fjárhags- og framkvæmdaáætlun þ.e. að þungi fjárveitinganna væri á fyrri hluta næsta kjörtímabils. Þegar bæjarráð afgreiddi fjárhagsáætlun og framkvæmdaáætlun morguninn eftir voru engar fjárveitingar til byggingarinnar árið 2027 heldur á árunum 2028 og 2029. Í framhaldinu var óskað eftir því að áðurnefndir bæjarfulltrúar kæmu til fundar við Notendaráð til þess að ræða þetta misræmi. Valgarður sagði að ákveðins misskilnings gætti í málinu. Framkvæmdir myndu hefjast á næsta ári að loknu útboði en reiknað væri með því að verktaki fjármagni framkvæmdir áranna 2026 og 2027 til móts við framlag bæjarfélagsins í gatnagerðargjaldi og öðrum gjöldum vegna byggingarinnar. Því væru fjárframlög Akraneskaupstaðar á árunum 2028 og 2029. Bæjarfulltrúarnir Líf Lárusdóttir og Ragnar Sæmundsson staðfestu þessa útskýringu Valgarðs. Fram kom í máli bæjarfulltrúanna allra að það væri breið samstaða milli flokkanna þriggja að verkið yrði boðið út síðla vetrar og framkvæmdir myndu hefjast í kjölfarið og þetta verkefni væri í þeirra huga næsta stórverkefni á vegum Akraneskaupstaðar. Þrátt fyrir óvissu á fasteignamarkaði voru bæjarfulltrúarnir mjög bjartsýnir á að útboðsskilmálar byggingarinnar myndu vekja áhuga byggingafyrirtækja. Notendaráð ítrekar enn einu sinni áskorun sína að til bæjarstjórnar Akraness að staðið yrði við margboðaðar og marglofaðar framkvæmdir við Samfélagsmiðstöð og minnir á að nú er langt komið á sjöunda ár síðan Fjöliðjan brann með þeim afleiðingum að starfsemi Fjöliðjunnar hefur æ síðan verið í húsnæði sem ekki er hannað með þá starfsemi í huga.
Þá var rætt um stöðu íbúðakjarnans sem var í byggingu við Skógarlund. Líkt og kom fram í fundargerð síðasta fundar eru nú í gangi viðræður milli Akraneskaupstaðar, Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og Arion banka um lausn málsins. Í máli bæjarfulltúanna kom fram að ekki hefur enn fengist niðurstaða í þær viðræður en áfram yrði unnið að lausn málsins. Í máli bæjarfulltrúanna kom fram að ekki hefði í raun verið ákveðið af hálfu Akraneskaupstaðar hversu langt kaupstaðurinn gæti teygt sig í lausn málins. Þá kom einnig fram að ekki lægi fyrir önnur lóð til uppbyggingar fari svo að ekki náist viðunandi samningar í áðurnefndum viðræðum. Notendaráð ítrekar samþykkt sína frá síðasta fundi og hvetur Bæjarstjórn Akraness til þess að ljúka málinu á allra næstu vikum og/eða leita strax lóðar undir íbúðakjarna. Notendaráðið bendir bæjarstjórn Akraness á þá staðreynd að nú þegar líður að lokum yfirstandandi kjörtímabils hefur ekkert þeirra uppbyggingarmála er rædd hafa verið á undanförnum árum í málaflokki fatlaðs fólks náð fram að ganga. Það er dapurleg staða í samfélagi sem vill vera í fararbroddi á öllum sviðum
Á fundi notendaráðs þann 5.nóvember kom fram í máli Valgarðs L. Jónssonar forseta bæjarstjórnar að bygging Samfélagsmiðstöðvar yrði boðin út síðla vetrar og framkvæmdir gætu því hafist á næsta ári. Þá var einnig bókað í fundargerð Notendaráðs að fram hefði komið í máli Valgarðs að fjárveiting vegna hlutar bæjarins í byggingunni væri síðan á framkvæmdaáætlun áranna 2027 og 2028 og notuð voru þau orð að fjárveitingar til byggingarinnar væru framhlaðnar í væntanlegri fjárhags- og framkvæmdaáætlun þ.e. að þungi fjárveitinganna væri á fyrri hluta næsta kjörtímabils. Þegar bæjarráð afgreiddi fjárhagsáætlun og framkvæmdaáætlun morguninn eftir voru engar fjárveitingar til byggingarinnar árið 2027 heldur á árunum 2028 og 2029. Í framhaldinu var óskað eftir því að áðurnefndir bæjarfulltrúar kæmu til fundar við Notendaráð til þess að ræða þetta misræmi. Valgarður sagði að ákveðins misskilnings gætti í málinu. Framkvæmdir myndu hefjast á næsta ári að loknu útboði en reiknað væri með því að verktaki fjármagni framkvæmdir áranna 2026 og 2027 til móts við framlag bæjarfélagsins í gatnagerðargjaldi og öðrum gjöldum vegna byggingarinnar. Því væru fjárframlög Akraneskaupstaðar á árunum 2028 og 2029. Bæjarfulltrúarnir Líf Lárusdóttir og Ragnar Sæmundsson staðfestu þessa útskýringu Valgarðs. Fram kom í máli bæjarfulltrúanna allra að það væri breið samstaða milli flokkanna þriggja að verkið yrði boðið út síðla vetrar og framkvæmdir myndu hefjast í kjölfarið og þetta verkefni væri í þeirra huga næsta stórverkefni á vegum Akraneskaupstaðar. Þrátt fyrir óvissu á fasteignamarkaði voru bæjarfulltrúarnir mjög bjartsýnir á að útboðsskilmálar byggingarinnar myndu vekja áhuga byggingafyrirtækja. Notendaráð ítrekar enn einu sinni áskorun sína að til bæjarstjórnar Akraness að staðið yrði við margboðaðar og marglofaðar framkvæmdir við Samfélagsmiðstöð og minnir á að nú er langt komið á sjöunda ár síðan Fjöliðjan brann með þeim afleiðingum að starfsemi Fjöliðjunnar hefur æ síðan verið í húsnæði sem ekki er hannað með þá starfsemi í huga.
Þá var rætt um stöðu íbúðakjarnans sem var í byggingu við Skógarlund. Líkt og kom fram í fundargerð síðasta fundar eru nú í gangi viðræður milli Akraneskaupstaðar, Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og Arion banka um lausn málsins. Í máli bæjarfulltúanna kom fram að ekki hefur enn fengist niðurstaða í þær viðræður en áfram yrði unnið að lausn málsins. Í máli bæjarfulltrúanna kom fram að ekki hefði í raun verið ákveðið af hálfu Akraneskaupstaðar hversu langt kaupstaðurinn gæti teygt sig í lausn málins. Þá kom einnig fram að ekki lægi fyrir önnur lóð til uppbyggingar fari svo að ekki náist viðunandi samningar í áðurnefndum viðræðum. Notendaráð ítrekar samþykkt sína frá síðasta fundi og hvetur Bæjarstjórn Akraness til þess að ljúka málinu á allra næstu vikum og/eða leita strax lóðar undir íbúðakjarna. Notendaráðið bendir bæjarstjórn Akraness á þá staðreynd að nú þegar líður að lokum yfirstandandi kjörtímabils hefur ekkert þeirra uppbyggingarmála er rædd hafa verið á undanförnum árum í málaflokki fatlaðs fólks náð fram að ganga. Það er dapurleg staða í samfélagi sem vill vera í fararbroddi á öllum sviðum
Fundi slitið - kl. 18:00.





